
Fréttamolar úr MS
23. nóvember 2023
Fjör í 85 vikunni
Nú er vetrarönn komin í gang og hún hefst með trompi í 85 vikunni! Miðasölu á 85 ballið lýkur kl. 16:00 í dag og geta þau sem tóku þátt í edrúpottinum á síðasta balli boðið með sér gesti á ballið.
Öll sem kaupa miða þurfa að koma upp í skóla og sækja sér armband til að komast inn á ballið - skólafélagið auglýsir stund og stað á Instagram.
Við minnum á að allir nýnemar og gestir þeirra fæddir 2007 þurfa að blása í áfengismæli við inngöngu á ballið og neiti þeir að blása, eða reynist undir áhrifum áfengis, verður viðkomandi ekki hleypt inn á ballið og hringt í foreldra.
Dagsetningar framundan
Fimmtudagur 23. nóvember: 85 ballið í Víkinni kl. 22-1.
Stoðþjónusta á nýrri önn
Á vetrarönn verður áfram boðið upp á stoðtíma í stærðfræði á þriðjudögum kl. 14:40 og fimmtudögum kl. 15:00. Reynslan sýnir að það borgar sig að nýta tímana strax frá byrjun og við hvetjum nemendur til þess.
Viskusteinn er opinn fyrir nemendur til þess að læra og hægt er að leita til starfsmanna Viskusteins til að fá aðstoð varðandi ýmislegt, eins og heimildavinnu, uppsetningu verkefna og tölvumál. Guðný Lilja félagsmálastjóri er með aðstöðu í Viskusteini og hún getur aðstoðað nemendur við verkefnavinnu. Jóhann tölvuumsjónarmaður er líka með aðstöðu á Viskusteini og hann getur aðstoðað nemendur við ýmis tölvu- og tæknimál.
Berglind hjúkrunarfræðingur er við í skólanum á þriðjudögum og fimmtudögum og hægt er að bóka tíma hér. Svo minnum við á þjónustu námsráðgjafa, sjá nánar hér.
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna er haldin ár hvert og hægt er að skila inn mynd fyrir 1. desember. Meðfylgjandi er sjónvarpsauglýsing sem keppnin hefur útbúið og eru nemendur hvattir til að kynna sér málið betur á filmfest.is.
Kennslukannanir
Kennslukönnunum haustannar er nú lokið. Í heildina var þátttaka nemenda 76% sem verður að teljast mjög ásættanlegt og þökkum við ykkur nemendum fyrir að gefa ykkur tíma og taka þátt. Kennslukannanir eru leið nemenda til að lát rödd sína heyrast og skólinn vinnur sérstaklega með þau gögn sem skapast og þau eru okkur því afar verðmæt.