Náms- og starfsfræðsla
í 5. - 10. bekk grunnskóla
Á þessari síðu finnur þú náms- og starfsráðgjafaráætlun fyrir grunnskóla í anda Gysbers og Henderson auk kennsluáætlana í náms- og starfsfræðslu fyrir 5. - 10. bekk. Allar áætlanir á þessari síðu eru unnar af mér og nýttar í náms- og starfsfræðslu við Árskóla á Sauðárkróki þegar ég starfaði þar. Verkefnin eru ýmist unnin af mér eða fengin að láni frá öðrum. Það er þá tekið skýrt fram í áætlununum hvar verkefnin er að finna. Þér er velkomið að breyta og bæta eftir þörfum. Mér þætti vænt um ef þú tækir fram hvar þú fékkst þetta efni.
Ef þú og/eða þínir kollegar óska eftir fræðslu um hvernig ég vann með þessar áætlanir og hvernig ég útfærði verkefnin er þér/ykkur velkomið að hafa samband og við finnum út úr því.
Með von um að þessi vinna nýtist þér í þínu starfi.
Margrét Björk Brynhildardóttir,
náms- og starfsráðgjafa, MA.
Verkefnabanki
Hér má finna nokkur verkefni sem ég útbjó sem þér er velkomið að nýta eins og þau eru eða bæta og breyta eins og hentar best í þinni fræðslu. Það væri gaman að sjá þína útgáfu. Þennan verkefnabanka mætti stækka eftir því sem meira efni verður til.
Fyrirtæki í heimabyggð - 7. bekkur
Að setja sér markmið - 8. bekkur
Ég og atvinnulífið - 8. bekkur
Draumastarfið - 9. bekkur
Lokaverkefni í náms- og starfsfræðslu - 10. bekkur
Margrét Björk Brynhildardóttir
náms- og starfsráðgjafi, MA
Email: margretba@gmail.com
Phone: 895-3878
Twitter: @margretba