
Fréttamolar úr MS
16. febrúar 2022
Dagsetningar framundan
21. febrúar - Matsdagur
22. febrúar - Matsdagur
23. febrúar - Einkunnaskil fyrir vetrarönn
24. febrúar - Einkunnasýning
25. febrúar - Annarlok
28. febrúar - Upphafsdagur vorannar
1. mars - Kennsla vorannar hefst skv. stundaskrá
Hér er svo hlekkur á skóladagatal skólaársins 2021 - 2022.
Síðasta kennsluvika vetrarannar!

Nú er vetrarönnin að klárast og mikið líf hér í skólanum. Eins og þið vitið er endaspretturinn afar mikilvægur í símatinu og mikilvægt að passa vel upp á öll skil. Í næstu viku eru svo matsdagar í annarlok og það er verulega mikið á dagskránni á mánu- og þriðjudag. Þið ykkar sem hafið misst úr skóla vegna veikinda þurfið að vera vakandi fyrir mögulegum sjúkraprófum og öðru námsmati á komandi matsdögum! Annaskiptin eru alltaf krefjandi tími en ekki síður spennandi, vorönnin bíður full af nýjum tækifærum!
Opnun mötuneytis í matsviku
Á matsdögum verður mötuneytið opið með eftirfarandi hætti:
- 21. - 22. febrúar: Opið kl. 10 - 13
- 23. - 25. febrúar: Lokað
- 28. febrúar: Opið kl. 10 - 13
MS kominn í 8 liða úrslit í Morfís!

Ræðuliði MS tókst að sannfæra dómarana um það í gærkvöldi að fáfræði væri sannarlega ekki sæla! Kolka Rist var ræðumaður kvöldsins og nú verður spennandi að sjá hvaða andstæðingur býður okkar í næstu umferð!
Lið MS skipuðu ásamt Kolku þær Hekla Rist, Bergdís Rúnarsdóttir, Nadía Mist og Sólveig Kristín.
Rafíþróttalið MS keppir við Kvennó í átta liða úrslitum FRÍS!

Skólinn er með lið í þremur greinum og ljóst að framundan er stíf keppni sem sýnt verður frá í sjónvarpi! Leikurinn við Kvennó verður fimmtudaginn 24. febrúar í beinni! Stefnt er að því að sýna beint frá keppninni hér í skólanum!
Fréttir af FRÍS er að finna hér og liðið er með instagram: msund_frís
Gerum betur! Kennslukönnun enn opin!
Athugið að ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Könnunin er aðgengileg í gegnum Innu - í tölvum birtist hún efst í horninu uppi til hægri en í símum þarf að skrolla aðeins niður forsíðuna til að finna könnunina.
Góð þátttaka bætir skólastarfið! Vertu með!