
Fréttamolar ANNARLOK
30. maí 2022
Opið fyrir einkunnir vorannar
Nú hefur verið opnað fyrir lokaeinkunnir vorannar í INNU. Hér fyrir neðan má sjá hvar hægt er að nálgast einkunnirnar (séð á tölvuskjá).
Námsmatssýning 31. maí 2022
Námsmatssýning verður á morgun, þriðjudaginn 31. maí, kl. 11:30 - 12:00.
Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir.
Mikilvægt er að nemendur nýti þennan tíma hafi þeir spurningar eða athugasemdir en kennarar eru til staðar í skólanum til að ræða við nemendur. Hér fyrir neðan má sjá hvar í skólanum kennarar eru staðsettir.
Brautskráning laugardaginn 4. júní
Stóri dagurinn er 4. júní 2022 kl. 10:45 og fer athöfnin fram í Háskólabíói.
Nemendur geta mætt frá kl. 9.15 til þess að fá blóm í barminn og í myndatöku. Mæting er í allra síðasta lagi kl. 9:45, þar sem farið verður yfir síðustu atriði varðandi skipulag á hátíðinni.- Húsið opnar fyrir gesti kl. 10:15
- Upplýsið foreldra og forráðamenn um skipulagið
Takk fyrir veturinn - njótið sumarsins 🌞
Við viljum þakka nemendur kærlega fyrir skólaárið. Þið hafið staðið ykkur frábærlega 🤩
í aðstæðum sem eflaust hafa oft á tíðum tekið á vegna takmarkana af ýmsum toga.
Þið sem útskrifist nú í vor viljum við óska til hamingju með áfangann ✨og velfarnaðar í nýjum verkefnum sem taka við. Ykkur hin hlökkum við til að hitta aftur í MS þegar sumri fer að halla.
Njótið sumarsins með fjölskyldu og vinum og vonandi mun sólin brosa mikið og blítt til ykkar þar til við hefjum skólastarfið aftur undir ágústlok með nýju og spennandi skólaári.
Kveðja frá starfsfólki og stjórnendum MS
Bakgrunnsmynd
Nemendur í stjórnun sem heimsóttu nýlega Brimborg og fengu þar fræðslu um stjórnun og skipulag fyrirtækisins
📸 Ylfa