
Fréttamolar úr MS
3. mars 2022
Dagsetningar framundan
4. mars Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga (til kl. 15.oo)
5. mars - Brautskráning vetrarannar
17. mars - Árshátíð SMS

Vorönn 2022 hafin
Nú er fyrsta kennsluvika vorannar 2022 að líða og gaman að sjá hve mikið líf er í skólanum. Töflubreytingum er að mestu lokið en mikilvægt er að hafa samband við okkur ef það er eitthvað skrýtið í töflunni ykkar sem þið viljið fá skýringar á. Hægt er að segja sig úr áföngum til klukkan 15.oo föstudaginn 4. mars.
Framundan eru spennandi tímar. Stjórnlagaþing SMS er á döfinni í næstu viku, Morfís liðið er að undirbúa sig fyrir spennandi keppni við Versló og árshátíð er fyrirhuguð þann 17. mars. Vonandi fara lægðirnar að stefna eitthvað annað og fyrstu vordagarnir að láta sjá sig, við eigum það skilið!
Borgarstjóri heimsótti MS!
Dagur B. Eggertsson heimsótti skólann okkar í dag og fékk leiðsögn rektors um bygginguna.

Leggjum betur!
Eins og við öll vitum þá eru aðstæður ekkert sérlega góðar á bílastæðum borgarinnar. Á slíkum tímum er enn mikilvægara en áður að virða reglurnar og leggja af tillitssemi. Sérstaklega viljum við minna á að stæði ætluð fötluðum eru EINGÖNGU ætluð þeim sem hafa tiltekin leyfi. Vertu til fyrirmyndar!

Sjúk ást

Undirbúningur hafin fyrir keppnislið næsta árs!
Rafíþrótta- og Gettu betur lið skólans hafa lokið keppni. Næstu skref eru að endurnýja liðin og hefja undirbúning fyrir næsta skólaár, við stefnum enn hærra og mikilvægt að hefjast strax handa. Áhugasamir eru hvattir að til að hafa samband við Kríu.
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir námsstyrki!
Nemendur sem lokið hafa einu ári í íslenskum framhaldsskóla geta nú sótt um styrk til náms í Alþjóðlega menntaskólann í Flekke Noregi. Sjá nánar: