
Fréttamolar úr MS
10. febrúar 2022
Dagsetningar framundan
21. febrúar - Matsdagur
22. febrúar - Matsdagur
23. febrúar - Einkunnaskil fyrir vetrarönn
24. febrúar - Einkunnasýning
25. febrúar - Annarlok
28. febrúar - Upphafsdagur vorannar / umsjón
Hér er svo hlekkur á skóladagatal skólaársins 2021 - 2022.
Vetur konungur minnir á sig!

Eins og vart hefur farið fram hjá ykkur hefur vetrarveðrið verið ráðandi hjá okkur undanfarið og verða áfram næstu daga. Það eru ekki allir sammála hvað varðar blessaðan snjóinn, sumum finnst gaman og ævintýri að fá smá snjó meðan öðrum leiðist að þurfa að moka af bílnum og glíma við ófærð.
Við mælum með því að taka þessu með brosi á vör og sjá tækifærin ekki síður en áskoranirnar. Um að gera að fara aðeins fyrr að sofa og vakna aðeins fyrr þar sem viðbúið er að það taki lengri tíma að komast leiðar sinnar í þeim aðstæðum sem við þurfum að búa við þessa dagana!
Ekki gleyma kennslukönnuninni! Tækifæri til að láta rödd þína heyrast!
Við hvetjum alla nemendur til að taka þátt í könnuninni en hún er mikilvægur liður í sjálfsmati skólans. Athugið að ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Hægt er að nálgast könnunina í gegnum Innu - í tölvum birtist hún efst í horninu uppi til hægri en í símum þarf að skrolla aðeins niður forsíðuna til að finna könnunina.
Talsvert vantar upp á að svarhlutfall sé nógu hátt - koma svo!!
Kósíkvöld í kvöld!

Við ætlum að taka stökkið og bjóða nemendum að koma í skólann á fimmtudagskvöldum. Boðið verður upp á léttar veitingar og aðstaða skólans stendur nemendum til boða. Hægt er að fara í borðtennis, pílu og púl. Bjarmaland verður opið og eitthvað gamalt og gott eins og Seinfeld látið rúlla (allar aðrar hugmyndir velkomnar).
Ef þig langar að gera eitthvað annað skemmtilegt þá skaltu endilega hafa samband við Kríu: felagsmalastjori@msund.is
Rafíþróttalið MS er komið í átta liða úrslit!!

Skólinn er með lið í þremur greinum og ljóst að framundan er stíf keppni sem sýnt verður frá í sjónvarpi!
Fréttir af FRÍS er að finna hér og liðið er með instagram: msund_frís
Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru í átta liða úrslitum.
