Flataskólafréttir
Skólaárið 2020-2021 - 1. desember 2020
Kæra skólasamfélag!
Bestu kveðjur!
Ágúst skólastjóri
Helstu viðburðir framundan
- 7.-11. des Matarsöfnunarvika (sjá hér fyrir neðan)
- 10. des Hátíðarmatur (sjá hér fyrir neðan)
- 10. des Jólalegur dagur - jólalegir nemendur (húfur eða peysur eða klæðin rauð..)
- 11. des Þakkadagur vinaliða áformaður
- 18. des. - Jólaskemmtanir og jólafrí hefst (nánar auglýst síðar)
- 4. jan. - Kennsla hefst að loknu jólafríi skv. stundaskrá
Matarsöfnun í 2. viku desember
Hátíðarmatur 10. desember
Fimmtudaginn 10. desember verður boðið upp á hátíðarmáltíð í skólanum fyrir alla áskrifendur. Í ár er boðið upp á hunangsristaðar kalkúnabringur, hátíðarmeðlæti og sósu ásamt ísblómi í eftirrétt. Veganrétturinn verður Oumph Wellington ásamt hátíðarmeðlæti og sósu og ís í eftirrétt
Þeir sem ekki eru í áskrift en óska eftir að taka þátt í hátíðarmáltíðinni geta keypt sérstaka matarmiða í mötuneyti skólans frá 2.-8.desember milli kl.9-11. Miðinn kostar 800 kr. og aðeins er hægt að greiða með peningum.
Nemendur sem eiga venjulega matarmiða geta skipt miðunum út í mötuneyti skólans fyrir hátíðarmiða.
Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Skólamatar, Sími: 420-2500 eða á skolamatur@skolamatur.is
Dagur mannréttinda barna
Dagur gegn einelti
Skemmtileg lýsing á skólalóðinni
Frá Krakkakoti
Nú er desember genginn í garð og þá opnum við fyrir skráningu á jólaopnuninni í Krakkakoti. Opið verður þrjá daga fyrir jól, þann 21., 22. og 23. desember, og þrjá daga milli jóla og nýars, 28., 29. og 30. desember.
Opnunartíminn verður með örlítið breyttu sniði en það verður opið hjá okkur frá 08:00-16:30.
Skráningu þarf að senda á tomstundaheimili@flataskoli.is og verður síðasti skráningardagur 11. desember. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann dag og ekki er tekið á móti óskráðum börnum. Mikilvægt er að taka fram hvaða daga þið viljið nýta ykkur fyrir barnið ykkar og þá einnig tímasetninguna. Tek einnig fram að börnin þurfa að muna að taka með sér morgunkaffi og hádegismat en við munum svo bjóða þeim upp á síðdegishressingu.
Hlýjar og góðar kveðjur,
Saga Steinsen
Forstöðukona Krakkakots
Viðbrögð við óveðri
Forsjáraðilar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í eða úr skóla vegna veðurs, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti forsjáraðilar aðstæður svo að ekki sé óhætt fyrir börn þeirra að sækja skóla skulu þeir tilkynna skólanum um það sem lítur þá á tilvikið sem eðlilega fjarvist. Sama gildir ef börn eða forsjáraðilar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa. Nánari upplýsingar um viðbrögð við óveðri má finna hér.
Jóladagatal Samgöngustofu
Jóladagatal Samgöngustofu hefur að venju göngu sína 1. desember. Að þessu sinni er spurt úr þáttunum Úti í umferðinni þar sem Erlen umferðarsnillingur rifjar upp helstu umferðarreglurnar. Á hverjum degi birtist ný spurning sem hægt er að svara og um leið komast í verðlaunapott en tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir veglegan endurskinspoka sendan heim.
Auk þess geta þátttakendur merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Að lokum verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum nokkur skemmtileg borðspil, pítsuveislu og óvæntan glaðning fyrir umsjónarkennarann.
Við hvetjum nemendur og bekki til að taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi ☺
Skráningar aðstandenda í mentor
Bílastæði - varúð!
Nýja hringtorgið á Vífilsstaðaveginum hjálpar okkur með að ekki myndast eins miklar stíflur og áður út af svæðinu, búið er að merkja sleppistæði og skammtímastæði en samt verður stundum varasamt ástand hjá okkur sem við getum lagað ef allir sýna varkárni og tillitssemi.
Opnunartími skrifstofu - skráningar fjarvista
Skrifstofa skólans er opin:
Mánudaga – fimmtudaga frá kl: 7:45 – 15:00.
Föstudaga frá kl. 7:45-14:30
Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu.
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti á netfangið flataskoli@flataskoli.is eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.
ATH - ef nemendur þurfa að fara í sóttkví biðjum við nemendur um að tilkynna það með tölvupósti á flataskoli@flataskoli.is
Leyfisbeiðnir fyrir nemendur
Nemendum er veitt leyfi til að sinna nauðsynlegum erindum. Mælst er til að leyfisbeiðnum sé haldið í lágmarki og jafnframt eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að fara fram á þær með góðum fyrirvara sé þess nokkur kostur. Foreldrar eru beðnir um að sækja um leyfi hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra ef óskað er eftir leyfi meira en tvo daga, (umsókn um leyfi) annars nægir að fá leyfi hjá umsjónarkennara.
Flataskóli Garðabæ
Email: flataskoli@flataskoli.is
Website: flataskoli.is
Location: Flataskóli, Gardabaer, Iceland
Phone: 513 3500