
Flataskólafréttir
Skólaárið 2021-2022 - 1. september 2021
Kæra skólasamfélag!
Eins og í fyrravetur höfum við þurft að grípa til aðgerða til að minnka eins og kostur er smithættu milli árganga. Það þýðir að morgunsamverur á sal eru af skornum skammti, fjölval bíður betri tíma og við ákváðum að fella niður hina árlegu ferð í Guðmundarlund þetta haustið. Hins vegar gengur skólastarfið að öðru leyti sinn vanagang að mestu og fer bara prýðilega af stað.
Við erum því bara bjartsýn á framhaldið og stefnum sjálfsögðu að ljómandi góðu skólaári!
Bestu kveðjur úr skólanum!
Ágúst skólastjóri
Haustfundir árganga
Samræmdum prófum í 4. og 7. bekk frestað til vors
Breytingar á námsmati
Foreldrastarf - vilt þú hafa áhrif?
Hefðbundið hlutverk bekkjarfulltrúa er að vera tengiliðir foreldrahópsins við kennara og skólann almennt, að koma á bekkjarskemmtunum o.fl. Áhugi er hins vegar fyrir því meðal stjórnar Foreldrafélagsins og skólastjórnenda að stuðla að auknu samtali og samráði milli foreldra og skólans um allt sem viðkemur starfinu í skólanum. Þannig eru uppi hugmyndir um reglulega fundi skólastjórnenda og fulltrúaráðs foreldra, sem samanstendur af bekkjafulltrúum, þar sem farið er yfir einstaka þætti í starfinu og fengin fram sjónarmið foreldra. Þannig myndu fulltrúar foreldra í skólaráði einnig fá formleg tækifæri til að bera fram mál til umræðu við foreldrahópinn og sækja umboð til hans á hverjum tíma, foreldrar kæmu í auknu mæli að formlegu mati á skólastarfinu o.fl. Við hvetjum því sérstaklega þá forráðamenn hafa áhuga á innra starfi skólans til að gefa kost á sér sem bekkjarfulltrúa, í stjórn Foreldrafélagsins, sem fulltrúa í skólaráði eða fulltrúa í Grunnstoð - samtökum foreldra í Garðabæ. Á aðalfundi Foreldrafélagsins verða kjörnir fulltrúar í eftirfarandi hlutverk:
Stjórn Foreldrafélagsins - Einn fulltrúi úr hverjum árgangi. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og stýrir starfi félagsins. Kjörin til eins árs í einu. Sjá hér
Fulltrúar í skólaráði - Tveir fulltrúar foreldra grunnskólabarna og einn fulltrúi foreldra leikskólabarna. Skólaráð fundar mánaðarlega yfir veturinn og er skólastjórnendum til ráðgjafar og veitir umsögn um áætlanir varðandi skólastarfið. Fulltrúar í skólaráði eru kjörnir til tveggja ára. Sjá nánar hér
Fulltrúar í Grunnstoð - Fulltrúar Flataskóla í Grunnstoð eiga í samskiptum við skólastjórnendur og stjórn Foreldrafélagsins og fá ábendingar um hvað mætti betur fara tengt málum Flataskóla. T.d. umferðarmál, skólalóð, skólabygging. Auk þess ræðir Grunnstoð heildstæð atriði í kringum grunnskólabörn í Garðabæ s.s. frístundabílinn, útivistartíma, öryggi og á í samtali við bæjaryfirvöld um þau atriði og því sem kemur Flataskóla við. Á liðnum vetri fundaði Grunnstoð um 10 sinnum á netfundum og var að undirbúa sameiginlegt foreldrarölt í Garðabæ og veffræðslu og átti í góðu samtali við fulltrúa bæjarins um það. Fulltrúar í Grunnstoð skipta með sér verkum til að klára málin og þrátt fyrir að þetta séu margir fundir og einhver vinna á milli funda þá er mjög hvetjandi að finna samtakamátt á milli grunnskóla og einnig að bera saman bækur og læra hvert af öðru. Þetta er því kjörinn vettvangur til að læra um, skilja og geta haft áhrif á atriði tengd lífi grunnskólabarna í bænum. Sjá nánar hér
Aðalfundur Foreldrafélagsins
Dagskrá aðalfundar er skv. lögum félagsins:
· Kosning fundarstjóra og fundarritara
· Skýrsla stjórnar
· Skýrslur nefnda
· Lagabreytingar
· Reikningar lagðir fram til samþykktar
· Kosning fulltrúa í foreldrafélag
· Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði
· Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð
· Kosning fulltrúa í Grunnstoð
· Önnur mál
Á fundinum verður einnig kynning frá skólastjórnendum á breyttu fyrirkomulagi námsmats í skólanum.
Sóttvarnarreglur skóla á höfuðborgarsvæðinu
Ef smit kemur upp í skólanum er haft samband við forráðamenn þeirra nemenda sem þurfa að fara í sóttkví en sendur tölvupóstur til þeirra sem þurfa að viðhafa smitgát með upplýsingum og leiðbeiningum. Sjá má gildandi leiðbeiningar hér. Eins og er vantar að hægt sé að framfylgja þessum viðmiðum hvað varðar hraðpróf fyrir þá sem þurfa að viðhafa smitgát en það stendur vonandi til bóta á næstu dögum.
Afar mikilvægt er að forráðamenn séu vakandi fyrir einkennum, haldi börnum sínum heima og panti sýnatöku ef þau gera vart við sig. Helstu einkenni COVID-19: Hiti, hósti, kvefeinkenni, hálsbólga, slappleiki, þreyta, beinverkir, höfuðverkur, skyndileg breyting á lyktar- og bragðskyni, uppköst og niðurgangur.
Framkvæmdir við skólalóðina
Unicef hreyfingin sl. vor
Við fengum síðan þakkarpóst frá Unicef þar sem þau deila með okkur dæmum um hvað fjármunir frá Flataskóla gætu nýst í en þar segir m.a.:
Fyrir ykkar framlag má meðal annars kaupa 2 leikjakassa og 2 skóla í kassa.
Leikjakassinn nýtist á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim. Slík svæði eru meðal annars sett upp þar sem átök ríkja og í flóttamannabúðum. Þar geta börn fundið öryggi og gleði á erfiðum tímum, haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. Fótboltar, sippubönd, sögubækur og önnur leikföng sem nýtast allt að 90 börnum á barnvænum svæðum.
Skóli í kassa er bráðabirgðaskóli með námgsgögnum fyrir 40 börn. Hann er fullur af stílabókum, blýöntum, skærum, litum og öðru.
En það er ekki allt, ofan á þetta er hægt að bæta við 1000 skömmtum bóluefnum gegn mislingum og 1000 skömmtum af bóluefni gegn mænusótt. Til að flytja slík bóluefni langar leiðir og við erfiðar aðstæður er hægt að notast við 5 kælibox fyrir bóluefni.
Við tökum vatni og næringu sem sjálfgefnum hlut en út í heimi er fólk ekki jafn heppið. 40.000 vatnshreinsitöflur hjálpa okkur við að hreinsa 200.000 lítra af vatni og 2000 skammtar af vítamínbættu jarðhnetumauki gera kraftaverk fyrir vannærð börn. Í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá poka af vítamínbættu jarðhnetumauki á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata.
Vatnsdæla hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið og bætir líf barna og kvenna þar sem þau þurfa ekki að ganga langar leiðir til að sækja vatn fyrir heimilið.
Að lokum ber að nefna 1000 malaríutöflur. Malaría leggst á alla aldurshópa en börn yngri en fimm ára eru viðkvæmasti hópurin. Árið 2019 dóu 274.000 börn yngri en fimm ára vegna malaríu, um það bil 2/3 allra dauðsfalla vegna sjúkdómsins.
Þetta er vitaskuld bara dæmi um það sem að upphæðin getur gert en við vonum að þetta sýni hve miklu er hægt að koma í verk fyrir ykkar hreint út sagt mögnuðu söfnun.
Mentor - handbók fyrir aðstandendur
Helstu viðburðir framundan:
- 13.-30. sept - haustfundir árganga - nánar auglýst síðar
- 15. sept - Skipulagsdagur leik- og grunnskóla. Kennsla fellur niður og 4.-5. ára deild lokuð
- 29. sept - Aðalfundur Foreldrafélags Flataskóla kl. 17:30
Krakkakot opið þann 15. september - skráning hafin
Opnunartími skrifstofu
Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið flataskoli@flataskoli.is
Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu.
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.
Flataskóli Garðabæ
Email: flataskoli@flataskoli.is
Website: flataskoli.is
Location: Flataskóli, Gardabaer, Iceland
Phone: 513 3500