
Fréttabréf Síðuskóla
2. bréf - október - skólaárið 2023-2024
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Kæru foreldrar.
Áfram heldur starfið hjá okkur í skólanum og nú er bleikur október tekinn við. Það er dásamlegt að fá svona gott haustveður og höfum við svo sannarlega nýtt okkur það.
Skólalóðin okkar er nánast tilbúin og óhætt að segja að mikil ánægja sé með hana.
Í þessum mánuði sem framundan er verður nokkuð af óhefðbundnum skóladögum hjá okkur. Skipulagsdagur verður fimmtudaginn 5. október og viðtalsdagar hjá okkur mánudaginn 9. október og þriðjudagin 10. október. Hér neðar í póstinum eru nánari upplýsingar um viðtölin og bókun viðtala. Haustfrí er hjá grunnskólum Akureyrarbæjar 23. og 24. október. Við höldum svo að sjálfsögðu upp á Bleika daginn sem að þessu sinni verður þann 20. október. Á Bleika deginu eru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma.
Starfsáætlun Síðuskóla skólaárið 2023-2024 er aðgengileg á heimasíðu skólans. Við reynum að uppfæra hana reglulega með nýjum fréttum úr skólastarfinu. Einnig er facebooksíða sem heitir Síðuskóli, þar er fréttum af heimasíðunni deilt.
Með góðri kveðju úr skólanum!
Ólöf, Malli og Helga
Viðtalsdagar næstkomandi mánudag og þriðjudag
Aðalfundur FOKS
Stjórn FOKS veturinn 2023-2024 skipa:
Daði Freyr Einarsson, formaður dadi@tplus.is
Sæfríður Marteinsdóttir, gjaldkeri saefridur@simnet.is
Birkir Örn Stefánsson, ritari birkir02@gmail.com
Anna María Jónsdóttir, meðstjórnandi annamjonsdottir@gmail.com
Helgi Þór Jónasson, meðstjórnandi, helgith4@gmail.com
Helgi Már Jósepsson, meðstjórnandi, helgimj@gmail.com
Magnús Örn Friðriksson, meðstjórnandi magnusorn@akureyri.is
Markús Gústafsson, meðstjórnandi krusig@simnet.is
Magnea Guðrún Karlsdóttir, fulltrúi starfsfólks Síðuskóla magneagk@simnet.is
Á döfinni
Skipulagsdagur starfsfólks - frídagur hjá nemendum
Frístund opin allan daginn
9. og 10. október
Viðtalsdagar
Frístund opin allan daginn
20. október
Bleikur dagur
23. og 24. október
Haustfrí í grunnskólum Akureyrarbæjar
Frístund opin báða dagana
Vika bannaðra bóka
Bækur hafa verið bannaðar um allan heim á öllum tímum fyrir margra hluta sakir. Þær hafa þótt særandi, hvetja til ósæmilegrar hegðunar, vera fjandsamlegar ákveðnum þjóðum eða þjóðfélagshópum, hafa skírskotun til pólitískra skoðana sem stjórnvöldum er á móti skapi, osfrv. Bönnin standa mislengi yfir, því krafan um frelsi til að lesa er líka hávær. Af þeim sökum er haldin ár hvert "Vika bannaðra bóka" til að minna á tjáningarfrelsið.
Í skólanum er kynning á nokkrum bókum sem hafa verið bannaðar gegnum tíðina á skólasöfnum í Bandaríkjunum og víðar.
Kíkt í heimsókn í ÍSAT kennslu
Náttúrufræðingur Síðuskóla
Náttúrufræðingur Síðuskóla fór fram á Degi íslenskrar náttúru, en það er keppni þar sem nemendur skólans eiga að 5 greina plöntur, 5 fugla og 5 staði eða kennileiti á Íslandi.
Í ár varð Sveinbjörn Heiðar Stefánsson í 7. bekk hlutskarpastur og fær því titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2023.
Eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur: Selma Sif Elíasdóttir 3. bekk, Sóley Líf Pétursdóttir 4. bekk, Sara Björk Kristjánsdóttir 4. bekk, Óliver Andri Einarsson 6. bekk, Salka María Vilmundardóttir 7. bekk, Snorri Karl Steinarsson 7. bekk, Vilhjálmur Jökull Arnarssson 7. bekk, Otto Þor Elíasson 8. bekk, Kristín Elma Margeirsdóttir 9. bekk, Nadía Ósk Sævarsdóttir 10. bekk.
Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju.
Sveinbjörn Heiðar Náttúrufræðingur Síðuskóla
Allir mættir á sal
Viðurkenningar veittar
Nadía Ósk, Kristín Elma og Otto Þór
Sóley Líf, Selma Sif og Sara Björk
Sveinbjörn Heiðar, Snorri Karl, Óliver Andri, Vilhjálmur Jökull og Salka María
Úrslit í Ólympíuhlaupi ÍSÍ
Úrslit í Ólympíuhlaupi ÍSÍ:
Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í Ólympíuhlaupinu:
Rakel Eva Guðjónsdóttir og Sóley Eva Guðjónsdóttir í 10. bekk
Arnþór Einar Guðmundsson og Friðrik Helgi Ómarsson í 9. bekk
Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson og Arna Lind Jóhannsdóttir í 8. bekk
Vilhjálmur Jökull Arnarsson og Óðinn Helgason í 7. bekk
Fanney Mjöll Arnarsdóttir og Katrín Birta Birkisdóttir í 6. bekk
Tristan Andri Knutsen og Anton Stensbo Knudsen í 5. bekk
Baldvin Breki Helgason Auðun Aron Baldursson í 4. bekk
Óliver Máni Andrésson og Ágúst Stensbo Knudsen í 3. bekk
Gunnar Helgi Björnsson og Rayan Imran Bouhlali í 2. bekk
Styrmir Hrafn Eiríksson og Björgvin Stefánsson í 1. bekk.
Úrslitin urðu hins vegar þannig að Rúnar Daði Vatnsdal í 8. bekk var með besta tímann, en það tók Rúnar 8:53 mín. að hlaupa skólahringinn sem er alls 2,2 km.
Einnig fékk 8. bekkur viðurkenningu fyrir besta meðaltímann.
3. bekkur í smíðum
Nemendaráð Síðuskóla 2023-2024
Nemendaráð Síðuskóla er skipað 12 nemendum úr 6.-10. bekk. Árgangar kjósa sér tvo fulltrúa og tvo til vara. Ólafur Haukur Tómasson kennari hefur umsjón með nemendaráði. Helstu verkefni nemendaráðs eru að skipuleggja söngsal, öðruvísi daga og ræða málefni frá nemendum og koma þeim í farveg.
Fulltrúar í nemendaráði skólaárið 2023-2024:
6. bekkur
Aðalmenn: Una Lind Daníelsdóttir og Natalía Nótt Andrésardóttir
Varamaður: Einar Máni Þrastarson
7. bekkur
Aðalmenn: Hlynur Orri Helgason og Jón Orri Ívarsson
Varamaður: María Líf Snævarsdóttir
8. bekkur
Aðalmenn: Ásdís Hanna Sigfúsdóttir og Þóra Margrét Guðmundsdóttir
Varamaður: Halla Marín Tryggvadóttir
9. bekkur
Aðalmenn: Hanna Vigdís Davíðsdóttir og Kristjana Ómarsdóttir
Varamaður: Arnþór Einar Guðmundsson
10. bekkur
Aðalmenn: Sigrún Lind Ómarsdóttir (formaður) og Nadía Ósk Sævarsdóttir (varaformaður)
Varamaður: Ármann Gunnar Benediktsson
Heimsókn í 8. bekk
Umhverfisnefnd Síðuskóla 2023-2024
Eftirfarandi eiga sæti í umhverfisnefndinni skólaárið 2023-2024:
Erna Björg Guðjónsdótti kennari og formaður umhverfisnefndar
Andrea Diljá Ólafsdóttir kennari
Gunnar Símonarson kennari
Þorsteinn B Aðalsteinsson húsvörður
Fulltrúar nemenda eru:
2. bekkur: Sunna Berglind og Þóroddur Páll aðalmenn, Þórunn og Matti varamenn
4. bekkur: Hildur Bríet og Styrmir Snær aðalmenn, Naël og Sara Björk varamenn
6. bekkur: Sóley og Alexander aðalmenn, Sesar og Daníel varamenn
8. bekkur: Andrea og Halla aðalmenn, Kári og Nína varamenn
10. bekkur: Brynhildur og Heiða aðalmenn, Matthías og Mikael varamenn