
Stuttmynd - verkefni 6.HM
Unnið í tilefni af 30 ára afmæli Setbergsskóla
Fréttabréfið vann Steinar Bragi Sigurjónsson, nemandi í 6.HM á meðan á vinnunni stóð.
Erfitt en gaman
Samvinnuverkefni bekkjarins - allir eru góðir í einhverju.
Lagt var upp með að hæfniviðmið þessa verkefnis væru fyrst og fremst:
- Nemandi getur gert sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og verið virkur félagslega.
- Nemandi getur unnið með öðrum að skipulögðum verkefnum sem tengjast námi og félagsstarfi innan skóla á jákvæðan hátt.
En fljótlega kom í ljós að verkefnið kemur inn á lykilhæfni samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og tengdist flest öllum námsgreinum. Neðst í fréttabréfinu má sjá myndrænt skipulag kennara ásamt yfirlitsmynd yfir lykilhæfnina og samþættinguna tengda verkefninu.
Hugmyndin þróaðist smátt og smátt og varð að veruleika. Allir lögðu hönd á plóg en verkefnið þurfti að vinna frá A-Ö, ekkert var tilbúið þegar verkefnið var kynnt nemendum eða aðeins hugmyndin, restin var komin í hendur nemenda:
Verkefnið frá A - Ö
1. Handritagerð
Hollráð:
2. Senuborð (e. Storyboard)
Hollráð:
3. Leiklestur
Upptökurnar eru síðan látnar inn í myndina í síðasta skrefinu:Hljóð,klipping og frágangur.
4. Búningagerð
5. Forritun
Vélmennin; Sphero kúlur og Dash.
Sphero
Meðal söluaðila: Sphero,Apple og Epli á Íslandi.
Sphero sér um að leika öll hlutverkin fyrir utan pac-man og Iron-man. Sphero hefur gaman að því að rúlla sér og hafa gaman. Möguleikarnir með Sphero eru endalausir en m.a er hægt að prófa að láta Sphero snúast í hring,fimmhyrning eða kassa :)
Dash
Meðal söluaðila: Wonder Workshop, Amazon og A4 skólavörur.
Dash sér um að leika pac-man. Dash hefur meira gaman að því sem í kringum hann er heldur en Sphero og er jafnframt smá yngri en Sphero! Dash hefur hæfileika til að tala og gera margt,margt annað en fyrir þá sem finnst Dash of stór geta þeir fengið sér litla-bróðir Dash sem heitir Dot!
5. Kvikmyndataka
6. Klipping, hljóð og frágangur
Klippa þarf og sjá til þess,
að nú eitthvað heyrist.
Láta inn og senda frá,
svo við njótum lífsins.
Við eigum meira fjör
Myndir
Upptaka
Kynning fyrir kennara frá Þýskalandi.
Möguleikar Dash prófaðir.
Hárkollugerð
Story board
Að hugsa í lausnum.
Leiklestur
Búningateymi
Vandvirkni
Afraksturinn: Stuttmyndin ,,Ferðin til ömmu".
Heimildarmynd um verkefnið
Faglegar hugleiðingar kennara.
Eftirmáli
ÞETTA ER EKKI BÚIÐ
Þótt að þessu verkefni sé lokið er ekki hér með sagt að þetta er búið.
Tækninni fleytir áfram og hver veit nema að á morgun verði gerð heil kvikmynd þar sem vélmenni eru í aðalhlutverki. Innan Setbergsskóla starfar spjaldtölvu teymi sem stöðugt leggur áherslu á að finna nýjar leiðir til að gera nám nemenda fjölbreyttara og skemmtilegra. Nemendur hafa verið duglegir að tileinka sér nýbreytnina og hafa mörg skemmtileg verkefni komið frá spjöldunum úr smiðju Setbergsskóla.
En nú er vert að minnast á að sumarið er að ganga í garð svo áður en lengra er haldið skulum við njóta þess sem framundan er
Gleðilegt sumar og takk fyrir okkur. :)
Setbergsskóli
Teikningin hér til hliðar er unnin af Vígdísi Weisdóttur í 2. RÁ.
Email: setbergsskoli@setbergsskoli.is
Website: http://www.setbergsskoli.is/
Location: Hlíðarberg 2, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: (354)565-1011