
Hvalrekinn
Október 2023
Vetrarfrí í nánd
Þá er komið fram í október og eins og ævinlega í skólastarfi þá er líf og fjör í skólanum. Í haust hefur meðal annars verið; Ólympíuhlaup, ferðir í Hafnarborg og eins höfum við fengið nokkrar heimsóknir kennara erlendis frá og margt fleira.
Vetrarfrí er framundan nú eftir helgina á mánudag og þriðjudag. Vonandi njótið þið þess með ykkar börnum og eigið góðar stundir saman. Við byrjum með spiladag á föstudaginn sem verður í síðustu tímunum fyrir hádegismat. Hefðbundnum skóla líkur síðan að loknum hádegismat.
Eins og ég sagði hér fyrir ofan vona ég að allir eigi eftir að eiga ánægjulegt vetrarfrí með sínum og síðan eigum við áfram ánægulegt skólaár!
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri
Hvaleyrarskóli er hnetulaus skóli
Spiladagur föstudaginn 20. október - skertur dagur og kennt til hádegis - mætum öll í bleiku
Á föstudaginn ætlum við aðeins að breyta til og vera með spiladag í skólanum. Rétt áður en allir detta inn í vetrarfrí. Það verður líka bleikur dagur hjá okkur á föstudaginn.
Hefðbundin kennsla verður í fyrstu tvo tímana frá kl. 8:20 - 9:40. Eftir frímínútur frá kl. 10:00 - 12:00 verður spilatími hjá öllum árgöngum skólans. Skipulagið verður aðeins mismunandi eftir deildum skólans en hjá flestum verður blandað innan árgangs eða stigs.
Klukkan 12:00 fara síðan allir í hádegismat þar sem bleikur grjónagrautur verður á boðstólnum i tilefni af blekum degi.
Þegar skóladegi lýkur geta þeir nemendur í 1. - 4. bekk sem skráðir eru í Holtasel farið þangað.
Friday, October 20th will be a reduced day at Hvaleyrskóli, but on that day school will enda at the lunch time. When the school day ends, the students registered in Holtasel can go there.
Vetrarfrí 23. og 24. október
Vetrarfrí verður í grunnskólum Hafnarfjarðar, mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. október.
Frítt er í sund í vetrarfríi grunnskólanna og söfnin bjóða uppá spennandi dagskrá fyrir grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um dagskrána á íslensku og ensku:
There will be a Winter break on Monday the 23th and Tuesday the 24th of October. We hope all our students and their families will enjoy their winter break.
Verið - dagskrá fyrir október
Skjánotkun
Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra hversu mikil skjánotkun er á heimilinu.
Foreldrar þurfa því að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og einnig að skipuleggja skjálausar stundir saman.
Hér má finna skjáviðmið fyrir börn og ungmenni.
Myndir frá skólastarfinu
Lestur er lífsins leikur
Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu og bág lestrarfærni getur haft neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með tækifæri á lífsleiðinni síðar meir. Þær staðreyndir að lestrarfærni íslenskra barna fór halloka voru kveikja þess að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði lögðu áherslu á að móta skýra og skilvirka læsisstefnu í Hafnarfirði sem næði til nemenda, kennara og foreldra. Unnið hefur verið markvisst eftir þeirri stefnu undanfarin ár sem hefur meðal annars skilað sér í aukinni samfellu milli skólastiga og lagt línurnar um mikilvægi læsis sem grunnstoð náms.
Hér má finna endurskoðaða lestrarstefnu Hafnarfjarðar Lestur er lífsins leikur.
Stjórn foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn þriðjudaginn 5. september. Þar var ný stjórn kosin og hana skipa; Lisa Maríudóttir Mahmic formaður, Guðvarður Ólafsson, Inga Sigrún Kristinsdóttir, Dagný Rós Stefánsdóttir, Fanney Þóra Magnúsdóttir, Anna Louise Ásgeirsdóttir og Natalie Scholz.
Bekkjartenglar geta sótt um styrk fyrir viðburðum
Eins og undanfarin ár hefur Foreldrafélag Hvaleyraskóla ákveðið að styrkja bekkjartengla í 1. - 5. bekk um hámark 10.000 kr. á önn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með bekkjunum. Fyrirkomulagið er þannig að kvittanir fyrir útlögðum kostnaði auk samantektar á heildarkostnaði er send á póstfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@hvaleyrarskoli.is). Þar sem fram þarf að koma er; nafn bekkjar og tilefni (hvað var gert með bekknum) og nafn, kennitala og bankaupplýsingar bekkjartengils. Foreldrafélagið endurgreiða útlagðan kostnað eftir um viku.
Nú eru komnir bekkjartenglar í alla árganga skólans sem er frábært og takk fyrir það kæru foreldrar. En það er alltaf pláss fyrir áhugasama og þeir sem hafa áhuga endilega sendið póst á Kristin skólastjóra eða Lisu formann foreldrafélagsins. Það er mikilvægt að efla starfið í foreldrafélaginu og í kringum börn okkar.
Fundur bekkjartengla
Haldinn var fundur með bekkjartenglum þriðjudaginn 19. september á sal skólans. Fín mæting var go skemmtilegar umræður og margir bekkir eru búnir að vera með hitting hjá sínum árgangi.
Stjórn foreldrafélgsins.
Skóladagatal 2023 - 2024
Hér má finna skóladagatal Hvaleyrarskóla fyrir skólaárið 2023-2024
Bjarg - deild fyrir nemendur sem sækja um alþóðlega vernd
Lestur er lífsins leikur
Mentor - leiðbeiningar fyrir foreldra/forráðamenn
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/