
Delta Kappa Gamma á Íslandi
Fréttabréf forseta í apríl 2019
Landssambandsþing framundan
Á þessum hlekk hér https://www.dkg.is/static/files/skjol_landsamband/yfirfarin_reglugerd_2019.pdf eru svo samsvarandi breytingar á reglugerð.
Ég hvet ykkur til að skoða þetta vel svo umræða á þinginu geti gengið greiðlega.
Skráning á þingið
Föstudaginn 3.maí verður svo framkvæmdaráðsfundur eins og venjan er. Formenn hafa fengið sent fundarboð með dagskrá.
Dagskrá þingsins
Lífsins vegur- leiðsögn og nám
Landssambandsþing 2019
Yfirskrift þingsins er lýsandi fyrir það starf sem fram fer í DKG þar sem við bæði lærum og kennum eitthvað nýtt á hverjum degi.
Dagskráin verður sem hér segir:
9:30-10:00 Mæting og kaffisopi
10:00-10:20 Þingsetning
Orð til umhugsunar og minningarorð
10:20-10:35 Ávarp Lace Marie Brogden, PhD, fyrsta varaforseta alþjóðastjórnar
10:35 Aðalfundur
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lýsingu í reglugerð
a) Kosning fundarstjóra
b) Kosning tveggja fundarritara
c) Skýrsla stjórnar – umræður
d) Reikningar lagðir fram – umræður
e) Árgjald ákveðið
f) Fjárhagsáætlun lögð fram – umræður
g) Kosning forseta landssambands
h) Kosning annarra stjórnarmanna landssambands
i) Kosning í uppstillingarnefnd
j) Kosning tveggja endurskoðenda
k) Lagabreytingar og reglugerðarbreytingar
l) Ályktanir og tillögur sem berast til landssambandsþings
m) Önnur mál
Undir liðnum önnur mál mun Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir fjalla um alþjóðaráðstefnuna sem verður á okkar vegum 25. - 27.júlí 2019.
Sjá má tillögur til lagabreytinga og tillögur uppstillingarnefndar inn á heimasíðunni okkar.
Að loknum aðalfundi verður hádegisverður
13:00-13:10 Ávarp Jónu Benediktsdóttur, forseta landssambandsins
13:10-13:45 Leadership, Lace-Marie Brogden, PhD, fyrsti varaforseti alþjóðastjórnar
13:45-14:00 Teygjur/hlé
14:00-14:30 Hlúð að velferð ungs fólks- Hvað getum við gert? Dr Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor
14:30-14:45 Samræður um erindi Sigrúnar
14:45-14:50 Samsöngur
14:50-15:00 Samantekt og þingslit
15:00-15:30 Kaffi og meðlæti
15:30 Fræðsla fyrir gjaldkera deilda, Lace-Marie Brogden.
Vonandi sjáumst við sem flestar á laugardaginn.