![page background](https://cdn.smore.com/u/backgrounds/custom_bg-5e46be53eaed1c30f014e09b-a0b971375edf.jpg)
Nesskólafréttir
Fréttabréf vegna skólastarfs næstu daga/vikna
Vinasel
Allir fengu nemendurnir þó útfrí í morgun, mat í matsal og uppbrot á Vinaseli. Allt samt eftir settum reglum. Ykkur alveg óætt að hrósa börnum ykkar fyrir hversu dugleg þau eru að hlýða varðandi handþvott, sprittun og allt þetta sértæka umstang sem þau þurfa að þola núna. Í framhaldinu er mjög gott ef allir sem geta og eiga börn á Vinaseli sæki þau um 15:00 svo hægt verði að komast í þrif á stofunum. Stofurnar eru nefnilega í stanslausri notkun frá skólabyrjun og ekkert hægt að sameina hópa. Þegar þið komið að skólanum til að sækja er best að hringja í 4771124, við síðan látum vita í stofurnar um að hægt sé senda börnin að þeirra inngangi (útgangi :)). Enn og aftur kærar þakkir fyrir góða aðstoð.
Nesskóli
Email: nes@skolar.fjardabyggd.is
Website: www.nesskoli.is
Location: Skólavegur, Neskaupstadur, Iceland
Phone: 4771124
Facebook: https://www.facebook.com/Nessk%C3%B3li-1629687307303414/
Fjarkennsla 7. - 10. bekkjar
Matur
Veikindi og leyfi frá skóla, mikilvægt að kynna sér
Þurfi barn að vera heima er mikilvægt að forráðamenn setji sig í samband við skólann svo umsjónarkennari geti skipulagt nám viðkomandi barns í samráði við forráðamenn.
Sýni nemandi einkenni sem líkjast sjúkdómseinkennum sem tengjast kórónaveirunni skal hann ekki sækja skóla og foreldrar vera í samráði við heilbrigðisyfirvöld um dvöl þeirra heima (sími 1700).
Algengustu einkennin eru hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein- eða höfuðverkur.
Mjög mikilvægt er að senda ekki nemendur í skólann nema foreldrar séu fullvissir um að nemendur hafi náð sér af veikindum hafi þau verið lasin. Eins og stendur er ekki í boði að nemendur "jafni" sig eftir veikindi í skólanum, þ.e. innivera að loknum veikindum.