
Vorgrill og skólaslit
Ágætu foreldrar og forráðamenn
Sumarið er komið og einungis nokkrir dagar eftir af þessu skólaári. Við færum ykkur hér upplýsingar um tvo síðustu dagana, vorgrill og skólaslit en dagskrá þeirra er með hefðbundnu sniði.
Síðustu dagar hafa einkennst af vettvangsferðum og aukinni útiveru nemenda og ýmislegt gert til að brjóta upp daginn. Nemendur hafa farið í gönguferðir, hjólaferðir, ísferðir, starfskynningar og endar 10. bekkur á sínu árlega skólaferðalagi. Þetta eru alltaf ljúfir og góðir dagar þar sem nemendur og starfsfólk nýtur sín.
Við þökkum fyrir veturinn og sjáumst hress í haust.
Með von um sólríkt og ánægjulegt sumar,
starfsfólk Brekkuskóla
Vorgrill 1. júní 2018
Föstudaginn 1. júní verða stöðvar á skólalóð þar sem árgangar fara á milli og taka þátt í hreyfingu og leikjum auk þess að safna styrkjum fyrir Unicef.
1.- 6. bekkur
Kl. 08:00 – 09:00 1. - 4.b ”frjáls mæting” - opið í stofum – spil og rólegheit
Kl. 09:00 Mæting. Allir í 1. – 6. bekk
Kl. 09:20 – 10:20 Útileikir – stöðvar á skólalóð. Nemendur safna límmiðum í Heimspassa Unicef
Kl. 10:20 – 10:40 Frímínútur
Kl. 10:40 Mæting í stofur til umsjónarkennara
Kl. 11:20 Grill 1. og 2.bekkur - heimferð eða Frístund eftir grill
Kl. 11:20 - 12:00 Gestir - væntanlegir 1. bekkingar haustið 2018 og forráðamenn þeirra.
(5 ára innrituðum nemendum boðið í grill og afhend gjöf frá vinum Brekkuskóla).
Kl. 11:40 Grill 3. og 4. bekkur – heimferð eða Frístund eftir grill
Kl. 11:50 Grill 5. og 6. bekkur – heimferð eftir grill
Nemendur í 1. - 4. bekk eru í umsjón kennara sinna til kl. 12:00. Þá opnar Frístund og hinir fara heim sem ekki eru skráðir þar.
7. – 9. bekkur
Kl. 10:30 Mæting hjá umsjónarkennara. Allir í 7. – 9. bekk
Kl. 11:00 – 12:00 Útileikir – stöðvar á skólalóð
Kl. 12:00 Grill og heimferð
Skólaslit 4. júní 2018
Mæting í stofur:
1.-3.bekkur 8:00-10:00
4.bekkur 11:00
5.bekkur 08:00
6.bekkur 09:00
7.bekkur 09:15
8.bekkur 09:00
9.bekkur 9:15
Mæting á sal:
Kl. 9 mætir 5. og 6. árgangur á sal skólans
kl. 10 mætir 7., 8. og 9. árgangur á sal skólans
Kl. 11 mætir 4. árgangur á sal skólans
Skólaslit og útskriftarathöfn 10. bekkjar hefst á sal skólans kl.15:30. Fyrir athöfnina verður hópmyndataka sem hefst klukkan 15:00 á sal.
Foreldrar, forráðamenn, kennarar og velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir.
Hafðu samband
Email: brekkuskoli@brekkuskoli.is
Website: brekkuskoli.is
Location: v. Skólastíg
Phone: +354 462 2525
Facebook: https://www.facebook.com/brekkuskoli.is/