
Fréttabréf
Leikskólinn Undraland, Flúðum
Skólahópurinn á faraldsfæti
Með þessari viku er sleginn lokatónninn í þessa aðlögun og alvaran tekur svo við í haust. Við óskum auðvitað krökkunum alls hins besta á nýjum vettvangi.
18 mánaða skólastrákar
Útinám og útivera
Langar sem styttri ferðir
Við minnum á að ekki er leikskóli þann 18. maí þar sem þá er uppstigningadagur
Töfrastund í félagsheimilinu
Leikskólinn Undraland
Stundum fæ ég í hendurnar mynd – (eða í augun) sem segir svo margt um nám og hversu vel kennslan gengur hjá okkur.
Þessi mynd er dæmi um þetta.
Ábyrgt starfsfólk sem varnar slysi.
Áhugasamir nemendur sem upplifa með höndum augum, eyrum og húð.
Náttúran lætur heldur ekki að sér hæða, áin, öndin, lyktin og vindurinn.
Algjört snilldarmóment og brosandi barnið, toppar þetta náttúrulega!
Email: undraland@undraland.is
Website: undraland.is
Location: Við Langholtsveg
Phone: 4806624
Facebook: https://www.facebook.com/leikskolinnUndraland
Hér eru alls konar konur komnar til starfa!
Birta er komin í framtíðarstarf hér hjá okkur ef fer sem horfir. Hún þarf þó aðeins að bregða sér frá í júní og halda úti leikjaskólanum með Orra.
Matthildur kemur til starfa 17. maí og Anna María er byrjuð á Hofi.
Laufey Gríms verður með okkur í maí og hleypur í hin ýmsu störf. Nú er hún t.d. að stússast í eldhúsinu.
Sigþrúður sem unnið hefur á Grænhól núna í afleysingum þarf að bregða sér aðeins í önnur verk inn á milli en kemur og leysir Valnýju af, því bóndinn þarf að sinna slætti og öðrum bústörfum frá og með miðjum júní.
Það er alveg ómetanlegt að fá stelpurnar inn sem allar hafa reynslu af því að vera hér í Undralandi eða öðrum leikskóla eins og Birta.
Við komu þeirra eykst margbreytileikinn töluvert, því Birta er að hluta frá Bandaríkjunum og Anna María rúmensk.
Ekki leiðinlegt!
Ekki má heldur gleyma Andrejs sem hjálpar til hér innan húss við ýmis verkefni sem gott verður að koma frá.
Vikur um vikur til alls konar vikna
Nú eru að ganga í garð alls konar vikur:
5. - 9. júní verður vatnsvikan ofurblauta
12. - 16. júní verður skógarvikan en þá flyst leikskólastarfið að stærstum hluta út. Vorhátíðin okkar verður líka í þeirri viku, þann 16. júní.
19. - 23. júní verður gönguvikan okkur.
27. júní er útskrift skólahópsins okkar og 29. júní er síðasti dagur skólaársins hér í Undralandi. Starfsdagur er 30. júní.
Leikskóli er góður vinnustaður
Börn eru alls konar en öll eiga þau það sameiginlegt að vera einlæg, fróðleiksfús og frábærir félagar. Sýn þeirra á lífið er endalaus uppspretta gleðistunda í samræðum sem leik.
Leikskóli er góður vinnustaður fyrir þau sem finnst gaman að vera úti, lifa og upplifa. Sulla í mold og hoppa í pollum! Baða sig í sólinni eða leyfa regninu að falla á tunguna.
Vindurinn er orkugjafi og feykir okkur um og leyfir okkur að takast á við erfiðleikana, eflir þrautseigju og seiglu!
Leikskólinn okkar er líka góður vinnustaður því hér er gott vinnuumhverfi og frábært samstarfsfólk sem hugar vel að hvert öðru. Við erum stolt af starfinu okkar og viljum halda áfram að hlúa vel að börnunum og hvert öðru.
(Punktar úr starfsmannasamtölum og fundi um mótun skólastefnu.).
Við erum bara assgoti ánægð með okkur og við hlökkum til þess að undirbúa næsta skólaár með fjölbreyttum starfsmannahópi.
IE