

Hvalrekinn
7. desember 2023
Jólakveðja frá starfsfólki
Við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleði- og hamingjuríkra jóla.
Megi gæfa og góð heilsa umvefja ykkur um hátíðina og á nýju ári.
Með kærleikskveðju,
stjórnendur og starfsfólk Hvaleyrarskóla.
Miðvikudagurinn 13. desember
- Jólapeysudagur - bæði starfsmenn og nemendur eru hvattir til að koma í jólapeysu.
- Jólamatur hjá Skólamat verður einnig þennan dag.
Litlu-jólin miðvikudaginn 20. desember
Nemendur mæta sem hér segir:
- Kl. 8:20 - 10:30, nemendur í 1. og 2. bekk
- Kl. 9:00 - 11:00, nemendur í 3. og 4. bekk
- Kl. 9:50 - 11:50 nemendur í 5., 6. og 7. bekk
- Kl. 9:15 - 11:15 nemendur í 8., 9. og 10. bekk
- Gæsla verður fyrir þá nemendur í 3. og 4. bekk sem þurfa frá kl. 8:20 - 9:00.
- Umsjónarkennarar munu fylgja þeim nemendum sem skráðir eru í Holtasel þangað að litlu jólum loknum.
- Athugið að það er ekki hádegismatur þennan dag og mikilvægt að nemendur er fara í Holtasel komi með hádegisnesti. Það verður síðan síðdegishressing.
Öðruvísi jóladagatal hjá nemendum í yngstu deild
Nemendur í yngstu deild taka þátt í „Öðruvísi jóladagatali“ sem er á vegum SOS barnaþorpa. Þetta er sjötta árið í röð sem við tökum þátt í verkefninu. Í fyrra söfnuðust 100 þúsund krónur sem fóru í að styrkja nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS barnaþorpana í Malaví og í ár verður áfram safnað í fjölskylduverkefnið. Tilgangurinn með fjölskyldueflingunni er að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fötum.
Jóladagatalið gengur út á það að á hverjum degi sjá nemendur myndbönd frá ólíkum löndum í heiminum.
Í ár ætlum við meðal annars að heimsækja Jórdaníu, Eþíópíu, Líbanon, Keníu, Bosníu Hersegóvínu, Kólumbíu, Mósamík og Nepal.
Hverjum degi fylgja umræðupunktar til að nemendur geti rætt saman um efni dagsins og einnig verður hægt að vinna ýmis verkefni í tengslum við hvern dag.
Kennsla hefst að loknu jólafríi samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar 2024
Á döfinni í janúar 2024
Kennsla hefst fimmtudaginn 4. janúar
Lesferill – allir nemendur prófaðir í 1. – 10. bekk
Orðarún – nemendur í 3. – 8. bekk prófaðir
Logos skimun, jan – feb. nemendur í 3. bekk
Valgreinar vorannar hefjast 15. janúar
Námsviðtöl þriðjudaginn 6. febrúar
Slökkviliðið í heimsókn
Þriðjudaginn 28. nóvember kom slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í heimsókn til okkar í Hvaleyrarskóla. Þetta er árviss heimsókn slökkviliðsins í grunnskóla höfuðborgarsvæðisins í þeirra eldvarnarátaki. Nemendur fengu fræðslu á sal og síðan var haldið út þar sem sjúkrabíll og slökkviliðsbíll voru skoðaðir.
Lestrarsprettur í nóvember
Lestrarsprettii 2023 „Lestur er líkamsrækt heilans“ lauk þann 1.des. og stóðu krakkarnir sig mjög vel. Í tilefni þess var haldin uppskeruhátíð hér í skólanum. Allir nemendur fengu mjólk og kleinu.
Við þökkum ykkur góðan lestrarsprett og hvetjum ykkur til að halda áfram að lesa með barninu/börnunum ykkar.
Jólabingó Versins
Piparkökumálun foreldrafélagsins
Sunnudaginn 26. nóvember hélt foreldrafélagið piparkökudag með piparkökumálun á sal skólans. Málunin stóð frá kl. 11:00 til 13:00. Viðburðurinn var fyrir nemendur úr öllum bekkjum skólans ásamt fjölskyldum.
Foreldrafélagið bauð upp á piparkökur og glassúr. Einhverjir mættu með sitt eigið kökuskraut.
Þá var 10. bekkur með fjáröflun fyrir vorferð. Þau seldu kaffi, kakó og vöfflur. Mætingin var mjög góð og það góð að nemendur seldu upp allt það sem þau ætluðu að selja.
Mjög góð mæting var af nemendum og foreldrum.
Dagskrá Versins í desember 2023
Bekkjartenglar geta sótt um styrk fyrir viðburðum
Eins og undanfarin ár hefur Foreldrafélag Hvaleyraskóla ákveðið að styrkja bekkjartengla í 1. - 5. bekk um hámark 10.000 kr. á önn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með bekkjunum. Fyrirkomulagið er þannig að kvittanir fyrir útlögðum kostnaði auk samantektar á heildarkostnaði er send á póstfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@hvaleyrarskoli.is). Þar sem fram þarf að koma er; nafn bekkjar og tilefni (hvað var gert með bekknum) og nafn, kennitala og bankaupplýsingar bekkjartengils. Foreldrafélagið endurgreiða útlagðan kostnað eftir um viku.
Það er mikilvægt að efla starfið í foreldrafélaginu og í kringum börn okkar.
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/