Fréttabréf Lundarskóla
Nóvember 2023
Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Lundarskóla.
Tíminn líður hratt og nóvembermánuður að ganga í garð. Það er margt framundan hjá okkur í skólanum og þá má sérstaklega nefna þemadagana sem verða hjá okkur nú í vikunni. Einnig verða viðtalsdagar í mánuðinum, starfsdagur og jólaundirbúningur í lok mánaðar. Hér neðar má sjá nánari upplýsingar í tengslum við þessa daga og fl.
Þemadagar – foreldrum boðið í heimsókn í skólann föstudaginn 3. nóvember
Núna á miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða þemadagar í Lundarskóla. Þessir dagar eru tileinkaðir Astrid Lindgren og þá vinna allir nemendur að verkefnum sem tengjast þemanu.
Matartímar á þemadögum verða með öðru sniði en venjulega og skóladegi lýkur í sumum árgöngum á öðrum tíma en venjulega. Skipulagið er eftirfarand:
- Klukkan 11:15 – 12:15 fara nemendur í 4. – 6. bekk í mat og skóladegi lýkur kl. 13:15 (4. bekkur kl. 13:05).
- Klukkan 11:45 – 12:15 fara nemendur í 7. – 10. bekk í mat og skóladegi lýkur kl. 13:10 (ekkert innanskólaval kennt en nemendur sækja utanskólavalgreinar).
- Klukkan 12:20 – 12:50 fara nemendur í 1. – 3. bekk í mat og skóladegi lýkur á venjulegum tíma og Frístund starfar eins og venjulega.
Á föstudaginn næsta þann 3. nóvember verðum við með opið hús þar sem foreldrum/forráða-mönnum gefst tækifæri til að koma í skólann, skoða verk nemenda og upplifa skólabraginn á eftirfarandi tímum:
- Klukkan 11:30 – 12:30 opið hús fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 4. – 10. bekk.
- Klukkan 11:00 – 12:00 opið hús fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 1. – 3. bekk.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll.
Skipulagsdagur þriðjudaginn 7. nóvember
Þann 7. nóvember verður skipulagsdagur og þá mæta nemendur ekki í skólann. Þessi dagur er frídagur hjá nemendum en starfsfólk skólans undirbýr sig fyrir foreldraviðtöl og fl.
Frístund verður opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir í hana.
Viðtalsdagur 15. nóvember
Nemenda- og foreldraviðtöl verða miðvikudaginn 15. nóvember og þá er gert ráð fyrir að foreldrar mæti með börnum sínum í viðtölin. Ef foreldrar óska eftir að hafa viðtölin rafræn þurfa þeir að hafa samband við umsjónarkennara með það.
Bókun í viðtöl fer fram í gegnum Mentor og þegar kennarar hafa skrá inn viðtals bil þá birtist flís á Mentor þar sem þið getið skráð ykkur í viðtal.
Stjórnendur hvetja foreldra til að mæta í Lundarskóla í viðtölin því oft verða viðtölin persónulegri þegar fólk mætir á staðinn.
Engin hefðbundin kennsla fer fram þennan dag en vissulega verður Frístund opin og þeir nemendur sem verða þar fá mat.
Á viðtalsdeginum verða nemendur í 6. bekk með bakkelsi til sölu til fjáröflunar vegna fyrirhugaðrar skólaferðar að Reykjum á næsta ári. Umsjónarkennarar í 6.bekk sjá um skipulagið með sínum nemendum og í samráði við foreldra.
Ef eitthvað er óljóst varðandi viðtölin er foreldrum bent á að hafa samband við umsjónarkennara. Einnig hafa umsjónarkennarar samband við foreldra ef einhverjar breytingar eiga sér stað varðandi viðtölin og tímasetningar á þeim.
Foreldrafélagið
Foreldrafélag Lundarskóla hélt aðalfund félagsins fyrir skömmu. Á fundinum var kosið í nýja stjórn félagsin, farið yfir lög og reglugerðir ásamt því að upplýsa þá sem sátu fundinn um störf félagsins. Í stjórn foreldrafélagsins eru Harpa Hannesdóttir, Íris Elfa Moritz Aðalgeirsdóttir, Magnús Jón Hilmarsson, Nanna Ýr Arnarsdóttir, Valgerður Húnbogadóttir og Vilborg Hjörný Ívarsdóttir.
Stjórnendur Lundarskóla óska foreldrafélaginu velfarnaðar í starfi með von um gott samstarf.
Bekkjarfulltrúar
Fljótlega munu deildarstjórar eldri og yngri deildar boða bekkjarfulltrúa á fund með það í huga að efla samstarf á milli heimila skóla og einnig milli foreldra innan árganga. Þá verður m.a.farið yfir hlutverk og verkefni bekkjarfulltrúa. Við hvetjum bekkjarfulltrúa til að mæta á fundinn því allt samstarf er mikilvægt til að auka gæði náms og gera gott skólastarf enn betra.
Kær kveðja,
Maríanna, Fjóla Dögg og Helga Rún
skólastjórnendur Lundarskóla