
Fréttamolar úr MS
24. febrúar 2023
Dagsetningar framundan 📌
- 26. febrúar - sunnudagur: Stundatöflur nemenda birtast í Innu sunnudaginn 26. febrúar.
- 27. febrúar - mánudagur:
- Móttaka nýrra nemenda kl. 10.
- Hægt að óska eftir töflubreytingum í Innu til kl. 15:00
- 28. febrúar - þriðjudagur: Fyrsti kennsludagur vorannar - kennsla hefst skv. stundaskrá
- 1. mars - miðvikudagur: Rafíþróttalið MS keppir í 8-liða úrslitum FRÍS, hægt að fylgjast með í beinni á Twitch rás RÍSÍ.
- 4. mars - laugardagur: Brautskráning vetrarannar í Holti kl. 10:45
Töflubreytingar í Innu - leiðbeiningar
Kosningar SMS og aðalfundur
Kæru nemendur,
Nú fer að styttast í kosningar og af því tilefni boðum við til aðalfundar SMS 1. mars kl. 14:40 í Bjarmalandi 😊
Á fundinum verða kynntar mikilvægar breytingar fyrir kosningarnar og því hvetjum við öll sem ætla í framboð að mæta og taka þátt!
Sjáumst,
Kría félagsmálastjóri
↘️Ný leið til að bóka tíma hjá námsráðgjafa↙️
Námsver í stærðfræði á vorönn
Námsveri í stærðfræði verður haldið áfram á vorönn, á sömu tímu og sama stað og var nú undir lok vetrarannar. Hér má sjá hvaða kennarar sinna aðstoð á hverjum tíma:
- Þriðjudagar kl. 14:45 - 15:45
- Sveinbjörn og Leó
- Fimmtudagar kl. 15:00 - 16:00
- Sveinbjörn og Aðalbjörg
Jóhanna skólahjúkrunarfræðingur á nýjum stað
Á vorönn verður Jóhanna skólahjúkrunarfræðinur með aðstöðu á skrifstofunni. Jóhanna er við alla mánudaga og þriðjudaga kl. 9-13:30 og nemendur geta bókað tíma í gegnum Innu eða mætt og athugað hvort það sé laust. Hvetjum nemendur til að nýta sér þessa þjónustu!
Ýmis bjargráð í námi💪
Hér má finna lifandi upplýsingavegg náms- og starfsráðgjafa við Menntaskólann við Sund. Padlet-veggurinn samanstendur af heilmiklum upplýsingum sem geta nýst öllum nemendum sem og öðrum, varðandi námstækni, bjargráð, ýmsar uppslýsingar er varðar uppsetningu námsferla í MS, háskólanám og nám erlendis, svo eitthvað sé nefnt.
Póstur frá tölvaðstoð 💻
Í fríinu er gott að uppfæra tölvur og endurræsa svo þær mæti frískar til leiks á næstu önn. Macbook vélar þurfa líka á hvíldinni að halda svo það gott að endurræsa (restart) þær áður en þið hefjið vorönnina. Kynnið ykkur endilega upplýsingar á heimasíðunni um tölvuaðstoð.