
Delta Kappa Gamma
Alþjóðlegt félag kvenna í fræðslustörfum
Fréttabréf forseta í apríl 2018
DKG á Íslandi
Email: jona.dkg@gmail.com
Website: www.dkg.is-og-www.dkg.org
Phone: 893 2182
Facebook: https://www.facebook.com/groups/456735407744438/
Hugleiðingar forseta í apríl 2018
Kæru formenn
Forseti er nú að prófa sig áfram með nýtt forrit við gerð fréttabréfs og ber þetta bréf þess merki að kunnáttan er ekki mikil ennþá en það stendur vonandi til bóta. Ég veit að þið hafið sjálfar einhvern tímann verið í svipuðum sporum, kannski við önnur viðfangsefni og vitið að eina leiðin til að læra eitthvað nýtt er að æfa sig.
Það glittir í vorið og nú er auðvelt að láta blekkjast af hlýjum dögum og halda að veturinn sé alveg horfinn á braut. Það er nú ekki þannig og reynslan hefur kennt okkur að hann á örugglega eftir að sýna sig svolítið í viðbót. Skólastarf er víða farið að bera þess merki að auðveldara er að skipuleggja margskonar útivinnu. Mér finnst alltaf skemmtilegt að sjá nemendahópa í verkefnum víðsvegar um bæi, það er merki um hversu fjölbreytt skólastarf á Íslandi er í raun og veru. Ég tel mikilvægt að við sem vinnum að menntamálum höldum á lofti því fjölbreytta starfi sem unnið er í flestum skólum landsins. Það getum við gert með því að taka þátt í umræðum og nota þau tækifæri til að eyða gömlum staðalímyndum um skólastarf. Þegar hugsað er tuttugu ár, eða jafnvel lengra, aftur í tímann má leiða líkum að nánast sé um að ræða algjörlega nýtt umhverfi þegar kemur að skólastarfi og kannski á það við um samfélagið allt. Þegar maður stendur sjálfur í hringiðu breytinga verður maður ekki eins var við þær og hættir til að líta á stöðuna sem sjálfsagða og eðlilegan hlut. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að skólinn eigi ekki bara að laga sig að breytingum í samfélaginu heldur eigi hann líka að leggja sig fram um að vera ráðandi afl í því hvernig samfélagið þróast. Þar getum við DKG konur komið sterkar inn meðal annars með því að tala saman og læra hver af annarri eins og tækifæri gefast til bæði í deildastarfinu og ekki síður á þingum þar sem konur úr öllum áttum koma saman.
Vorþing DKG 2018
Forseti er búinn að sitja lengi við að reyna að breyta fyrirsögnunum hér yfir á íslensku en það bar ekki árangur.
Vorþingið okkar verður í Egilsstaðaskóla 5. maí 2018. Þema þingsins verður ,,sköpun, gróska og gleði“. Dagskráin er metnaðarfull og að henni lokinni verður boðið til móttöku og hátíðarkvöldverðar. Við eigum einnig von á góðum erlendum gestum, bæði Carolyn Pittman, alþjóðaforseta og Bjorgu Nakling Evrópuforseta. Ég er orðin spennt og hlakka til að fara austur og sjá og heyra hvað konur á austurlandi eru gera. Það verður líka gaman að hitta alþjóða– og Evrópuforsetana og fá að eiga með þeim fræðandi og skemmtilegar stundir. En mesta skemmtunin felst þó örugglega í samverunni með öllum þessum konum sem hafa ástríðu fyrir menntamálum, þegar slíkur hópur kemur saman er pottþétt að umræður verða málefnalegar og frjóar. Nánari lýsingu má finna á slóðinni https://www.dkg.is/is/thing-og-namskeid/vorthing/vorthing-2018
Saturday, May 5, 2018, 10:00 PM
Egilsstaðir,Ísland
Evrópuráðstefnan 2019
Vefsíðan okkar er á slóðinni www.dkg.is
Vefsíða alþjóðasamtakanna er á slóðinni www.dkg.org
Facebook síðan okkar er líka gagnleg.
Breytingar á samþykktum alþjóðasamtakanna
Dear State Organization Presidents,
Join the international president in a webinar to explore the proposed amendments to the Constitution and International Standing Rules. Members must register to attend a webinar and will view the presentation via computer access. Webinars will be presented at the following times:
- Wednesday, April 25 at 5:00 PM Central Daylight Time
- Tuesday, May 8 at 5:00 PM Central Daylight Time
- Saturday, May 19 at 11:00 AM Central Daylight Time
Please share this information with your chapter presidents and interested members.
To register or for more information visit www.dkg.org.