
Grunnskóli Reyðarfjarðar
Skólablað 2020 -2021
Öðlingar, verðandi 1. bekkingar í Grunnskóla Reyðarfjarðar
- Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
- Hlakkar þig til að fara í skólann?
- Hvað heitir besti vinur þinn?
- Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Brynjar Ario Ríkarðsson
- Pizza
- Já
- Sölvi
- Lögga
Daníel Elí Benjamínsson
- Pizza
- Já
- Mikael
- Lögga
Davíð Örn Kemp
- Pizza
- Já
- Nína
- Körfuboltamaður
Elmar Snær Andrason
- Pizza
- Já
- Leví Máni
- Lögga
Estera Dobrzycka
- Pizza
- Já
- Hallgrímur
- Eins og mamma
Fannar Freyr Ásgrímsson
- Makkarónugrautur
- Já
- Alexander Kári
- Vinnumaður
Freyja Fönn Kristínardóttir
- Pizza
- Já
- Daníel Elí
- Lögga
Hallgrímur Garski Ketilsson
- Makkarónugrautur
- Já
- Heiðar Helgi
- Byggingamaður
Haukur Ingi Guðjónsson
- Pizza
- Já
- Sölvi Steinn
- Lögga
Heiðar Helgi Sveinsson
- Pizza, hamborgari og pulsa
- Já
- Hallgrímur
- Skólakennari
Ísabel Ómarsdóttir
- Grjónagrautur
- Já
- Kristín Mjöll
- Söngvari
Karolina Klejnowska
- Pizza
- Já
- Guðný og Sara Eldey
- Leikskólakennari
Katrín Þóra Gunnarsdóttir
- Allt
- Já
- Ragnheiður Helga og Nína, líka allir
- Rokkari
Kristín Mjöll Ísaksdóttir
- Pizza
- Já
- Nína
- Ískona
Leví Máni Kristjánsson
- Pizza
- Já
- Þórleifur, Rúnar, Elmar og Haukur
- Lögga
Nína Dýrleif Jónsdóttir
- Hamborgari
- Já
- Katrín, Ragnheiður og Davíð Örn
- Skólakennari og vinna í ísbúð
Ragnheiður Helga Ásmundsdóttir
- Pizza og makkarónur
- Já
- Ronja og Katrín
- Vísindakona
Ronja Rós Gunnarsdóttir
- Grænmetisbuff, fiskibollur og kjötbollur
- Já
- Ragnheiður og Adriana
- Slökkviliðskona, lögga og sjúkrakona
Rúnar Leó Tryggvason
- Kjúklingur
- Já
- Þórleifur
- Veit það ekki.
Sara Eldey Kristinsdóttir
- Jarðaber
- Já
- Fannar Freyr
- Best
Sara Ingibjörg Styczen
- Pasta
- Já
- Estera og Karolina
- Kennari
Sölvi Steinn Björgvinsson
- Kjúklingavængir með sterkri sósu
- Já mjög
- Davíð Örn og Haukur
- Ljónatemjari og leikari
Tristan Rökkvi Hrannarsson
- Ís
- Já
- Haukur
- Læknir
Valgerður Hansa Jónsdóttir
- Pulsur
- Já
- Estera
- Leikskólakona
Þórleifur Helgi Magnússon
- Pizza
- Já
- Leví, Haukur og Rúnar
- Búðarmaður
Öðlingar á jólunum
Öðlingar á öskudaginn
Humar
er gott að hafa á sumri.
Í ofninum eða á grilli
samt ekki gleyma smjeri.
Í veislur eða um hátíðir.
En þótt þú kvíðir,
þá lagast mikið
þegar humar snertir munnvikið.
Höfundur: Líf 9. bekk
Skólaferðalag útskriftarárgangs
Skólaferðalagið
Skólaferðalagið okkar var geggjað, við fórum í það í byrjun 10. bekkjar þó að það hafi átti að fara í 9.bekk. Því var frestað vegna uppáhaldssjúkdóms allra, Covid-19. Í ferðinni gerðum við fullt af mjög skemmtilegum hlutum eins og paintball, fórum í river rafting, fórum á kayak og margt fleira. Við gerðum líka eitthvað sem sló ekki beint í gegn hjá öllum eins og öll söfnin sem við heimsóttum og Escape room. Við ætlum ekki að fjalla um leiðinlegu hlutina heldur aðallega skemmtilegu hlutina og skemmtilegu uppákomurnar. Ferðalagið byrjaði mjög vel en eftir aðeins 2 mínútur af rútukeyrslu voru Ísak og Elmar strax búnir að brjóta sætin í rútunni þannig að hægt var að leggja þau alveg flöt og voru mikil rifrildi um það hver mætti sitja í þeim. Fyrsti áfangastaður ferðarinnar var Akureyri en þar fengum við hamborgara, fórum í Escape room og fengum ís. Eftir það var ferðinni heitið beinustu leið til Bakkaflatar. Þegar við komum á Bakkaflöt var okkur raðað í herbergi og heyrðust mikil fagnaðaróp í þremur drengjum þegar þeir fengu að vita að þeir væru saman í herbergi… uuhhuumm Elmar, Daníel og Ísak, veit ég að kennararnir sáu mikið eftir því! Á Bakkaflöt var mikið um skemmtilega afþreyingu eins og wipeout braut, paintball, kayak, river rafting, loftboltar og margt fleira en það fyrsta sem við gerðum var að fara í gegnum hálfgerða wipeout braut. Þetta kvöldið borðuðum við síðan eina af mörgum, mörgum pizzum í ferðinni en við fengum allavega eina á dag. Eins og áður hefur komið fram fórum við á kayak og lékum við krakkarnir okkur að því að hvolfa bátunum hjá hverju öðru og svo fórum við líka í river rafting sem var mikið fjör. Við fórum líka í paintball sem að margra mati var það skemmtilegasta í ferðinni. Hákon fór á kostum og vann alla leikina nema einn en því miður fékk hann kúlu í puttann og var að drepast í honum restina af ferðinni. Síminn var bannaður á kvöldin og voru margir pirraðir yfir því. Fyrsta kvöldið voru margir ósáttir yfir því að símarnir væru teknir af okkur og tóku nokkrir strákanna sig saman um það að pirra kennarana á móti. Við áttum að láta kennarana Daníel og Guðnýju fá símana okkar og þau geymdu þá á kvöldin. Áður en við gerðum það höfðu nokkrir okkar stillt vekjaraklukkurnar í símunum. Það hefði sloppið ágætlega ef drengirnir hefðu aðeins stillt á sömu vakningu en hver og einn stillti á mismunandi tíma þannig að þeir hringdu a.m.k. 10 sinnum. Þetta uppátæki gerði það að verkum að Daníel náði varla klukkutímasvefni. Þessir drengir fengu sínar skammir þegar þeir vöknuðu og var það þá bara búið og allir sáttir. Ég held að allir séu sammála að það hafi verið langskemmtilegast á Bakkaflöt. Eftir Bakkaflöt fórum við svo til Húsavíkur þar sem planið var að gista á 5 stjörnu hóteli en eitthvað hafði farið úrskeiðis svo við og enduðum á einhverju gistiheimili rétt fyrir utan bæinn. Daginn eftir fórum við á þrjú söfn sem að mjög fáir kunnu að meta. Áður en við fórum heim skelltum við okkur í sjóböðin á Húsavík þar sem flestir skemmtu sér mjög vel. Gaman er að segja frá því að þegar allir voru að fara upp úr labbaði Daníel kennari óvart inn í kvennaklefann, vegna lélegra merkinga en það slapp samt sem áður til vegna þess að það voru engar stelpur í sturtunni. Við enduðum ferðina á Akureyri þar sem við fórum á skauta og í hvalaskoðun en þar fengum við líka okkar síðustu máltíð í ferðinni og voru allir fegnir þegar það var súpa en ekki pizza. Þessi ferð var einstaklega góð og skemmtileg, hún batt okkur saman og gerði okkur miklu nánari en við vorum áður en við fórum í hana.
Höfundar: Nemendur í 10. bekk
Reiknivél
Reiknivélin mun hjálpa við vinnuna.
Komdu til okkar og fáðu þér þína
hugann þarf að brýna
Höfundur: Kristín Mjöll 9. bekk
Framtíðarsýn útskriftarnema
Hvar heldurðu að þú verðir eftir 10 ár?
Hvar heldurðu að þú búir?
Heldurðu að þú eigir börn þá?
Hver verður makinn þinn?
Í hvaða framhaldsskóla ætlar þú?
Við hvað ætlarðu að starfa í framtíðinni?
Hver er drauma prinsinn/prinsessan þín?
Eru einhver loka-orð?
Amelía Sól Jóhannesdóttir
Á jörðinni
Ekki á Reyðarfirði
Sjáum til.
Vonandi ennþá Alex
V.A.
Tattoo artist.
Dominic Richard Harrison.
Ég er mest sexy drengur sem til er.
Atlas Macasarte Tómasson
Ég ætla að eiga góða tölvu og hafa skegg :)
Ég veit það ekki
Nei.
¯\_(ツ)_/¯
Menntaskólann á Egilsstöðum
Ég veit ekki hvað ég ætla að gera
Lady Dimitrescu frá Resident Evil 8
Ásdís Iða Hinriksdóttir
Búin í námi og bara livin’
Í Reykjavík
Mögulega eitt
Kemur í ljós
ME
Hef ekki hugmynd
Kendall Jenner
Stay sexy
Bergdís Steinþórsdóttir
NYC
NYC
2
Eitthvert myndarmenni
Fer eftir einkunum
Er ekki búin að ákveða
Dylan O’brian
Lifðu í lukku en ekki í krukku:)
Daníel Arnar Stefánsson
Ekki hugmynd
Örugglega í bænum
Allavegana ekki plönuð
Einhver skutla
Það er nú bara VA
Við stefnum á kvensjúkdómalæknirinn
Sveta Bilyalova
Sapnu puas
Dawid Dondelski
Heima
Reyðarfirði
Kannski
Veit ekki
VA
Vélvirkjun og rafvirkjun
Veit ekki
Nei
Elínborg María Frostadóttir
Uppi í rúmi að borða snakk og drekka Mountain dew og horfa á Anime.
Í Reykjavík eða Hafnarfirði.
Örugglega ekki.
Vonandi kærastinn minn.
Fyrst í M.E og vonandi í Borgó eða Flensborg.
Matargagnrýnandi eða eitthvað tengt teikningum (ekki arkitekt)?
Núverandi kærastinn minn.
Ása þú þarft að taka til í herberginu þínu.
Elmar Blær Elíasson
Gyminu
Steininum
Nei Durex
Crossfit kvennmaður
VA
Vera einn svo Rocco
Scarlett Johansson
Don´t drink in school
Erna Júlía Magnúsdóttir
Ég veit ekki hvar ég myndi vera eftir 10 ár.
Hér á Reyðarfirði.
2-3.
Ég veit ekki.
Vonandi Menntaskólinn á Egilsstaðir.
Hjúkrunarfræðingur.
Dylan O’brien
Ég er loksins búin með grunnskólann.
Garpur Kristinsson
Ég veit það ekki
Heima hjá foreldrum mínum
Nei
Engin
Menntaskólanum á Egilstöðum
Raddleikari
Nei
Nei ég hef ekki nein lokaorð
Hákon Gunnarsson
Milljónamæringur í Flórída
Í Hvítahúsinu
Í það minnsta 7
Forseti Bandaríkjanna
VA
Ég ætla að vera strippari í Flórída
Gló magnaða
Ég hata dönsku
Ísak Máni Svansson
Moldríkur og tek 300 kg. í bekk.
Á snekkjunni minni rétt fyrir utan Grænland.
8 stykki.
Gunna.
Framhaldsskólann á Laugum.
Vélstjóri.
Prins Philip
Ég útskrifaðist með 90 kg. í bekk.
Jóel Máni Ástuson
Á einhverjum góðum stað í lífinu.
Ég veit ekki.
Já örugglega.
Eitthvað stórt.
VA og svo í VMA.
Fótbolti eða eitthvað með skip.
Kristey Bríet Baldursdóttir.
Ég er búin að segja allt.
Klara Sól Jónsdóttir
Ég held að ég mun vera í skóla.
Örugglega bara í Reykjavík eða í útlöndum.
Er ekki viss, en kannski.
Nú það veit ég ekki, kemur í ljós þá.
Ég mun vera í framhaldsskólanum á Egilsstöðum.
Mig langar að vera læknir eða tannlæknir get ekki valið á milli.
Ég hef enga hugmynd.
Nei, engin lokaorð hér:)
Oliwia Jazwinska
1. Einhversstaðar sem engin veit hver ég er
2. Langt í burtu í skóginum
3. Tíu ketti
4. Einhver sem elskar ketti
5. Góð spurning O_O
6. Ekkert
7. Anime stelpa
Rakel Emma Beck
- Einhverstaðar annarstaðar en á Reyðarfirði:)
- Cinque Terre, Italy.
- Nei!.
- ...
- ME
- Olís:,)
- Það veit ég ekki...
- NAH.
Rakhavalera Putra Arfiandi
Að starfa í ríkisstjórninni sem flokksfélagi eða líklega vinna á skrifstofunni
Á Íslandi eða Bretlandi
Ég veit ekki um það
Ég veit ekki, kannski
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Vonandi get ég starfað í ríkisstjórninni og séð um fólkið
Ég veit ekki
Nei
Sebastian Andri Kjartansson
- Einhverstaðar annaðhvort í námi eða bara að vinna
- Einhversstaðar á íslandi eða út á Ítalíu
- Kannski eitt á leiðinni
- Einhver góð stelpa
- ME
- Það væri örugglega skemmtilegt að vinna við eitthvað sem hjálpar fólki.
- Elísabet Englandsdrottning
- Allt er gott í hófi nema ef það er ég.
Snjólfur Björgvinsson
Ég sé fyrir mér að ég sé að vinna á einhverju fínu verkstæði eða a.m.k að vinna við vélar.
Reyðarfjörður eða Akureyri eru líklegustu staðirnir.
Þaðeru 60/60 % líkur, á að það verði börn í spilinu.
Ég þekki hana ekki endilega í dag, það er a.m.k. ekki komið á hreint.
VA þar sem ég ætla að læra vélstjórn og vélvirkja og hugsanlega rafvirkja.
Eitthvað skemmtilegt véla-, gamalla bíla stöff, ég vil ekkert með nýtt hafa.
Draumaprinsessan mín er einhver sem lætur ekki ganga yfir sig, augu sem sjá í gegnum kjaftæðið, inn í það góða í fólki, er ekki hrædd við að fá smá vélarolíu undir neglurnar, nýtur þess að fara hratt og skilur mann, í það minnsta reynir.
Því meira sem reynt er að berja draumana þína því meira virði eru þeir. “Aldrei skipta spennu lífsins út fyrir öryggi tilverunar”
Sylvía Björt Jónsdóttir
Í námi einhverstaðar í útlöndum.
Á Ítalíu eða einhversstaðar úti.
Mögulega eitt
Það kemur í ljós?
ME vonandi
Innanhússarkitektúr
Dylan O'Brien
Takk fyrir samveruna
Þór Sigurjónsson
Ég held að ég verði að hita upp fyrir einhvern leik sem atvinnumaður í knattspyrnu.
Það væri náttúrulega geggjað að búa einhversstaðar úti að spila með einhverju liði en ef það virkar ekki mun ég líklega búa fyrir sunnan.
Allaveganna 13
Einhver sjóðheit pía.
MA er planið
Annaðhvort sem atvinnumaður í fótbolta eða á einhverri súlu í Flórída með Konna.
Skólastjórinn í Matildu.
Riuscito a farti perdere tempo (þetta er á Ítölsku, prófið translate).
Þórður Páll Ólafsson
1. Ábyggilega út á sjó sem fullmenntaður vélstjóri.
2. Vonandi á Grímsstöðum í Reyðarfirði.
3. Kannski eitt.
4. Vonandi sú rétta.
5. Fyrst í VA og svo VMA.
6. Sem vélstjóri út á sjó.
7. Ford Bronco 66 árgerð.
8. Lifi íslenska sauðkindin.
Góugleði 2021
Flottur hópur
Skólaselið
Bralla ýmislegt saman
Listaverk á skólalóð
Góða veðrið í leik og list
Leika úti í góðu veðri
Vöfflubakstur í góða veðrinu
Góðir dagar notaðir til að vera úti og borða vöfflur
Menningarstofa Fjarðabyggðar stóð fyrir jólasmásagnakeppni. Hér fyrir neðan má lesa nokkrar sögur sem unnu til verðlauna.
Jóladúfan
Það var mikill snjór, rok og gríðarlega kalt. Ég var að fara heim úr skólanum þegar það flaug dúfa beint fyrir framan nefið á mér. Dúfan var með nokkrar hvítar fjaðrir á hökunni og hálsinum. Ég hélt áfram að labba heim en dúfan eltir mig, ég byrjaði að skokka dúfan elti mig enþá, ég fór að spretta dúfan var en á hælum mér. Gæti það verið að hún sé að elta mig af því að ég er með jólasmákökur í vasanum. Ég stansaði, dúfan stansaði með mér ég rétti út höndina með jólasmákökum, dúfan tók smákökuna og byrjaði að kroppa í hana. Ég hélt áfram heim, dúfan var enn að kroppa í smákökuna. Þegar að ég kom heim var pabbi búinn að sjóða pylsur og á meðan við borðuðum pylsurnar töluðum við um hvort væri rétt að segja pulsa eða pylsa. Næsta dag var ég að borða morgunmat þegar ég sá dúfuna út um stofugluggann. Ég vissi að þetta var sama dúfan og elti mig í gær af því að hún var með snjó hvítar fjaðrir. Ég hélt áfram að borða morgunmatinn minn og lét eins og dúfan væri ekki fyrir utan stofugluggann minn. Þegar ég var búinn að borða labbaði ég í skólann, ég leit undan og þar var dúfan. Dúfan elti mig alla leið í skólann þangað til ég lokaði hurðinni á hana til þess að hún kæmist ekki inn.
Nokkrir dagar liðu og það styttist í jól og dúfan hafi verið að elta mig allan tímann. Ég var byrjaður að kalla hana Jóladúfuna. Það var Þorláksmessa og ég var að fara í skötuveislu hjá fjölskyldu vinkonu mömmu minna, heppilega var dóttir þeirra vinkona mín. Á leiðinni til þeirra leit ég útum gluggann á bílnum og þar flaug dúfan fyrir ofan bílinn. Ég velti fyrir mér afhverju hún hafi verið að elta mig allan þennan tíma. Við vorum lengi heima hjá þeim, komum heim klukkan hálf tólf. Um leið og ég koma heim fór ég að sofa en ég svaf ekki vel. Ég vaknaði um miðja nótt, ég labbaði inn í stofu og þar flaug Jóladúfan um jólatréið. Ég horfði á hana og allt í einu breyttist hún í jólasveininn! Jólasveininn tók ekki eftir mér, hann tók stóran pakka úr poka sínum og setti hann undir jólatréið. Hann rétti sig upp og ætlaði að fara að leita að jólasmákökum og mjólkur glasi þegar að hann tók eftir mér. “Gleðileg jól” sagði jólasveininn við mig, tók smáköku, beit í hana og fékk sér sopa af mjólkinni. Svo breytist hann í jóladúfuna og flaug út um stofugluggann.
Höfundur: Viktor Frans 8. bekk
Jólaáttfætlan
Einu sinni, fyrir mörgum árum síðan, fór Stekkjastaur á stjá 13 dögum fyrir jól. Þegar hann kom gangandi úr fjöllunum gekk hann fram hjá hólmunum í Reyðarfirði og sá þar einhverja undarlega veru. Eftir því sem hann nálgaðist veruna sá hann að hún að líktist ketti en var með átta fætur, fjögur skott og letileg augu. Stekkjastaur sá að veran var föst úti í minnsta hólmanum og komst ekki í land. Hvað átti hann nú að gera til að bjarga verunni? Þá sá hann skyndilega trillu á sjónum. Hann veifaði og öskraði á sjómanninn og bað hann að hjálpa sér að bjarga verunni eins og skot! Saman sigldu þeir tveir félagar út í hólmann til að bjarga verunni í land.
Þegar Stekkjastaur og sjómaðurinn komu út í hólmann varð veran greinilega hrædd. Hún hljóp að sjómanninum, sem náði ekki að flýja undan áttfættri verunni og beit hann í bossann! Sem betur fer var Stekkjastaur með sjúkrakassa í pokanum og gat sett sárabindi á bossann á sjómanninum. Hann var líka með band í pokanum sem hann setti um hálsinn á verunni. Stekkjastaur reyndi að róa veruna. Eftir að hafa spjallað við hana góða stund komst hann að því að veran var frænka Jólakattarins og hét Jólaáttfætlan. Hún baðst afsökunar á að hafa bitið sjómanninn á spænsku. Þrátt fyrir að hafa ekki skilið afsökunarbeiðnina alveg ákvað sjómaðurinn að fyrirgefa Jólaáttfætlunni og þau sigldu saman í land, öll þrjú.
Þegar Stekkjastaur var búinn að gefa öllum börnunum í skóinn hélt hann af stað til Reykjavíkur með Jólaáttfætluna með sér. Hún flutti í Húsdýragarðinn þar sem hún fékk að búa í piparkökuhúsi við hliðina á hreindýrunum.
Iðunn Elísa Jónsdóttir, 7 ára
Jólaruglið
Jólasveinarnir sátu inn í Grýluhelli og voru að spjalla saman og undirbúa jólin. Þá sagði Stúfur: „Einu sinni þegar ég var að fara til byggða, byrjaði ég hjá henni Fríðu sem býr í sveit. Ég setti gjöfina í skóinn og ætlaði að fara en þá vaknaði Fríða. Ég varð svo hræddur að hoppaði frá glugganum og beint í mykjuhauginn. Ég varð svo skítugur að dreif ég mig út í læk og slapp við að fara í bað hjá Grýlu.“
Stekkjastaur svaraði: „Þetta er nú ekkert miðað við það sem gerðist fyrir mig! Einu sinni var ég að fara til byggða og ég fór inn um gluggann og setti gjöfina í skóinn, en þegar ég var að fara út steig ég á lego kubba. Það var svo vont að ég öskraði svo hátt að börnin vöknuðu og öskruðu líka. Þá vöknuðu mamman og pabbinn við öskrin og komu hlaupandi inn. Þá voru góð ráð dýr en ég hljóp bara út á harðaspretti og hélt áfram að gefa í skóinn.“
En þá sagði Gluggagægir: „Ég hef sko lent í verra, ég var að gefa í skóinn og sá eitthvað áhugavert í glugganum sem mig langaði að skoða betur. Þannig að ég opnaði gluggann mjög varlega og fór inn, en glugginn var svo lítill að ég komst ekki almennilega í gegnum hann og þar sat ég fastur næstum allt kvöldið.“
Þá sagði Pottaskefill: „Ég hef lent í næstum því sama! Hlustið nú! Ég var að fara til byggða og ég fór til stráks sem heitir Tristan. Hann hafði skilið eftir hafragrautsleifar í potti handa mér, blessaður strákurinn. Ég fékk mér auðvitað en þegar ég ætlaði að leggja pottinn frá mér var hausinn pikkfastur í pottinum! Ég reyndi að taka hann af en ekkert gekk, ég reyndi og reyndi, svo reyndi ég meira og svo loksins komst hann af!“
Þá greip hurðaskellir fram í: „Má ég segja eina sögu?“ Jólasveinarnir játuðu og þá byrjaði Hurðaskellir á sögunni. „Sko ég var að gefa henni Þórdísi í skóinn og í herberginu hennar var hurð. Hún var svo stór og falleg. Ég vissi að Grýla væri búin að banna mér að skella hurðum þegar ég er að gefa í skóinn. En mig langaði bara að skella smá! Ég hugsaði með mér að Grýla yrði ekkert svo reið ef ég skellti bara hljóðlega. Ég labbaði að hurðinni og gerði mig tilbúinn að skella en ég varð svo spenntur að ég skellti allt of fast þannig að hurðin datt af hjörunum. Sem betur fer steinsvaf Þórdís áfram. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera svo ég hringdi í Launafl til að laga hurðina en ég fékk svo mikið samviskubit að ég gaf Þórdísi aðeins meira en hinnum“.
Þá sagði Kertasníkir: „Ég sem hélt að ég væri sá eini óheppni af okkur bræðrunum! Ég held samt að ég hafi verið óheppnastur. Einu sinni þegar ég var á leið til byggða var ég svo utan við mig að ég klessti óvart á bréfbera þannig að við duttum báðir. Þegar við stóðum upp tókum við vitlausa poka. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég gaf Sunnevu rafmagnsreikning í skóinn! Fyrst hélt ég að Grýla væri orðinn alveg rugluð en svo fattaði ég hvað hafði gerst.“
Þá hlógu allir jólasveinirnar svo Grýla heyrði og sagði „Hættið þessu hangsi kjánasveinar og gerið frekar eitthvað af viti!“Höfundur: Símon 4. bekk
Jólasaga
Það var sautjándi desember ég var búin að hlakka of mikið til að jólum. Ég var nýbúinn að kíkja í skóinn. Flott! nýja bókin sem ég vildi ég var búinn að vilja þessa bók ótrúlega lengi. ,,Mamma pabbi sjáiði hvað jólasveininn gaf mér í skóinn!” sagði ég æstur ,,Ohhhh klukkan er sex um morguninn farðu aftur að sofa” sagði mamma ,,Ó fyrirgefiði góða nótt” ég fór upp í rúm en gat ekkert sofnað ég var nú þegar vaknaður og æstur svo ég ákvað bara að lesa bókina í staðinn. Bókin var æðisleg og ég var komin á blaðsíðu 28 og, nei nei klukkan er bara orðin níu, Sæll hvað tíminn leið hratt. Þegar ég kom niður í stofu voru mamma og pabbi byrjuð að seta upp jólatréið ,,Ekki ætlið þið að gera þetta án mín” sagði ég ,,Nei nei þú hjálpar að skreyta það” sagði pabbi á meðan hann reyndi að setja síðasta hlutinn af jólatréinu upp. Eftir að við vorum búin að seta upp jólatréið settum við pakkana undir. Ég teygði mig í eina litla piparköku ,,Hey þetta er ekki í boði” sagði pabbi ,,Þetta er fyrir gestina elskan mín” hélt mamma áfram ,,Æi af hverju fá gestirnir allt” sagði ég fúll ,,Ekki láta svona, það eru alveg að koma jól” ,,Allt í lagi” sagði ég og fór inn í herbergi. Gestirnir komu klukkan þrjú og það var grautfúlt að þurfa að bíða inn í herbergi á meðan þau gúffuðu í sig kökur og töluðu um eitthvað svo fjarri því að vera fyndið eða það að ég skilji bara ekki fullorðins brandara. Eftir að gestirnir fóru fór ég fram og ekkert var eftir af kökunum svo ég spurði mömmu bara hvort að ég og hún gætum ekki bara bakað meira og ég fékk það. Eftir baksturinn var klukkan orðin sjö ,,Matur kallaði pabbi” ,,Jess hangikjöt” ég hámaði það í mig því að hangikjöt var eitt af uppáhalds jólamatnum mínum. ,,Takk fyrir mig” sagði ég og fór að hátta. Ég náði sko ekkert að sofna ég var svo spenntur fyrir jólunum. svo heyrði ég dynk, ég fór að gá hvað það var og ég trúði ekki mínum eigin augum, þetta var álfur ,,Halló” sagði ég og honum dauðbrá ,,Ó fyrirgefðu ég ætlaði ekki að hræða þig” ,,Ó nei ó nei ó nei” sagði hann stressaður ,,Hvað er að?” ,,Þú áttir ekki að sjá mig” ,,Ég gæti misst vinnuna” hélt hann áfram ,,Hvar er Sveinki?” ,,Hver”? spurði hann forvitnislega ,,Á ekki Sveinki að fara með gjafirnar?” ,,Jú sveinki já, jú en…” ,,En hvað?” ,,Æi ég má ekki segja” ég var að verða óþolinmóður ,,Segðu mér bara” ,,Allt í lagi Allt í lagi” ,,Sveinka hefur verið rænt” ,,Rænt?” spurði ég hissa ,,Já honum hefur verið rænt” ,,Guð minn almáttugur, hvað get ég gert?” spurði ég ,,Ekki neitt, það er of hættulegt” ,,Æi jú leyfðu mér að hjálpa” ,,Jæja þá þú mátt hjálpa” ,,Jess!” sagði ég hátt ,,ussss við viljum ekki að mamma þín og pabbi vakna líka” ,,Fyrirgefðu”.
,,Veistu hver stal honum?” spurði ég ,,Já það er illur maður að nafni Jón”
,,Það hljómar ekki eins og nafn fyrir vonda kalla” sagði ég ,,Hey allir eru með nafn” ,,nema hundurinn hans John Wick” sagði ég á móti ,,En hvað vill hann ger…” áður en ég náði að klára sá ég sleða jólasveinsins”
,,ætlum við í þetta?” spurði ég ,,Nei við ætlum í jeppanum ykkar, já auðvita ætlum við í sleðanum” við hoppuðum upp í sleðann og lögðum af stað. Þegar við komum spurði ég ,,Hvar erum við?” ,,Nú veistu það ekki drengur?”
,,Nei hvar?” ,,Á Norðurpólnum auðvitað, hvert hélstu að við ætluðum?” ég trúði ekki mínum eigin eyrum né augum ,,Hvað erum við að gera hér?” spurði ég ,,Álfarnir eru búnir að finna hvert Jón fór með Sveinka” sagði hann. Þegar við vorum komin á verkstæði jólasveinsins sá ég fullt af álfum. Þegar álfarnir voru búnir að segja okkur hvert Jón fór lögðum við af stað ,,Hvar er Jón?” spurði ég ,,Á Suðurpólnum” ,,Á Suðurpólnum?” ,,Já á Suðurpólnum hættu að endurtaka allt sem ég segi” ,,Fyrirgefðu” sagði ég sakleysislega. Eftir tveggja klukkutíma ferð vorum við loksins komin á Suðurpólinn ,,Hvað gerum við núna?” spurði ég ,,Við náum Sveinka” eftir smá stundar göngu komu við að drungalegu húsi ,,Er sveinki og Jón þarna inni?” ,,Já þeir eru þar” ,,Förum inn” sagði ég ,,Já við förum inn” inni í húsinu var myrkur mikið myrkur en svo heyrðum við lítið hróp ,,Var þetta Sveinki?” ,,Alveg örugglega” ,,Eltum hrópið”
sagði ég og við hlupum af stað. Það var lítið herbergi þar og sveinki og Jón
voru þar inni ,,Upp með hendur” kallaði álfurinn ,,Hvernig funduð þið mig”
spurði Jón ,,Við erum álfar, við getum allt” sagði hann. Við læstum Jón inni og björguðum Sveinka svo fórum við í sleðann og allt endaði vel ,,Heyrðu álfur ég náði aldrei að spurja þig hvað þú heitir” sagði ég ,,Ég heiti álfurinn Lars” Þegar ég kom heim sagði ég mömmu og pabba söguna en þau trúðu mér ekki þau héldu bara að þetta væri draumur sem ég bjóst reyndar við en þetta var sagan af því þegar ég hitti álf og jólasveininn.
Höfundur: Bergþór Flóki 7. bekk
Augun þín
Falleg eins og hvítar dúfur.
Ég týnist í þeim eins og völundarhúsi.
Augun þín eru jafn falleg og þú.
Höfundur: Garðar 9. bekk
Þemaverkefni
Brandarahornið
Af því að það voru svo margar kennarasleikjur í bekknum hans.
Vanþakklát
þegar tár renna niður mína vanga
eða þegar mig langar að öskra.
Ástæða sú er.
Ég á fjölskyldu
ég á vini
ég á rúm til að sofa í
ég hef nægan mat
og vatn til að drekka
ég get farið i skóla
og ég á líkama sem virkar.
Af þessu græt ég meir.
Ég græt úr sjálfsvorkun
yfir hve vanþakklát ég er.
Höfundur: Líf 9. bekk