
Menntabúðir
UT í námi og kennslu
Menntabúðir miðvikudaginn 28. október kl. 16:15-18:15
Næstu menntabúðir verða haldnar miðvikudaginn 28. október kl. 16:15-18:15 í stofunum K-207 og K-208 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk miðlar af eigin reynslu og þekkingu og aflar sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum.
Þemað að þessu sinni er: "Forritun og leikjafræði"
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.
Dagskráin er enn í mótun og verður birt hér innan skamms.
Skráning fer fram á eftirfarandi vefslóð: http://bit.ly/Menntabudir-28-okt.
Samstarfsaðilar: UT-torg, Menntamiðja, Rannum, Menntasmiðja, Reykjavíkurborg, SAMspil2015.
Menntabúðir Námsumsjón og námsmat
Friday, Sep 18, 2015, 03:30 PM
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið, Stakkahlíð, Reykjavik, Capital Region, Iceland
UT-torg - Menntamiðja
Email: bjarjons@gmail.com
Website: http://uttorg.menntamidja.is
Phone: 8630535
Facebook: https://www.facebook.com/pages/UT-torg/173085796204552?ref=bookmarks
Twitter: @UT_torg