
Fréttabréf Brekkuskóla
Desember 2022
Ágætu foreldrar og forráðamenn
Þá er aðventan gengin í garð með öllu sem henni fylgir. Í skólanum höldum við okkar striki en vissulega hefur þessi tími sín einkenni. Það er t.d. skemmtileg tilbreyting þegar mandarínurnar mæta á svæðið:-) Svo er föndrað, talið niður fram að jólum og jólasöngvar æfðir enda alltaf tekið vel undir á Litlu - jólunum sem verða hjá okkur 20. og 21. desember. Nemendur í 8. - 10. bekk halda sín litlu - jól að kvöldi 20. desember og eru svo komnir í jólafrí.
Föstudaginn 16. desember ætlum við að hafa „jólalegan dag“ þá mæta þeir sem vilja í einhverju jólalegu t.d. með jólahúfu og dagurinn verður fyrir vikið enn skemmtilegri.
Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í jólafríinu nóg er nú um bækurnar:-)
Með von um ánægjulega aðventu!
Starfsfólk Brekkuskóla
Litlu - jól 20. og 21. desember 2022
Dagskrá 20. desember:
8. - 10. bekkur mætir í stofur kl.18 jóladagskrá til kl. 20:00
Dagskrá 21. desember:
1. og 2. bekkur mætir í stofur kl. 8:00
Skóladegi lýkur á milli kl. 9:30 og 10:00
Frístund opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.
3. og 4. bekkur mætir í stofur kl. 9:00
Skóladegi lýkur á milli kl. 10:30 - 11:00
Frístund opin frá kl. 8 fyrir þau börn sem þar eru skráð.
5. - 7. bekkur mætir í stofur kl. 10:00 skóladegi lýkur um kl. 11:30
Boðið verður upp á mandarínur, piparkökur og kakó fyrir alla árganga.
📍Frístund opnar kl. 8 fyrir nemendur sem eru skráðir.
Kennsla hefst á nýju ári þriðjudaginn 3. janúar 2023.
Bókatíðindi
Foreldrafélag Brekkuskóla hefur verið að styðja veglega við bókakaup síðustu árin og er þetta ár engin undantekning. Nýju bækurnar eru komnar í hús og eru aðgengilegar nemendum á bókasafninu okkar. Á myndinni til hliðar er aðeins brot af þeim bókum sem eru komnar.
Við erum að undirbúa bókakynningar þar sem eldri nemendur lesa upp úr nýjum bókum og kynna þær fyrir yngri nemendum. Kynningarnar eru hluti af námi eldri barnanna í íslensku - þannig að þetta virkar vel fyrir alla:-)
Við höfum einnig verið svo heppin að fá rithöfunda í heimsókn í skólann í þeim tilgangi að kveikja enn frekar áhuga nemenda á lestri bóka.
Hafðu samband
Email: brekkuskoli@brekkuskoli.is
Website: brekkuskoli.is
Location: v. Skólastíg
Phone: +354 414-7900
Facebook: https://www.facebook.com/brekkuskoli.is/