
Fréttabréf Síðuskóla
7. bréf - mars - skólaárið 2021-2022
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Nú er marsmánuður runninn upp og birtir með hverjum deginum sem líður. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hafa útivistardag en veðrið er ekki alveg í liði með okkur þessa dagana. Við gefumst auðvitað ekki upp og munum finna dag í þessum mánuði til útiveru.
Framundan er vetrarfrí í skólanum og vonum við að allir geti notið þess. Þegar því er lokið brettum við upp ermar og förum að undirbúa árshátíð á fullu. Eins og allir vita þurftum við að fresta henni en þar sem engar takmarkanir eru núna er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp þráðinn og halda árshátíð án fjöldatakmarkana. Við sendum skipulagið þegar nær dregur.
Við höldum ótrauð áfram, smitum fækkar, vorið skammt undan og skólastarfið smám saman að verða aftur eins og við viljum hafa það. Það er því ekki ástæða til annars en að horfa bjartsýn fram á veginn.
Bestu kveðjur úr skólanum,
Ólöf, Malli og Helga
Reykjaferð hjá 7. bekk
100 miða leikurinn
Vinningshafi í 3. bekk
Val á miðstigi
Síðuskólablaðið
Í vali á miðstigi er m.a. verið að vinna Síðuskólablaðið. Hópurinn er mjög áhugasamur og hefur komið með fullt af skemmtilegum hugmyndum. Covid hefur aðeins verið að trufla okkur en samt sem áður er ,,blaðamönnunum” að takast að setja saman blað með allskonar efni sem gefið verður út strax eftir vetrarfrí.
Hér má sjá mynd af hópnum í síðasta valtímanum sem var 1. mars. Það var eini tíminn sem allir mættu í.
Á döfinni
2. mars
Skipulagsdagur
3.-4. mars
Vetrarfrí
10. mars
Upplestrarkeppnin í 7. bekk - úrslit í Síðuskóla
23. mars
Lokahátíð upplestrarkeppninnar
9. bekkur , heimsókn í VMA
10. bekkur, heimsókn í MA
28. mars
Fundur í skólaráði
31. mars og 1. apríl
Árshátíð Síðuskóla