
Fréttamolar úr MS
5. nóvember 2021
Síðustu kennsludagar haustannar 2021
Síðasta kennsluvika:
Vikan 8. til 12. nóvember er síðasta kennsluvika haustannar.
Matsdagar:
Mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. nóvember eru matsdagar og munu einhverjir nemendur þreyta sjúkrapróf eða munnleg próf í einstaka greinum þessa daga. Yfirlit yfir dagskrá matsdaga verður birt á heimasíðu skólans.
Einkunnir:
Námsmat verður með hefbundnu sniði, skráðar verða einkunnir í heilum tölustöfum og nemandi þarf að ná að lágmarki 5.0 til að ljúka áfanga. Einkunnir birtast á Námsnetinu jafn óðum en formleg einkunnabirting í Innu verður miðvikudaginn 17. nóvember kl. 20.
Námsmatssýning:
Nemendur geta gert athugasemdir við námsmat í einstökum greinum með tölvupósti til viðkomandi kennara, mikilvægt að rökstyðja mál sitt vel. Kennarar verða svo með viðtalstíma í skólanum fimmtudaginn 25. nóvember milli klukkan 11.30 og 12.00. Birt verður yfirlit yfir stofur kennara þegar nær dregur.
Brautskráning:
Fer fram í MS laugardaginn 27. nóvember kl 10:45. Útskriftarefni eru 13 að þessu sinni og nægt rými fyrir aðstandendur.
Vetrarönn 2021 - 2022:
Ný önn hefst mánudaginn 22. nóvember á umsjónarfundum í skólanum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. nóvember.
Kennslukönnun
Að þessu sinni fer kennslukönnun fram inni á Innu.
Við minnum ykkur á að fara inn á Innu og taka þátt í kennslukönnuninni sem er opin út föstudaginn12. nóvember. Þetta er mikilvægur liður í sjálfsmati MS og notað til þess að bæta skólastarfið. Hér fyrir neðan er að finna nánari leiðbeingar varðandi kennslukönnunina.
Gætum að persónubundnum sóttvörnum
Umsjón nýnema
Leggjum löglega! Vöndum okkur og tryggjum aðgang neyðarbíla að Vogaskóla
Félagslíf á fullri ferð
Nýnemaball í september og ´85 ball í nóvember
Nemendur stóðu sig gríðarlega vel á fyrsta balli vetrarins og nú líður óðum að einum helsta hápunkti félagslífsins, 85 vikunni víðfrægu.
Beiðni um skemmtanaleyfi hefur verið lögð inn á borð sýslumanns og stefnt á að '85 ballið. verður haldið í Víkinni (íþróttahúsi Víkings) í fyrstu kennsluviku vetrarannar þann 25. nóv. og verður stanslaus dagskrá í boði alla þá viku. Skipulagið heldur sér þrátt fyrir vaxandi óvissu í covidmálum en vissulega setja fréttir dagsins ákveðinn fyrirvara varðandi dagskrána.
Hetjupotturinn
Vel mönnuð foreldravakt á nýnemadansleik
Aðalfundur foreldraráðs MS
Útskriftarráð 2003 árgangs
Framkvæmdastjóri útskriftarráðsins er Guðrún Vernharðsdóttir.