
Fréttamolar
24. mars 2022
26. mars - Morfís lið MS mætir Versló!
30. mars - Kosningar SMS. Rafræn kosning hefst.
01. apríl - Kosningum lýkur kl. 17:00.
04. apríl - Frumsýning Thalíu
05. apríl - Opið hús í MS! Kynning fyrir grunnskólanema.
11. apríl - Páskafrí hefst.
20. apríl - Fyrsti kennsludagur eftir páskafrí.
Vorverkin nálgast!
Láttu rödd þína heyrast!
Þjónustukönnun í Innu er enn opin – fyrir nemendur og forráðaðila / aðstandendur.
Könnunin er liður í sjálfsmati skólans og svör ykkar mikilvæg. Athugið að ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Hér fyrir neðan er mynd sem sýnir hvar í Innu kannanir er að finna.
Frábær árshátíð!
Loksins kom að því að nemendur skólans fengu tækifæri til að hittast öll saman grímulaus og gleðjast í góðra vina hópi. Hitað var upp í hádeginu með eldheitu ClubDub zumba sem er orðið að sannkölluðum þjóðdansi MS-inga! Stuðið hélt svo áfram fram á kvöld og það var gaman að sjá stemminguna í Víkinni ná hámarki þegar Frikki Dór steig á svið og byrjaði að kyrja sína margrómuðu slagara.

Forráðafólk á ballvakt
Það veitir nemendum mikið öryggi að hafa fulltrúa forráðafólks á vakt fyrir utan dansleiki á vegum skólans. Skólinn þakkar þeim sérstaklega sem stóðu vaktina að þessu sinni.
Morfís - æsispennandi viðureign við Versló
Á laugardaginn fer fram viðureign í Mofrís þar sem lið MS etur kappi við lið Versló. Umræðuefnið er ,,boðskapur Jesú Krists" og er MS á móti!