
Árshátíðartengja
Oddeyrarskóli janúar 2017
Árshátíð Oddeyrarskóla haldin 20. og 21. janúar
Kæru nemendur/foreldrar/forráðamenn!
Nú styttist óðum í árshátíð nemenda en hún verður dagana 20. og 21. janúar.
Æfingar standa nú sem hæst og nemendur eru að vanda jákvæðir og standa sig vel. Íþróttakennsla fer að hluta til fram utandyra og í kennslustofum nemenda árshátíðarvikuna.
Föstudaginn 20. janúar verða nemendasýningar en sýningar fyrir foreldra og aðra aðstandendur verða á laugardeginum.
Fram til þessa hafa aðeins verið tvær sýningar fyrir fjölskyldur og gesti á laugardeginum, eins og þeir vita sem hafa sótt þessar sýningar hefur verið mjög þröngt í salnum og fólk jafnvel ekki fengið sæti. Því höfum við ákveðið að prófa að hafa þrjár sýningar og meta í framhaldinu kostina og gallana við það.
Árshátíðarsýningar laugardaginn 21. janúar verða þrjár að þessu sinni:
Kl. 11:00 sýna 1.—4. bekkur og 10. bekkur.
Kl. 13:00 sýna 5.—7. bekkur og 10. bekkur.
Kl. 15:00 sýna 8.—10. bekkur.
Salurinn opnar hálftíma fyrir sýningar. Ekki er hægt að taka frá sæti.
Miðasala og verð: Forsala á sýningarnar verður hjá Kristínu ritara á miðvikudag, fimmtudag og föstudag fyrir árshátíð. Í forsölu kostar hver miði 500 krónur en á sýningardag (laugardag) kosta allir miðar 600 krónur. Krakkar á grunnskólaaldri greiða inn á sýninguna en frítt er fyrir börn undir 6 ára. Fólk sem á börn á fleiri en einni sýningu getur látið vita í miðasölu og fær þá miða fyrir seinni sýninguna án endurgjalds.
Föstudagurinn 20. janúar
Nemendur mæta allir í heimastofur sínar á venjulegum tíma, þ.e. kl. 8:10. Þá hefst undirbúningur sýninga og kl. 9:00 mæta allir nemendur á sal. Við tökum okkur hlé um kl. 10 og þá fara allir nemendur í stofur, borða nesti og teygja úr sér. Þennan dag má koma með safa og sætabrauð til hátíðarbrigða (ath. ekki gos eða sælgæti).
Eftir nesti fara allir nemendur aftur á sal. Eftir frágang og lokaundirbúning fyrir laugardagssýningarnar er hádegismatur.
Skóladegi lýkur á sama tíma og venja er skv. stundatöflu á föstudögum.
Laugardagur 21. janúar
Á laugardegi eru sýningar fyrir fjölskyldur nemenda og aðra gesti. Til að sem flestir geti fengið sæti hafa nemendur ekki verið á sýningum á laugardegi, heldur hafa verið með kennurum sínum í stofum meðan á sýningu stendur. Við biðjum foreldra um að virða þessa reglu. Við biðjum fólk um að sýna tillitssemi og yfirgefa ekki salinn fyrr en allir bekkir hafa sýnt sitt atriði. Til að hljóð skili sér og nemendur fái að njóta sín á sviði verður að vera gott næði í salnum. Foreldrar yngstu barnanna sækja börnin sín í stofurnar að sýningum loknum, svo að allir komist í kaffi eða geti fylgst að heim á leið. Börnin eru á ábyrgð foreldra í kaffihléum og eftir sýningar.
Mæting nemenda á laugardag
Nemendur mæta í heimastofur sínar á laugardag skv. upplýsingum hér fyrir neðan. Þeir nemendur sem eru í upphafi sýninga þurfa að vera mættir í stofu stundvíslega hálftíma fyrir sýningu og allir aðrir þurfa að vera mættir í stofu 15 mínútum áður en sýning hefst (nánari boð um þetta koma frá umsjónarkennurum).
Á árshátíðardaginn er skyldumæting nemenda og þeir mæta í stofur sem hér segir:
1. sýning
1. bekkur í 3. bekkjar stofu
2. bekkur í 6. bekkjar stofu (miðgangi)
3. og 4. bekkur í 7. bekkjar stofu (miðgangi)
2. sýning
allir mæta í heimastofur
3. sýning
Allir mæta í heimastofur
Kaffisala foreldrafélagsins
Foreldrar bjóða upp á stórglæsileg kaffihlaðborð sýningardaginn 21. janúar. Hægt er að kaupa kaffi milli sýninga, strax að lokinni fyrstu og annarri sýningu. Þeir sem koma á síðustu sýninguna fara fyrst í kaffi (um kl. 14).
Ágóði kaffisölunnar rennur til foreldrafélagsins sem m.a. styður við skólastarfið og störf bekkjarráða.
Verð fyrir kaffihlaðborð:
- 1000 krónur fyrir fullorðna
- 500 krónur fyrir börn á skólaaldri.
- Frítt er fyrir börn yngri en 6 ára.
Fulltrúar foreldrafélagsins taka á móti bakkelsi í heimilisfræðistofu milli kl. 10 og 11.
Nauðsynlegt er að merkja brauðföt og kanna hvort hægt sé að fara með þau heim samdægurs, annars að vitja þeirra sem fyrst í heimilisfræðistofuna.
Árshátíðarball
Árshátíðarball verður fyrir nemendur 8.—10. bekkjar laugardagskvöldið 21. janúar.
Matur verður á Greifanum fyrir 10. bekk kl. 19:00. Ballið hefst kl. 21:00 og stendur til miðnættis.
Foreldrar nemenda í 10. bekk, kennarar og starfsmaður frá félagsmiðstöð annast skipulag og gæslu.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.