
Flataskólafréttir
Skólaárið 2022-2023 - 1. september 2022
Kæra skólasamfélag!
Eins og kynnt hefur verið voru skipti á þjónustuaðilum í mötuneytinu hjá okkur að undangengnu útboði í vor, en fyrirtækið Matartíminn tók við matseldinni í Flataskóla, Garðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla. Þetta þýddi að skipta þurfti að hluta um tæki í eldhúsum skólanna auk þess sem skipta þurfti um leirtau. Það getur tekið sinn tíma að fá búnað erlendis frá þessi misserin og því bíðum við m.a. enn eftir diskum til notkunar í mötuneytinu. Það hefur því þurft að leysa málin með pappadiskum núna fyrstu dagana við mismikla hrifningu nemenda, skiljanlega. Þetta stendur hins vegar til bóta á allra næstu dögum, matarafgreiðslan er farin að ganga fljótt og örugglega, maturinn smakkast vel og salatbarinn er orðinn sérlega girnilegur.
Helsta áhyggjuefnið þessa stundina er mönnun frístundarinnar Krakkakots en þar vantar okkur enn starfsfólk. Það eru því enn 15 nemendur úr 3. og 4. bekk á biðlista eftir plássi, en margar skráningar bárust reyndar mjög seint. Við vonumst hins vegar til að úr rætist innan skamms.
Við erum því bara bjartsýn á framhaldið og stefnum sjálfsögðu að ljómandi góðu skólaári!
Bestu kveðjur úr skólanum!
Ágúst skólastjóri
Kór Flataskóla byrjar aftur!
Nú ætlum við að fara af stað aftur með kórinn í Flataskóla og viljum við hvetja öll börn í 3.- 7. bekk sem vilja syngja að koma og vera með. Æfingar verða einu sinni í viku, miðvikudögum kl. 14:15-15:15 og kórstjóri verður Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Í kór lærir maður ýmislegt gagnlegt sem á eftir að nýtast manni í framtíðinni, meðal annars:
- Syngja í hóp og finna samhljóm
- Standa og fylgja fyrirmælum
- Skilning og framburð á texta
- Túlkun tilfinninga
- Þjálfa tóneyrað
- Frábær félagsskapur og vinátta
- Koma fram á viðburðum og tónleikum
Þið skráið ykkar barn með því að senda tölvupóst á Sólveigu á vocalist@vocalist.is með upplýsingum um nafn barns og bekk.
Við byrjum 7. september og hlökkum til að fara af stað aftur með kórastarfið.
Foreldrastarf - vilt þú hafa áhrif?
Hefðbundið hlutverk bekkjarfulltrúa er að vera tengiliðir foreldrahópsins við kennara og skólann almennt, að koma á bekkjarskemmtunum o.fl. Áhugi er hins vegar fyrir því meðal stjórnar Foreldrafélagsins og skólastjórnenda að stuðla að auknu samtali og samráði milli foreldra og skólans um allt sem viðkemur starfinu í skólanum. Þannig eru uppi hugmyndir um reglulega fundi skólastjórnenda og fulltrúaráðs foreldra, sem samanstendur af bekkjafulltrúum, þar sem farið er yfir einstaka þætti í starfinu og fengin fram sjónarmið foreldra. Þannig myndu fulltrúar foreldra í skólaráði einnig fá formleg tækifæri til að bera fram mál til umræðu við foreldrahópinn og sækja umboð til hans á hverjum tíma, foreldrar kæmu í auknu mæli að formlegu mati á skólastarfinu o.fl. Við hvetjum því sérstaklega þá forráðamenn hafa áhuga á innra starfi skólans til að gefa kost á sér sem bekkjarfulltrúa, í stjórn Foreldrafélagsins eða sem fulltrúa í Grunnstoð - samtökum foreldra í Garðabæ. Á aðalfundi Foreldrafélagsins verða kjörnir fulltrúar í eftirfarandi hlutverk:
Stjórn Foreldrafélagsins - Einn fulltrúi úr hverjum árgangi. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og stýrir starfi félagsins. Kjörin til eins árs í einu. Sjá hér
Fulltrúar í Grunnstoð - Fulltrúar Flataskóla í Grunnstoð eiga í samskiptum við skólastjórnendur og stjórn Foreldrafélagsins og fá ábendingar um hvað mætti betur fara tengt málum Flataskóla. T.d. umferðarmál, skólalóð og skólabyggingu. Auk þess ræðir Grunnstoð heildstæð atriði í kringum grunnskólabörn í Garðabæ s.s. frístundabílinn, útivistartíma, öryggi og á í samtali við bæjaryfirvöld um þau atriði og því sem kemur Flataskóla við.
Fulltrúar í Grunnstoð skipta með sér verkum til að klára málin og þrátt fyrir að þetta séu margir fundir og einhver vinna á milli funda þá er mjög hvetjandi að finna samtakamátt á milli grunnskóla og einnig að bera saman bækur og læra hvert af öðru. Þetta er því kjörinn vettvangur til að læra um, skilja og geta haft áhrif á atriði tengd lífi grunnskólabarna í bænum. Sjá nánar hér
Haustkynningar / bekkjakvöld
Hugmyndin er að fyrirkomulagið verði þannig að nokkru eftir að árgangur hefur troðið upp á morgunsamveru munu umsjónarkennarar, í samstarfi við bekkjarfulltrúa, boða til bekkjarkvölds þar sem gert er ráð fyrir fullri mætingu forráðamanna. Þar er stefnt að því að nemendur stígi á stokk og sýni atriðið sitt, foreldrar fái kynningu á starfinu og börn og fullorðnir eigi góða stund saman. Þessir viðburðir verða auglýstir síðar í hverjum árgangi fyrir sig en markmiðið er að í öllum árgöngum verði búið að halda bekkjarkvöld í síðasta lagi um miðjan nóvember.
Foreldrar nemenda í 1. bekk munu verða boðaðir á sérstakan kynningarfund í síðari hluta septembermánaðar þar sem þeir fá nánari kynningu á skólanum, lestrarnámi barna o.fl.
Búa sig!
Fjölval
Haustboðinn ljóti
Hér má finna upplýsingar sem gott er vita af varðandi lúsina.
Aðalfundur Foreldrafélagsins
Dagskrá aðalfundar er skv. lögum félagsins:
· Kosning fundarstjóra og fundarritara
· Skýrsla stjórnar
· Skýrslur nefnda
· Lagabreytingar
· Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði
· Kosning fulltrúa í stjórn Foreldrafélags
· Kosning tveggja skoðunarmanna reikningai
- Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð (annað hvert ár - ekki í ár)
· Kosning fulltrúa í Grunnstoð
· Önnur mál
Fundurinn verður nánar auglýstur síðar en við hvetjum foreldra til að setja tímasetninguna í dagbókina!
Mentor - handbók fyrir aðstandendur
Skólapúlsinn í 6.-7. bekk
Skólinn notar kannanir Skólapúlsins til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja þá nemendur í skólanum sem eru á aldursbilinu 11-12 ára spurninga um líðan þeirra í skólanum, virkni þeirra í námi og almennra spurninga um skólastarf og bekkjaranda.
Vinnsla könnunarinnar uppfyllir skilyrði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga og er í samræmi við GDPR reglugerð Evrópuþingsins.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um könnunina.
Ef foreldri er mótfallið því að barn þess svari spurningalistanum þá biðjum við um að haft sé samband við skrifstofu skólans og þá verður tryggt að könnunin verði ekki lögð fyrir viðkomandi barn.
Ef frekari spurningar vakna en finna má svör við á með tenglinum hér að framan er hægt að hringja í starfsfólk Skólapúlsins í síma 583-0700 eða senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.
Opnunartími skrifstofu
Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið flataskoli@flataskoli.is
Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu.
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.
Flataskóli Garðabæ
Email: flataskoli@flataskoli.is
Website: flataskoli.is
Location: Flataskóli, Gardabaer, Iceland
Phone: 513 3500