
Fréttabréf Hörðuvallaskóla
október
Kæra skólasamfélag
Starfsdagur, vetrarleyfi og opin vika
Í nóvember er svo opin vika fyrir nemenda/foreldraviðtöl. Hún er þannig uppbyggð að ekki eru sérstakir viðtalsdagar, heldur hefðbundinn skóli og viðtöl eru eftir að skóla lýkur eina viku. Ekki eru allir boðaðir í viðtal heldur skrá foreldrar sig í viðtal ef þeir vilja nýta tækifærið til að hitta á kennara og eins nýta kennarar tækifærið þessa viku til að boða til sín þá sem þeir telja þörf á að hitta til að fara yfir einhver ákveðin atriði.
Fréttir úr skólastarfinu
9. bekkur vann með þema sem tengdist lýðræði og kosningum og tók þátt í krakkakosningum. Afurð þessa þema er að nemendur búi sér til sinn eigin stjórnmálaflokk með stefnuskrá og öllu tilheyrandi. Einn liður í þemanu var að kíkja í heimsókn á Alþingi. Þar sem nemendur fengu að sjá húsið að innan og fræðast um störf þar. Annað sem nemendur fengu að spreyta sig á var Þingspilið þar sem leikmenn eru í hlutverki ráðherra og leggja fram málefni, styðja við mál eða reyna að stela fylgi af hver öðrum.
Foreldraröltsvaktir Hörðuvallaskóla skólaárið 2021-2022
14.okt 1. EG
15.okt 1. GS
16.okt 2. BÓ
22.okt Áhugasamir röltarar
23.okt Áhugasamir röltarar
29.okt 2. JÞ
30.okt 3. FÞ
5.nóv 3. HS
12.nóv 4. IS
Skólareglur Hörðuvallaskóla
Ástundun
Ástundun snýst um það hvernig við sinnum námi okkar, hvort við leggjum okkur fram, erum stundvís og vinnusöm. Með því að vinna vel og leggja sig fram næst betri árangur. Þær stöðvar í heilanum sem eru þjálfaðar styrkjast og gera mann betri í því sem maður glímir við. Ef maður leggur ekkert á sig nær maður ekki árangri. Þegar við náum árangri en auðveldara að hafa gaman í skólanum.
Við sinnum námi okkar og starfi markvisst, af þrautseigju og metnaði, leggjum okkur fram um að gera okkar besta og gefa öðrum vinnufrið.
Þess vegna þarf ég að:
· sofa vel
· borða hollan mat og hreyfa mig
· vera metnaðarfull/ur og leggja mig fram um að vinna vel í skólanum
· hafa hljóð þegar við á og trufla ekki aðra
· leita aðstoðar þegar ég þarf á að halda
· þiggja þá aðstoð sem mér býðst
· ekki fela það þegar ég skil ekki eitthvað eða veit ekki alveg hvað ég á að gera
· láta vita þegar efni er of létt fyrir mig
· aðstoða aðra þegar ég get
· hugsa um sjálfa/n mig og vera einbeitt/ur
· hlaða spjaldtölvuna
· nota spjaldtölvuna markvisst í námi mínu þegar við á og láta ekki leiki og annað í spjaldinu trufla mig við námið
· fylgjast með tímanum og passa mig að mæta á réttum tíma
Samskipti
Samskipti snúast bæði um samskipti starfsfólks og nemenda og samskipti nemenda sín á milli. Þegar allir leggjast á eitt um að hafa samskipti góð aukast líkur á því að öllum þyki gaman í skólanum.
Við komum fram við hvert annað af virðingu, tillitsemi og ábyrgð og virðum rétt hvers annars til vera við sjálf og örugg
Þess vegna þarf ég að:
· hugsa áður en ég tala
· koma eins fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig
· koma vel fram við alla starfsmenn og nemendur
· vera góður við aðra svo þeim líði vel
· sýna tillitsemi og hrósa hvert öðru
· fara eftir fyrirmælum starfsmanna – bæði í tímum, á göngum og úti í frímínútum
· bjóða öðrum að vera með svo allir geti haft gaman
· leyfa öllum að vera með og skilja engan útundan
· sýna kurteisi og virða persónulegt rými annarra
· hjálpa öðrum og stoppa einelti ef einhver er að stríða
· sleppa því að stríða öðrum, slást eða lemja
Umgengni
Umgengni snýst um það hvernig við göngum um skólann okkar, eigur hans og eigur annarra. Hún snýst einnig um það hvernig við komum fram á skólalóðinni og í kringum snjalltækin okkar. Með því að læra góða umgengni og leggja sig fram um hana er ýtt undir að skólabragur verði metnaðarfullur og jákvæður.
Við göngum vel um skólann, eigur hans og eigur hvors annars. Við göngum rólega innan dyra, göngum frá eftir okkur og látum það sem við eigum ekki vera.
Þess vegna þarf ég að:
· hugsa um eigin umgengni
· ganga á göngunum
· ganga frá eftir mig og henda rusli í ruslafötur
· ganga frá fötunum mínum
· nota inniröddina og hækka ekki röddina
· vera á skólalóðinni í frímínútum
· vera á snjóboltasvæðinu í snjókasti
· passa að henda ekki snjóboltum í þá sem vilja ekki láta kasta í sig
· sleppa því að henda snjóbolta í rúður
· ganga vel um leiktækin á skólalóðinni
· borða aðeins þar sem leyfilegt er að borða
· sýna hreinlæti í matsalnum
· vera róleg/ur í matsalnum og í kringum aðra
· nota símann ekki í skólanum heldur geyma hann og spjaldtölvur í töskunni nema þegar leyfi er gefið til að nota spjaldið