
Lestur og læsi til framtíðar
Fræðslu og vinnufundur foreldra og kennara í Þelamerkurskóla
Boðum til fræðslu- og vinnufundar í Þelamerkurskóla
Markmið fundarins er að fræðast um ástæður þess og mikilvægi að heimili og skóli stilli saman strengi sína í lestrarnámi barnanna.
Ljóst er að á tækniöld er þörfin fyrir læsiskunnáttu síður minni en áður. Umhverfi og afþreying nútímans bjóða samt sem áður ekki til jafn mikillar lestrarþjálfunar og áður var. Þess vegna er það enn mikilvægara en áður að vera vakandi fyrir því hvernig hægt er að bjóða börnum lestrarhvetjandi umhverfi. Þess vegna boðum við til fundarins.
Dagskrá fundarins
Kl. 20:20 Samstarf heimila og skóla um læsisnám barna.
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Kl. 21:00 Kökur og kaffi
Kl. 21:15 Umræður í hópum um hvernig við búum börnunum lestrarhvetjandi umhverfi
Kl. 21:45 Samantekt úr umræðuhópunum
Kl. 22:00 Slit
Efni fundarins snertir alla nemendur skólans
Þar sem málefnið snertir alla nemendur skólans er mikilvægt að þeir eigi allir fulltrúa á fundinum. Þess vegna biðjum við foreldra um að skrá sig á fundinn hérna fyrir neðan. Þannig fáum við skilaboð um hverjir hafa séð fundarboðið í tölvupóstinum sínum. Á mánudaginn verðum við svo í símasambandi við þá sem ekki hafa séð boðið í tölvupóstinum.
Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum á þriðjudagskvöldinu -
Ingileif og Unnar
Ps. Við erum byrjuð að baka kökurnar sem verða með kaffinu