
Fréttabréf Síðuskóla
1. bréf - ágúst - skólaárið 2023-2024
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Þá er sumarleyfið að baki og munum við hefja skólastarfið með skólasetningu þann 22. ágúst, kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:10 nema hjá 1. bekk. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar fá póst frá umsjónarkennurum varðandi að bóka viðtal. Sjá nánar hér neðar í fréttabréfinu.
Eins og staðan er í dag þá eru um 380 nemendur í skólanum og 90 starfsmenn. Við bjóðum bæði nýja nemendur og nýtt starfsfólk velkomið í hópinn til okkar. Breytingar hafa orðið á umsjónarkennurum í 7. og 8. bekk frá því sem sent var út í fréttabréfi í júní. Neðar í fréttabréfinu má sjá hverjir eru umsjónarkennarar árganga.
Einnig viljum við nefna það að í ágúst mun elsta deild á Krógabóli flytja í C- álmu skólans.
Framkvæmdir á skólalóðinni eru á fullu þessa dagana og standa vonir til að svæðið verði tilbúið fyrir utan körfuboltavöllinn þegar skólastarf hefst. Innanhúss er líka töluvert rask þar sem unnið að ýmsum lagfæringum. Þeim ætti að mestu að verða lokið þegar skólastarf hefst.
Við hlökkum til samstarfs við ykkur á komandi skólaári og munum hafa einkunnarorð skólans að leiðarljósi en þau eru ábyrgð, virðing og vinátta. Við þurfum að vera samstíga í að byggja upp framsækinn og öflugan skóla þar sem allir eru metnir að verðleikum og líður vel.
Með góðri kveðju!
Ólöf, Malli og Helga
Skólasetning Síðuskóla 2023
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með tölvupósti.
Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.
Heimastofur árganga og inngangar
Skráning í mat
Skráning í matar-, ávaxta- og mjólkuráskrift fer fram á vala.is með rafrænum skilríkjum. Skráning frá síðasta skólaári helst óbreytt inni nema skráningu sé breytt á vala.is
Eins og sumum er kunnugt varð breyting á innheimtu fyrir áskrift í mat, ávexti og mjólk. Búið er að taka út alla daga þar sem ekki er skóli t.d. skipulagsdaga, viðtalsdaga, haust-,vetrar-, jóla- og páskafrí. Síðan er skóladögum deilt á tímabilið 1. september til 31. maí og greitt fast verð.
Fast mánaðarverð með fyrirvara um gjaldskrárbreytingar er svona:
Mataráskrift 10.388 kr.
Ávaxtaáskrift 2.018 kr.
Mjólkuráskrift 892 kr.
Skóladagurinn
Skólinn opnar kl. 7.45. Boðið er upp á frían hafragraut á morgnana áður en skóli hefst og í frímínútum fyrir 8.-10. bekk.
1. bekkur
Miðvikudaginn 23. ágúst gefst 1. bekkingum kostur á að nýta frístund fyrir hádegi sér að kostnaðarlausu. Almenn vistun í frístund hefst svo kl. 13:15 þann sama dag. Þeir sem vilja nýta frístund á þessum tíma eru beðnir um að senda póst á Silfá, forstöðumann Frístundar, silfa@akmennt.is.
Umsjónarkennarar skólaárið 2023-2024
- 1. bekkur - Lilja Þorkelsdóttir, Matthildur Stefánsdóttir og Þórunn Hafsteinsdóttir
- 2. bekkur - Gréta Björk Halldórsdóttir og Soffía J. Gunnlaugsdóttir
- 3. bekkur - Fríða Rún Guðjónsdóttir og Magnea Guðrún Gróa Karlsdóttir
- 4. bekkur - Arna Valgerður Erlingsdóttir og Rannveig Heimisdóttir
- 5. bekkur - Hafdís María Tryggvadóttir og Kolbrún Sveinsdóttir
- 6. bekkur - Gunnar Símonarson og Sigríður Emilía Bjarnadóttir
- 7. bekkur - Andrea Diljá Ólafsdóttir, á eftir að ráða umsjónarkennara
- 8. bekkur - Jóhanna Ásmundsdóttir, Sonja Björk Dagsdóttir og Þröstur Már Pálmason
- 9. bekkur - Hulda Guðný Jónsdóttir, Katrín María Hjartardóttir og Sigríður Jóhannsdóttir
- 10. bekkur - Ólafur Haukur Tómasson og Þorbjörg Ólafsdóttir