
Hvalrekinn
20. febrúar 2023
Þá er umhleypingasömum janúar og febrúar senn lokið. Vikan framundan er fjölbreytileg með bolludegi, sprengidegi og Öskudegi en í lok vikunnar er síðan vetrarfrí hjá okkur það er á fimmtudag 23. og föstudag 24. febrúar. Á mánudaginn 27. febrúar er skipulagsdagur, þá er ekki kennsla en Holtasel er opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir en athugið að skrá þarf börnin sérstakleg í Völu í síðasta lagi föstudaginn 24. febrúar.
Vonandi njótið þið vikunnar með börnum ykkar og eigið góðar stundir saman.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.
Öskudagur 22. febrúar
Öskudagurinn er miðvikudaginn 22. febrúar og hvetjum við alla til að koma í búningi þann dag. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá og eru til hádegis. Sjá nánari dagskrá.
Þeir nemendur sem eru í áskrift hjá Skólamat fá pizzu. Þeir nemendur sem eiga matarmiða eru hvattir til að skipa miðunum sínum fyrir pizzumiða.
Nemendur sem eru skráðir í Holtaseli geta farið þangað að skóla loknum. Forráðamenn nemenda sem eiga pláss í Holtaseli láti vita ef þeir ætla ekki að nýta það þennan dag.
Breytt dagskrá er hjá nemendum í yngstu- og miðdeild en kennt er samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í elstu deild
Vetrarfrí 23. og 24. febrúar
Vetrarfrí verður í grunnskólum Hafnarfjarðar, fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. febrúar. Þá daga er Holtasel lokað.
Frítt er í sund í vetrarfríi grunnskólanna og söfnin bjóða upp á spennandi dagskrá fyrir grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um dagskrána á íslensku og ensku:
- Vetrarfrí – frítt í sund og fjölbreytt dagskrá á söfnunum
- Autumn break – free admission to the swimming pools and an exciting program at the museums
There will be a Winter break on Thursday the 23th and Friday the 24th of February. We hope all our students and their families will enjoy their winter break.
Skipulagsdagur mánudaginn 27. febrúar
Mánudaginn 27. febrúar er skipulagsdagur hér í Hvaleyrarskóla. Engin kennsla fer fram þann dag en frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. Skrá þarf börnin sérstaklega inn á Völu sem ætla að vera í Holtaseli þennan dag en lokað er fyrir skráningu föstudaginn 24. febrúar.
There will be no school for students on Monday the 27h of February as it is an inservice day for teachers and staff. Holtasel is open for children who are registered.
W poniedziałek 27 lutego uczniowie nie będą mieli zajęć w szkole, ponieważ jest to dzień pracy dla nauczycieli i personelu. Holtasel jest otwarty dla zarejestrowanych dzieci.
Verið - dagskrá fyrir febrúar
Peysusala hjá Verinu
Langar þig í hettupeysu merkta Verinu? Hettupeysur merktar Verinu verða til sölu.
Lógóin á peysunum eru sérhönnuð af nokkrum hæfileikaríkum nemendum skólans. Peysurnar verða í boði í svörtum og hvítum lit.
Komið við á skrifstofu Versins til að máta og finna fullkomna stærð á ykkur!
Verð á peysum er kr. 5.900,-
Íþróttir hjá 10. bekk
Samvera á yngsta stigi
Samvera á miðstigi
Stjórn foreldrafélagsins
Stjón foreldrafélagsins skipa; Lisa Maríudóttir Mahmic formaður, Guðvarður Ólafsson, Inga Sigrún Kristinsdóttir, Jóhanna Ósk Snædal, Dagný Rós Stefánsdóttir, Hugrún Margrét Óladóttir og Anna Louise Ásgeirsdóttir,
Bekkjartenglar geta sótt um styrk fyrir viðburðum
Eins og undanfarin ár hefur Foreldrafélag Hvaleyraskóla ákveðið að styrkja bekkjartengla í 1. - 5. bekk um hámark 10.000 kr. á önn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með bekkjunum. Fyrirkomulagið er þannig að kvittanir fyrir útlögðum kostnaði auk samantektar á heildarkostnaði er send á póstfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@hvaleyrarskoli.is). Þar sem fram þarf að koma er; nafn bekkjar og tilefni (hvað var gert með bekknum) og nafn, kennitala og bankaupplýsingar bekkjartengils. Foreldrafélagið endurgreiða útlagðan kostnað eftir um viku.
Þess má geta að enn vantar bekkjartengla í nokkra bekki. Þeir sem hafa áhuga sendið póst á Kristin skólastjóra eða Lisu formann foreldrafélagsins. Það er mikilvægt að efla starfið í foreldrafélaginu og í kringum börn okkar.
Endurskinsmerki frá foreldrafélaginu
Foreldrafélag Hvaleyrarskóla tilkynnir aftur með ánægju endurskinsmerki „HVALÓ“.
Merkin má festa við rennilása á yfirhafnir eða töskur og skemma því engin efni. Allir nemendur í Hvaleyrarskóla hafa fengið þessi merki að gjöf frá okkur í von um að halda börnum okkar öruggum og sýnilegum í skammdeginu.
Við þökkum stjórn foreldrafélagsins kærlega fyrir gjöfina og framtaksemina.
Fræðslumyndbönd fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna
Fræðslu- og rannsóknastofa um þroska læsi og líðan barna og ungmenna hefur útbúið myndbönd fyrir foreldra barna á Íslandi. Verkefnið var styrkt af samfélagssjóði Háskóla Íslands. Markmiðið er að kynna niðurstöður íslenskra og erlendra hágæðarannsókna á einfaldan og hagnýtan hátt.
Þetta eru tvö myndbönd, annars vegar Málörvun leikskólabarna og hins vegar Fjöltyngd börn í íslenskum leik- og grunnskólum. Síðarnefnda myndbandið er með textum á ýmsum tungumálum. Myndböndin fjalla um það hvernig foreldrar geta stutt við málþroska barna sinna og þar með gengi þeirra í námi.
Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu Rannsóknastofunnar https://menntavisindastofnun.hi.is/is/rannsokna-og-fraedslustofa-um-throska-laesi-og-lidan-barna-og-ungmenna
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/