

Fréttamolar úr MS
12. desember 2023
Bráðum koma blessuð jólin...
Kæru nemendur. Senn styttist í jólin og við hvetjum ykkur til að nýta tímann og sinna náminu vel fram að jólafríi. Kennt verður mánudaginn 18. desember og svo eru matsdagar 19. og 20. desember þar sem nemendur geta verið kallaðir inn í sjúkrapróf eða verkefni. Verið í sambandi við kennara ykkar ef þið eruð í vafa, en dagskrá matsdaga verður birt á heimasíðunni þegar nær dregur.
Þessi vika verður jólaleg í MS en nemendafélagið er búið að skreyta skólann og ætlar að bjóða uppá ýmsar jólalegar uppákomur í frímínútum þessa vikuna. Þau hvetja nemendur til að klæðast jólapeysum þessa vikuna.
❄️ Dagsetningar framundan ❄️
Vikan 11.-15. desember: Jólavika SMS
Þriðjudagur 19. desember: Matsdagur
Miðvikudagur 20. desember: Matsdagur
Fimmtudagur 21. desember: Jólaleyfi hefst
Fimmtudagur 4. janúar: Fyrsti kennsludagur á nýju ári skv. stundaskrá
SMS safnar fyrir mæðrastyrksnefnd fyrir jólin ❤️🎄
Stjórn SMS tók ákvörðun á formannafundi síðasta fimmtudag að senda út rukkun uppá 200 kr í gegnum AUR á alla nemendur MS.
Þessi rukkun er til styrktar Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin 2023 og mun allur ágóði fara til þeirra ❤
Hver og einn ræður hvort hann vill styrkja eða ekki, hægt er að greiða eða hafna greiðslu ❤
Margt smátt gerir eitt stórt ❤
Stöðupróf í tungumálum í janúar!
Stöðupróf verða haldin í arabísku, hollensku, lettnesku, pólsku, rússnesku, víetnömsku og þýsku í Menntaskólanum við Sund fimmtudaginn 25. janúar kl. 10:00. Próftökugjald er 15.000 kr. og er óendurkræft. Nemendur geta fengið allt að 20 einingar metnar í tungumálinu.
Smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar og skráningu ⬇️⬇️
Stoðtímar í stærðfræði
Boðið er upp á stoðtíma í stærðfræði tvisvar í viku, á þriðjudögum kl. 14:40-15:40 og á fimmtudögum kl. 15-16. Tímarnir eru í stofu AÐA21 og þurfa nemendur að skrá sig fyrirfram á skrifstofu eða í tölvupósti til fagstjóra í stærðfræði (ileanam@msund.is).
Við hvetjum nemendur að nýta sér stoðtímana.
Frá tölvuumsjón 🧑💻
Tölvuumsjón minnir nemendur sem ekki hafa gert það enn að hlaða niður Office pakkanum. Það auðveldar ýmislegt varðandi kerfi skólans og skjöl tengd náminu. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér.