
Fréttamolar úr MS
30. september 2022
Líf og fjör í MS
Tíminn líður áfram og október á næsta leyti. Í næstu viku er margt um að vera:
- Prufur fyrir Gettu betur og Morfís
- Forkeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 4. okt.
- Miðannarmat 4. okt.
- Valdagur hjá nýnemum 7. okt.
Valdagur 1. árs nema 7. október
Smellið á hnappinn til að skoða skipulag námsbrauta í skólanum.
Valdagur verður hjá 1. árs nemum föstudaginn 7. október þar sem nemendur velja sér námslínu. Kynning á námslínum og valdegi fer fram í áfanganum Krossgötum í vikunni og fá nemendur og forsjárfólk senda hlekki á valblöð í næstu viku.
Í næstu viku fara fram prufur fyrir Morfís og Gettu betur. Nánari upplýsingar má finna í auglýsingu hér að neðan og á Instagram síðu Málfundarfélags SMS. Hvetjum við öll til að taka þátt!
Miðannarmat birtist í Innu þriðjudaginn 4. október kl. 17:00. Miðannarmat hefur nemendum og forsjárfólki mikilvægar upplýsingar um stöðuna í hverjum áfanga og er mikilvægt að skoða miðannarmatið vel.