
Skólalok
7. - 16. desember
Kæru nemendur
Þá fer þessari undarlegu önn alveg að ljúka. Nú eru bara tveir kennsludagar eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar.
Þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel að halda þetta út. Við gerum okkur grein fyrir að mörgum hefur reynst þetta erfitt og þetta hafa verið krefjandi aðstæður fyrir alla. Tilkoma bóluefnis gefur okkur tilefni til bjartsýni og vonandi getum við öll mætt í skólann í upphafi vorannar.
Hér fylgja upplýsingar um síðustu kennslu- og námsmatsdaga, útskrift og upphaf vorannar.
Gangi ykkur öllum vel á lokasprettinum.
NÝNEMAR Í BÓKNÁMI:
Síðustu vinnustofur nýnema verða þriðjudaginn 8. desember og verða þær með sama fyrirkomulagi og undanfarnar tvær vikur.
NEMENDUR Í BÓKNÁMI:
Bóknám verður í fjarkennslu á Teams en kennarar hafa látið nemendur vita ef einhverjir tímar verða í skólahúsnæðinu mánudag og/eða þriðjudag.
NEMENDUR Í VERKNÁMI:
Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.
NEMENDUR Á STARFSBRAUT:
Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.
Til útskriftarefna
Fyrirkomulag athafnarinnar verður ákveðið og kynnt um leið og ný reglugerð um sóttvarnir verður lögð fram þann 9. desember. Hvað sem verður þá verður útskriftarathöfn með einhverju sniði og streymt frá henni hjá Viðburðastofu Vestfjarða.
Við látum ykkur vita um leið og ákvörðun liggur fyrir.
Skólastarf í upphafi vorannar 2021
Bókasafnið opið
Geta nemendur nýtt sér þjónustu safnsins í samráði við safnvörð sem verður á staðnum og hvetjum við nemendur að nýta sér aðstöðuna og þjónustuna þessa síðustu kennsludaga og yfir námsmatsdagana.
Fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir gilda á bókasafninu eins og í skólanum.
Nemendaþjónusta
Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.
Allir þurfa að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum. Nauðsynlegt er að spritta sig við komuna inn í skólahúsnæðið og grímuskylda er þegar ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk.
Maskaskylda er í öllum kennslustundum í skólahúsnæði, bæði hjá nemendum og starfsfólki.
Menntaskólinn á Ísafirði
Email: misa@misa.is
Website: www.misa.is
Location: Torfnes, Ísafjörður, Iceland
Phone: 450 4400
Facebook: https://www.facebook.com/menntaisa