
Fréttamolar
19. maí 2022
Mikilvægar dagsetningar framundan
24. maí - Síðasti kennsludagur vorannar.
24. maí - Kveðja á sal klukkan 11:15
24. maí - Baulan.
25. maí - Æfing fyrir útskriftarnema í Holti kl. 14:50
25. maí - Galakvöld útskriftarnema í Holti klukkan 19-21
25. og 27. maí - Matsdagar í lok vorannar.
26. maí - Uppstigningardagur.
4. júní - Brautskráning!
Síðustu dagar vorannar
Það fer ekki milli mála að vorönn er að líða sitt skeið, mikill erill í skólanum og nemendur að kynna lokaverkefni sín á göngunum. Það er alltaf gaman að sjá afurðir vetrarins birtast í lok vorannar og það er ekki að sjá annað en að nemendur hafi átt skapandi og atorkusama önn!
Brautskráning - æfing 25. maí
Nú líður að því að stóri dagurinn renni upp og brautskráning fari fram! Hópurinn stefnir í að vera óvenju stór og glæsilegur þetta vorið og minnum við á æfinguna þann 25. maí klukkan 14.30 í Hálogalandi - ALGJÖR SKYLDUMÆTING FYRIR ÚTSKRIFTAREFNI!!
Brautskráning í Háskólabíói
Stóri dagurinn er 4. júní 2022 kl. 10:45 og fer athöfnin fram í Háskólabíói.
Nemendur eiga að vera mættir í Háskólabíó á útskriftardegi kl. 9:45, þar sem farið yfir síðustu atriði varðandi skipulag á hátíðinni.- Húsið opnar fyrir gesti kl. 10:15.
- Upplýsið foreldra og forráðamenn um skipulagið.
Matsdagar 25. og 27. maí!
Minnum á að mjög mikilvægt er að nemendur gæti þess að síðustu dagar vorannar eru skóladagar þó svo að kennslu ljúki þann 24. maí. Matsdagar í annarlokin eru mjög annasamir og síðasta tækifæri fyrir marga nemendur til að styrkja stöðu sína í námsmatinu!