
Fréttabréf skólanna
Virðing - vellíðan - árangur
Janúar 2023
Á nýju ári er gott að fara yfir liðið ár - hvað var vel gert og hvað má betur fara. Taka stöðuna og stilla sig af og vera viss um að við séum öll að stefna í sömu átt.
Í grunn- og leikskólanum höfum við verið að samþætta kennslu þvert á skólastig og námsgreinar. Önninni er skipt upp í þrjú þemu og eru bæði grunn- og leikskólinn komin vel á veg með þemað "Hver er ég". Í þemanu er lögð áhersla á heilbrigði og velferð, að nemendur þekki sig, fjölskyldu sína, eigin líðan og tilfinningar svo fátt eitt sé nefnt.
Námsvísarnir ættu að finnast á heimasíðu skólanna undir "Námsvísar" og ég hvet ykkur til að skoða.
Námsviðtöl grunnskólans eru í næstu viku þar sem farið er yfir námslega stöðu með ykkar barni og umsjónarkennara. Hvert ber að stefna? Það er mikilvægt að við vinnum saman að því að styðja hvern og einn nemenda til að gera hann sem sjálfstæðastan til að taka ábyrgð á sínu námi.
Tónlistarskólinn hefur einnig tekið miklum breytingum upp á síðkastið en við höfum ráðið til okkar tvo tónlistarkennara í rafræna kennslu. Í byrjun leggjum við áherslu á að þeir sem eru lengra komnir og geti unnið sjálfstætt fari í þá tíma og Stefán geti einbeitt sér að þeim sem þurfa meiri stuðning.
Fyrstu tímarnir hafa farið vel af stað og það verður spennandi að fylgjast með þessu verkefni.
Við fögnum því að unglingadeildin okkar er komin í töluvert meira samstarf við Þingeyjarskóla á þessari önn en nemendur unglingastigs eru einungis fimm talsins þessa önnina og því orðið ansi fámennt hjá þeim. Á mánudag hefjum við tilraunaverkefni til einnar annar þar sem unglingarnir og Karen umsjónarkennari fara niður í Þingeyjarskóla frá mánduegi til fimmtudags, á föstudögum eru svo allir saman komnir hér í Reykjahlíðarskóla. Þetta verður auðvitað mikil breyting fyrir alla og heljarinnar áskorun en þetta er tilraunarinnar virði og ég er viss um að allir eigi eftir að njóta góðs af.
Eins og þið sjáið þá eru verkefnin allskonar og skólastarfið okkar blómstar sem aldrei fyrr. Ég hvet ykkur enn og aftur til að hafa samband við mig eða kennara barnanna ykkar ef það eru vangaveltur eða spurningar. Við erum öll í sama liði.
Anna Sigríður
Útivera
Minnum á að merkja öll föt!
"Snjóhúsið" í frístund
Græna bókasafnið
Velkomin á bókasafnið okkar
Á döfinni
20. jan Bóndadagskaffi í leikskólanum 14:00
23. jan Foreldraviðtöl í grunnskólanum
24. jan. Niðurstöður kannaninnar kynntar 16:30 í grunnskólanum24.-26. jan Dansdagar í grunnskólanum/skólahóp
26. jan. Ævintýradagur í leikskólanum
2. feb. Þorrablót
6. feb. Dagur leikskólans
7. feb. Dagur tónlistarskólans
Heimasíður skólanna
Heimasíða grunnskólans: https://reykjahlidarskoli.is/
Myndir, matseðill, upplýsingar um stoðþjónustu og fleira er að finna á heimasíðu skólanna.
Email: anna@reykjahlidarskoli.is
Phone: 464-4149 464-4375