
Fréttamolar úr MS
25. nóvember 2022
- 26. nóvember: Brautskráning haustannar
- 29. nóvember: Aðalfundur foreldraráðs MS
- 19.-20. desember: Matsdagar
- 21. desember - 3. janúar: Jólafrí
Vissir þú að MS er á Instagram? Smelltu á myndina til að fylgja okkur 👇
Breyting á reglum um skólasókn / veikindi og leyfi
Frá og með vetrarönn 2022 gildir sú regla að ef veikindastundir nemenda fari yfir 50 á önn þurfi þeir að gera námsráðgjafa grein fyrir veikindum. Þessi tala var áður 70.
Frábærri jafnréttisviku að ljúka í MS 👏👏
Feministafélagið Blær, með dyggum stuðningi félagsmálastjóra, jafnréttisfulltrúa og foreldraráðs, stóð fyrir frábærri jafnréttisviku sem lauk í dag. Vel gert!!
Smellið á myndina til að sjá frétt um vikuna á Instagram!
Njótið helgarinnar🥰
Menntaskólinn við Sund - msund@msund.is
www.msund.is