
Fréttamolar
6. apríl 2022
Mikilvægar dagsetningar framundan
07. apríl - Bergur Ebbi með uppistand fræðslu fyrir ALLA nemendur
11. apríl - Páskafrí hefst
20. apríl - Fyrsti kennsludagur eftir páskafrí
20. apríl - Frumsýning Thalíu (miðasala á Tix.is)
25. apríl - Umhverfisvika í MS
Síðasta kennsluvika fyrir páskafrí!
Tíminn flýgur! Apríl er kominn á fullan skrið og páskafrí nálgast. Þessir síðustu dagar fyrir páska eru oft mjög líflegir og mikið um að vera bæði í félagslífinu og náminu. Kosningar eru nýafstaðnar, viðtöl í nefndir og opið hús og allt að gerast en á sama tíma líka próf og verkefni í gangi í náminu og miðannarmatið ný komið út. Það er mjög gott að nota þennan tímapunkt til að staldra við og setja sér markmið fyrir næstu vikur, önnin er rúmlega hálfnuð en enn er nægur tími eftir til að gera breytingar og ná markmiðum sínum!
Glæsilegt opið hús í gær!
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í MS í gær að skoða skólann og ræða við nemendur og starfsfólk um námið í MS. Sem fyrr létu nemendur ljós sitt skína og áttu auðvelt með að heilla 10. bekkinga og aðstandendur þeirra. Starfsemnn skólans létu einnig ekki sitt eftir liggja og viljum við stjórnendur þakka öllum sem að komu fyrir þeirra framlag!
Ný stjórn SMS
Miðhópur:
Ármaður - Þorvaldur Nói
Ritari - Natlía Ruth
Gjaldkeri - Orri Elías
Upplýsingafulltrúi - Birta María
Biskup - Karl Ottó
Viðtöl í nefndir standa yfir þessa dagana og styttist í að fullmannað verði í ráð og nefndir.
Bergur Ebbi fjallar um #metoo í boði foreldraráðs
Á morgun 7. apríl kemur Bergur Ebbi, einn af þekktari uppistöndurum landsins í heimsókn til okkar í borði foreldraráðs og fræðir nemendur um #metoo. Þetta er bæði fróðlegt og skemmtilegt hjá honum og hvetjum við alla til að mæta. Hann flytur erindi sitt tvisvar, fyrst klukkan 10.30 og svo aftur um klukkan 11.20.
Sýnum okkur sjálfum og umhverfi okkar virðingu - vertu til fyrirmyndar!
Áhyggjufullur nágranni hafði samband við skólann og lýsti undrun sinni á umgengni nemenda MS í og við bílastæði í götunni. Myndirnar tala sínu máli og biðjum við ykkur öll um að taka þetta til ykkar og staldra við. Þið eruð ekki aðeins nemendur MS, þið eruð fulltrúar skólans og hegðun ykkar hefur áhrif á okkur öll hér í skólanum. MS-ingar vilja vera fyrirmyndir og skólanum sínum til sóma!