
Flataskólafréttir
Skólaárið 2021-2022 - 1. apríl 2022
Kæra skólasamfélag!
Loksins er skólastarfið farið að rúlla með eðlilegum hætti og nú njótum við þess til dæmis að geta haldið skemmtilega viðburði eins og Flatóvisjón og upplestrarkeppni fyrir fullum sal áheyrenda. Og mikið óskaplega er það gaman!
Mánuðurinn framundan er reyndar nokkuð rýr í roðinu vegna frídaga en við stefnum þó að sjálfsögðu að öflugu og skemmtilegu skólastarfi, ætlum m.a. að gera aðra tilraun til að komast á skíði, 7. bekkur heldur árshátíð og bregður sér í Vatnaskóg þar sem skólabúðaferð vetrarins brást, við höfum morgunsamverur, lærum, leikum og njótum væntanlega vorveðursins sem er að hellast yfir.
Við erum byrjuð að huga að næsta skólaári og hér neðar í fréttabréfinu má einmitt sjá skóladagatal næsta vetrar. Það stefnir í töluverða fækkun nemenda hjá okkur núna á milli ára þar sem við útskrifum 86 nemendur úr 7. bekk en það verða líklega rétt rúmlega 30 nemendur í 1. bekk næsta haust. Þessi fækkun heldur svo líklega aðeins áfram næstu tvö árin meðan fjölmennustu árgangarnir okkar útskrifast en svo fer væntanlega að fjölga aðeins á nýjan leik enda eðlilegt að "náttúrulegar sveiflur" af þessu tagi gangi yfir í grónum hverfum. Á sama tíma verður töluverð tímabundin fjölgun nemenda í Garðaskóla. Af þessum sökum eru uppi áform um að nýta fjórar kennslustofur í Flataskóla (norðurálmuna) fyrir nemendur úr Garðaskóla næsta vetur. Þann 19. apríl nk. verður opinn fundur fyrir foreldra í skólanum þar sem við kynnum m.a. þessi áform og aðra þætti varðandi húsnæðismálin, helstu áherslur í skólastarfinu, fyrirkomulag námsmats o.fl. auk þess sem tækifæri gefst til að ræða hvaðeina sem forráðamönnum kann að liggja á hjarta varðandi skólastarfið. Við vonumst eftir að sjá sem allra flesta enda kærkomið að geta loksins boðið forráðamenn velkomna í húsið.
Bestu kveðjur úr skólanum!
Stjórnendur
Helstu viðburðir framundan:
- 4.apr - 6. bekkur fer og gistir í skíðaskála
- 5.apr - 6. bekkur á skíðum
- 7. apr - Árshátíð 7. bekkjar
- 9.-18. apr - Páskaleyfi grunnskólanemenda
- 19. apr - Kennsla hefst að loknu páskaleyfi
- 19. apr - Opinn fundur skólaráðs kl. 17:30-19:00
- 21. apr - Sumardagurinn fyrsti - frí
- 25.-28.apr - 7. bekkur í Vatnaskógi
- 26. apr - Skíðaferð hjá 4/5 ára, 2.b og 5.b
- 27. apr - Skíðaferð hjá 1.b, 3.b og 4.b
- 29. apr - Skíðaferð hjá 7.b
Skíðaferðir - önnur tilraun
En að venju eru þessi áform með fyrirvara um veður og snjóalög og við sendum út nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Opinn fundur skólaráðs 19. apríl kl. 17:30
Á fundinum verður rætt um húsnæðismál, áherslur í starfi skólans, fyrirkomulag námsmats o.fl. auk þess sem opið verður fyrir fyrirspurnir og umræður um skólastarfið almennt.
Við biðjum áhugasama forráðamenn um að taka tímann frá en svo munum við einnig minna á fundinn þegar nær dregur.
Leyfisbeiðni í gegnum Mentor
Flatóvisjón 2022
Laus pláss í leikskóladeildinni okkar!
Hér fyrir neðan má sjá örfáar myndir úr starfinu en fleiri myndir, fréttir úr starfinu o.fl. má finna á heimasíðunni.
Upplestrarkeppni í 7. bekk
Úthlutanir úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar
Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2022
Athygli er vakin á því að opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2022.
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skólastarf, kennslu, þróunarverkefni, auk sérstakra hvatningarverðlauna til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
Sérstök athygli er vakin á því að í ár bætist við nýr verðlaunaflokkur: Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun, ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Þessi nýi flokkur er til orðinn að frumkvæði Samtaka iðnaðarins sem nú hafa gengið til liðs við þá aðila sem að verðlaununum standa.
Tilnefningar þurfa að berast fyrir 1. júní, en viðurkenningarráð velur þrjár til fimm tilnefningar í hverjum flokki til kynningar á alþjóðadegi kennara 5. október. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í nóvember og mun RUV sýna frá afhendingunni.
Nánari upplýsingar um verðlaunin og tilnefningarnar er að finna á þessari slóð: https://skolathroun.is/menntaverdlaun/
Skóladagatal næsta skólaárs
Opnunartími skrifstofu
Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið flataskoli@flataskoli.is
Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu.
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.
Öll leyfi skal sækja um í gegnum Mentor.
Flataskóli Garðabæ
Email: flataskoli@flataskoli.is
Website: flataskoli.is
Location: Flataskóli, Gardabaer, Iceland
Phone: 513 3500