
Námstefna í Byrjendalæsi
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri
11. september 2020
Í Byrjendalæsi er lögð áhersla á að börn kynnist áhugaverðum bókmenntum og fræðitextum. Barnabókmenntir og aðrir gæðatextar eru nýttir í lestrarkennslunni til að kenna tengsl stafs og hljóðs, efla lesskilning og kveikja áhuga barna á lestri og bókmenntum.
Föstudaginn 11. september 2020 hélt Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri fyrstu rafrænu námstefnuna um Byrjendalæsi. Námstefnuna sóttu tæplega 400 kennarar af öllu landinu.
Í fréttabréfinu má finna dagskrá námstefnunnar, umfjöllun um erindin og efni frá fyrirlesurum.
Dagskrá
13:00
Setning
Gunnar Gíslason, forstöðumaður MSHA
13:05
Read the World: Rethinking literacy for empathy and action in a digital age
Kristin Ziemke, kennari og sérfræðingur í læsi og upplýsingatækni
14:00
Samþætting læsis og náttúruvísinda á yngsta stigi
Dr. Brynhildur Bjarnadóttir, dósent við HA
14:30
Orðræða um Byrjendalæsi: Menntapólitísk átök
Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA
15:00
Spjaldtölvur í ritun - starfendarannsókn
Dr. Rannveig Oddsdóttir, lektor við HA og Anna Sigrún Rafnsdóttir, kennari og sérfræðingur við MSHA
15:30
„Mamma, ég er bókþrota!“
Ráð og hugmyndir um bókaormaeldi - yndislestur
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við HA
16:00
Ráðstefnuslit
Anna Sigrún Rafnsdóttir, kennari og sérfræðingur við MSHA
Fyrirlesarar
Kristin Ziemke
Read the World: Rethinking literacy for empathy and action in a digital age
“As society and technology change, so does literacy (NCTE Digital Literacy position statement, 2019).” From books to onscreen text to digital media, students have more opportunities than ever before to access, interact and build new knowledge. Today’s classroom realizes the promise of technology and identifies new strategies to fuel critical consumption and comprehension. Using high-quality mentor tech we teach students to think across mediums and perspectives to understand the world.
In this session, Kristin will guide attendees to update their reading pedagogy for a digital age and provide easy to implement minilessons that engage all students, spark curiosity, and promote joyful learning.
Kristin Ziemke starfar sem kennari í Boston en vinnur samhliða kennslunni sem sérfræðingur hjá Big Shoulders Fund í Chicago, þar starfar hún með skólum við umbætur á námi og kennslu. Hún hefur vakið athygli víða um heim fyrir störf sín og heldur reglulega erindi þar sem hún fjallar um hvernig hægt er að þróa og efla nám og kennslu með upplýsingatækni.
Kristin er meðhöfundur bókanna:
Amplify: Digital Teaching and Learning in the K-6 Classroom,
Read the World: Rethinking Literacy for Empathy and Action in a Digital Age og
Connecting Comprehension and Technology.
Kristín hefur ferðast víða um heim og kynnt aðferðir sínar á ráðstefnum og í vinnustofum, þar að auki hefur hún fjallað um læsi og upplýsingatækni í sjónvarpi og útvarpi og meðal annars verið gestur hjá Oprah Winfrey Show, Good Morning America og í Menntavarpi Ingva Hrannars.
Efni frá Kristinu Ziemke
Kristin á samfélagsmiðlum
Viðtöl við Kristinu Ziemke
Blogg fyrir börn
Dr. Brynhildur Bjarnadóttir, dósent við HA
Samþætting læsis og náttúruvísinda á yngsta stigi
- Hvernig er best að haga samþættingu læsis og náttúruvísinda á yngsta stigi?
- Hvernig getum við nýtt okkur aðferðir Byrjendalæsis til að efla skilning og þekkingu nemenda á yngsta stigi innan náttúruvísinda?
- Hvaða kennsluaðferðir henta?
- Hvaða kennsluefni er í boði?
Í erindinu er ætlunin að leita svara við ofangreindum spurningum. Horft verður á mikilvægi þess að byggja upp orðaforða og hugtakanotkun gegnum lestur, sem nýtist nemendum í náttúruvísindanámi. Kennsluaðferðir þar sem unnið er með þætti eins og reynslu, áhugahvöt og umhverfi hafa reynst vel. Mikilvægi þess að byggja upp fjölbreyttan orðaforða með hugtökum úr náttúrunni er ótvírætt og hægt er að vinna með slíka þætti bæði utan og innan kennslustofunnar. Kennsla úti í náttúrunni (útikennsla) hentar afar vel til að hjálpa nemendum við merkingasköpun á hugtökum sem þeir lesa um inni í skólastofunni þ.e. að byggja brúna milli orðanna í kennslubókinni og raunverulegs skilnings barnsins á hugtakinu.
Framboð á lestrar- og kennsluefni skiptir miklu máli þegar unnið er að því að vekja áhuga barna á náttúruvísindum. Bókaflokkar eins og Allt milli himins og jarðar og Komdu og skoðaðu, hafa reynst vel til kennslu á yngsta stigi.
Dr. Brynhildur Bjarnadóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún hefur unnið við kennslu og rannsóknir innan náttúruvísinda um árabil og meðal annars skoðað hvernig nýta megi náttúruna sem uppsprettu kennsluhugmynda.
Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA
Orðræða um Byrjendalæsi: Menntapólitísk átök
Í ágúst 2015 birti Menntamálastofnun minnisblað þar sem sýnt var að dregið hafði úr árangri skóla í samræmdum prófum í íslensku í 4. bekk eftir að þeir höfðu tekið upp kennsluaðferðina Byrjendalæsi. Í kjölfar minnisblaðsins varð snörp umfjöllun um framsetningu á tölulegum gögnum, meint árangursleysi Byrjendalæsis og kröfur um notkun raunprófaðra náms- og kennsluaðferða í skólastarfi. Áhugavert er að rýna í umræðuna um Byrjendalæsi og greina undirliggjandi þræði hennar og er það efni málstofunnar.
Unnið var út frá spurningunni Hvernig birtist menntapólitík í umfjöllun um Byrjendalæsi haustið 2015. Orðræðuaðferð var beitt við að greina mynstur, stef, mótsagnir og þagnir í umfjölluninni. Stuðst var við efni sem birtist í fjölmiðlum, á prenti og vef, einkum í ágúst og september 2015. Ekki er tekin afstaða til ágætis Byrjendalæsis, heldur reynt að varpa ljósi á undirliggjandi menntapólitíska strauma í málinu sem slíku.
Með umfjöllun um Byrjendalæsi skapaðist vettvangur til að viðra ýmsar hugmyndir um nám og kennslu og takast á um þær. Meðal annars var tekist á um sýn á læsi, gildi og tilgang rannsókna í skólastarfi, sjálfstæði skóla og fagmennsku kennara og áherslu á mælingar, stöðlun og samræmingu í skólastarfi sem eru einkenni sem tengja má við læsisátak hérlendis sem hleypt var af stað í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun og hugmyndir sem kenndar eru við ýmsa alþjóðastrauma í menntun (The Global Educational Reform Movement (GERM)).
Í málstofunni verða dregin fram menntapólitísk átök í orðræðunni um Byrjendalæsi eins og þau birtust í fjölmiðlum haustið 2015. Jafnframt verður lagt mat á hvað eimir eftir af þeirri snörpu orðræðu sem átti sér stað.
Guðmundur Engilbertsson er lektor við Háskólann á Akureyri. Sérsvið hans er læsi, nám og kennsla. Guðmundur hefur leyfisbréf til starfa á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og hefur reynslu af kennslu í grunnskóla og tónlistarskóla.
Anna Sigrún Rafnsdóttir, sérfræðingur hjá MSHA og dr. Rannveig Oddsdóttir, lektor við HA
Spjaldtölvur í ritun - starfendarannsókn
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig efla mætti ritun hjá nemendum á yngsta stigi með snjalltækni. Í erindinu verður sagt frá því hvernig vinnan gekk fyrir sig, hvað kennarar lærðu af því að taka þátt í verkefninu, hvernig börnin lærðu á snjalltækin og hvaða áhrif verkefnið hafði á textaritun þeirra.
Anna Sigrún Rafnsdóttir hefur starfað sem grunnskólakennari síðan 1992 og vinnur nú sem sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við HA. Anna Sigrún hefur kennt eftir aðferðum Byrjendalæsis í 14 ár.
Dr. Rannveig Oddsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún hefur sérhæft sig á sviði læsis með áherslu á málþroska, lestur og ritun barna í leikskóla og fyrstu árum grunnskóla. Rannveig hefur kennt á öllum skólastigum, tekið þátt í þróunarstarfi í leik- og grunnskólum og stundað rannsóknir á læsi barna.
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við HA
„Mamma, ég er bókþrota!“
Ráð og hugmyndir um bókaormaeldi - yndislestur
Áður en formlegt lestrarnám hefst er sprunga byrjuð að myndast milli bókaorma og bóklausra. Gjáin breikkar alla skólagönguna, börnin sem eru áhugasöm um lestur lesa meira en hin og öðlast fyrir vikið betri orðaforða og þar með lesskilning sem auðveldar þeim að lesa ennþá meira. Það má því segja að eitt mikilvægasta, og jafnframt snúnasta, viðfangsefni kennara á yngsta stigi sé að tendra og örva lestrarlöngun nemenda. En hvernig gerum við það? Hvað þarf að hafa í huga og hvað ber að varast?
Höfundur talar sem fræðimaður, barnabókahöfundur og móðir þriggja bókaorma. Yfirskrift erindisins er höfð eftir 8 ára dóttur.
Áhugaverðar bækur um Byrjendalæsi
Byrjendalæsi, rannsókn á innleiðingu og aðferð
Í bókinni Byrjendalæsi - rannsókn á innleiðingu og aðferð greina ellefu fræðimenn frá niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar á Byrjendalæsi. Fjallað er um nám og kennslu undir merkjum aðferðarinnar, þróunarstarf sem miðar að innleiðingu hennar í skóla og samstarf kennara og foreldra.
Í bókinni er leitast við að sameina fræðileg og hagnýt sjónarmið til að gefa innsýn í fræðilegar forsendur Byrjendalæsis, kynna niðurstöður rannsóknarinnar og veita leiðsögn um stefnumótun og aðgerðir til að efla læsismenntun.
Hið ljúfa læsi
Bókin Hið ljúfa læsi fjallar um læsi og læsiskennslu í 1.-10. bekk. Hún er skrifuð sem handbók í læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema.
Við ritun bókarinnar var leitað í smiðju fjölda erlendra fræðimanna sem hafa rannsakað árangursríka læsiskennslu. Leitast er við að kynna hagnýtar leiðir í kennslu sem taka mið af þessum rannsóknum. Inn í læsiskennslu fléttast námsaðlögun, samvinnunám, samræða í námi, félagastuðningur, áætlanagerð, sjálfstæð vinnubrögð og athafnamiðað nám.
Á minnislykli sem fylgir bókinni er fjöldi verkefna og stoðkorta fyrir nemendur, ásamt efni fyrir kennara.
Bækur eftir Kristinu Ziemke
Read the World
Our society is flooded with technology. It enables people to connect, it amplifies voices, and it has the power to enrich lives. Yet our society can be so distracted by the possibilities of technology that we can forget it is our humanity—and the stories we share—that make it meaningful. As educators, it is up to us to ensure that students know how to use all the resources available to them to think critically and compassionately about the world.
In Read the World, Kristin Ziemke and Katie Muhtaris draw from their own rich pedagogical background and classroom experience to provide teaching strategies and flexible lessons that support students in acquiring the skills they need to thrive—academically, socially, and emotionally—in today’s digital world. Kristin and Katie layer research-based instructional strategies, a student-centered approach, and strategic use of technology to outline a path that:
- builds upon what students already know about reading and interacting with print and provides new strategies for comprehending digital mediums like images, web content, eText, and more
- provides practical suggestions for centering curricula around empathy
- supports student agency and engages learners to employ the skills they’ve learned to take action on issues to benefit the lives of others, as well as their own
- offers resources, guidelines, and suggestions for teachers to help ensure that students are accessing print and digital stories which reflect their own experiences and a wide array of experiences that differ from their own.
Our students have been raised in a digital culture; now we need to guide them to use technology to tell their stories, hear the stories of others, and take action. With modeling, explicit instruction, and time for practice, we can—and must—teach students to build bridges, eliminate barriers, and thrive in this world. Start where it makes sense for your school and community and provide students the tools, teaching, and opportunity to rethink literacy and read the world.
Amplify
Using technology doesn’t mean that we throw out those strategies that we’ve found to be successful with students,” write Katie Muhtaris and Kristin Ziemke. It’s not the tools—it’s what we do with them that counts.
Katie and Kristin start with our most important educational goals—literacy, independence, and critical thinking—and helps you connect them to the technology available in your classroom or school. You’ll help students dig into texts, research their questions, and create powerful learning communities by using digital tools effectively, responsibly, and in combination with trusted artifacts and print resources.
Amplify does exactly what the title implies. "When introducing technological tools, we often apply the same practices and strategies we use in our daily teaching, but amplify their power with technology,” write Katie and Kristin. “We model what we want students to do with the technology, guide them to try it out with us, provide time for practice, then share as a class.”
They help amplify your literacy curriculum with lessons and guidance for:
- explicitly teaching kids how to be effective digital readers and thinkers
- giving students practice with closely reading images, infographics, and video
- emphasizing student ownership and creativity
Whether you are in a 1:1 school, want to squeeze everything you can out of the one device in your classroom, or your school is encouraging you to use more digital tools, read Amplify. You’ll discover how to gradually release responsibility to empower students as you—and your students—make the most of any technology.
Connecting Comprehension & Technology
When we begin our technology journey by grounding it in time tested comprehension instruction, we ensure that our use of technology is meaningful and authentic. We help students see the natural links between strategies they use in print text and the strategies they need to use when navigating the vast digital world.
Active literacy strategies matter now more than ever! Our students are growing up with dynamic information systems and constantly changing online texts. Connecting Comprehension & Technology will help you expand your students' literacy toolkit to incorporate practices that help them thrive in this digital world.
Offering the know-how born from years of classroom experience and clear steps for getting started, Connecting Comprehension and Technology provides practical lessons that teach students how to navigate, evaluate, collaborate, and communicate through digital resources. Not limited to specific hardware or software, lessons are designed around technical functions; tools readily accessible to students in their world and easily adopted in your school, whether you are taking your first steps into technology or looking to leverage existing resources.
Myllumerki námstefnunnar
#BL20
Við hvetjum þátttakendur til að vera duglega að tísta fréttum frá viðburðinum á samfélagsmiðlum.
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri
Email: gunnarg@unak.is
Website: https://www.msha.is
Location: Háskólinn á Akureyri - University of Akureyri, Norðurslóð, Akureyri, Iceland
Phone: 4608590
Facebook: https://www.facebook.com/midstodskolathrounarha
Twitter: @MSHA_UNAK