
Fréttabréf Kópavogsskóla
ágúst 2022
Upphaf nýs skólaárs
- 2.-3. bekkur kl. 8:30
- 4.-6. bekkur kl. 9:00
- 7.-10. bekkur kl. 10:00
Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir ásamt foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara 23. ágúst og sama á við um nemendur námsvers.
Að lokinni skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum í kennslustofur þar sem farið verður yfir helstu upplýsingar. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst kl. 8:00.
Nýir nemendur ásamt foreldrum sínum fá boð um að hitta umsjónarkennara fimmtudaginn 18. ágúst kl. 15. Þar fá þeir kynningu á skólastarfinu og skólahúsinu og geta spurt um það sem upp í hugann kemur. Umsjónarkennarar hafa samband símleiðis við foreldra þeirra í upphafi vikunnar.
Frístund opnar miðvikudaginn 24. ágúst fyrir börn sem eru skráð.
Skólakynningar verða í september og auglýstar fljótlega eftir að skólastarf hefst.
Hádegismatur
Frístund
Frístund er lokuð á skólasetningardag en opnar 24. ágúst.
Framkvæmdir
Það sem gert hefur verið í húsnæðinu er eftirfarandi:
- búið að skipta um alla glugga á gangi unglingastigs. Það var verk sem átti að framkvæma sumarið 2021 en það gafst ekki tími til þess.
- allar stofur á suðurhlið voru unnar þannig að allur múr og einangrun var fjarlægð af útvegg innanverðum, veggurinn slípaður og úðaður áður en hann var einangraður aftur og múraður upp á nýtt. Það er komin ný ofnalögn, ný neysluvatnslögn, allt rafmagn endurnýjað, stofurnar heilmálaðar og nýr dúkur á öll gólf. Búið að fara yfir og lagfæra loftaplötur og ljós svo allar stofurnar eru eins og nýjar.
- til stóð að endurnýja gólfdúka á göngum en ekki gefst tími til þess og það verður því gert sumarið 2023.
- Í smíðaatofu verður skipt um glugga á austurhlið en það er verk sem ekki náðist að fara í sumarið 2021.
Tvö ný leiktæki koma á lóð skólans en nánar um það hér fyrir neðan.
Á myndinni hér fyrir neðan sést staðan 16. ágúst en gert er ráð fyrir að allar kennslustofur á efri gangi verði tilbúnar 22. ágúst. Stofur á neðri gangi verða væntanlega tilbúnar 26. ágúst en það kemur ekki að sök því við finnum aðra lausn í nokkra daga.
Skólalóð
Þróunarverkefni á skólaárinu
Úr Sprotasjóði fékkst styrkur að upphæð kr. 1.500.000- vegna verkefnisins Á leið til framtíðar en markmið verkefnisins er að ,,aðstoða nemendur með ólíkan menningar- og tungumálabakgrunn að byggja upp og þróa sínar eigin rafrænu námsbækur í íslensku. Til þess nýta nemendurnir möguleika skjápenna og ýmisa smáforrita (appa) í spjaldtölvu (iPad). Með þessari nálgun geta nemendur haft meiri áhrif á eigið nám og aukið hæfni sína í verkefnum sem þeir hafa valið sjálfir eða með hjálp kennara." Verkefnið er sniðið að nemendum námsvers skólans og að nemendum af erlendum uppruna.
Verkefnið Að fanga fagmennskuna er styrkt af Endurmenntunarsjóði um kr. 220.000- Markmið verkefnisins er að aðstoða kennara við að þróa og breyta kennsluháttum og aðlaga kennsluáætlanir að þörfum nemenda með miklar sérþarfir hvort sem er vegna námserfiðleika eða erfiðleika vegna annars móðurmáls en íslensku. Þar er horft til rafrænnar tækni og aukinnar samþættingar námsgreina.
Í báðum þessum verkefnum er samstarf við sérfræðinga á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Yfirlit yfir þróunarverkefni undanfarinna ára er a finna á heimasíðu skólans.