
Fréttabréf forseta í júní 2019
Delta Kappa Gamma á Íslandi, félag kvenna í fræðslustörfum
Landssambandsþing 4.maí
Á þinginu var hefðbundinn aðalfundur þar sem lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar sem hvorutveggja var samþykkt. Fulltrúi alþjóðasamtakanna á fundinum var Dr. Lace-Marie Brogden annar varaforseti og flutti hún okkur fréttir af alþjóðastarfinu. Ný stjórn var kjörin og tekur hún formlega við þann 1.júlí. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir í Alfadeild verður okkar næsti landssambandsforseti og með henni verða í stjórn þær Jónína Hauksdóttir og Aníta Jónsdóttir úr Betadeild, Guðrún Edda Bentsdóttir úr Kappadeild og Theodóra Þorsteinsdóttir úr Deltadeild.
Menntamálanefnd skipulagði fræðsluerindi eftir hádegið, þar fjallaði Lace-Marie Brogden um leiðtogafærni og hversu mikilvægt það er að taka sjálfur forystu í eigin lífi og að því loknu fjallaði Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir um líffsögur ungs fólks. Við áttum svo samræður um erindi Sigrúnar og hvernig DKG gæti, í ljósi þess sem þar hafði komið fram, lagt sitt af mörkum til að gera kennurum betur kleift að koma til móts við ungt fólk. Mér fannst þingið skemmtilegt eins og við er að búast þar sem DKG konur koma saman. Takk fyrir þátttökuna. Hér er hlekkur á fundargerð landssambandsþingsins á vefnum okkar.
https://www.dkg.is/is/thing-og-namskeid/landssambandsthing/lands-thing-2019
Landssambands-þing 4.maí 2019
Landssambands-þing 4.maí 2019
Helga Guðný, Sigrún og Jenný
Fráfarandi stjórn og starfsmenn
Skipst á nælum
Fráfarandi stjórn með Dr. Lace-Marie Brogden
Alþjóðaráðstefnan 25.-27.júlí
Happadrætti á ráðstefnunni
Vorfundur Deltadeildar
Ég þakka Deltasystrum kærlega fyrir boðið, fundinn og skemmtilega samveru í dásamlegu umhverfi.
Vorfundur Deltadeildar
Vorfundur Deltadeildar
Vorfundur Deltadeildar
Komið að lokum starfstímabils stjórnar
Það líður nú að lokum starfstímabils þessarar stjórnar og því finnst mér rétt að þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf þessi tvö ár sem það hefur staðið. Ég vil líka þakka fyrir tækifærið sem ég fékk með því að fá að vera forseti, það hefur verið ákaflega lærdómsríkt og jafnframt skemmtileg reynsla. Ég hlakka til að starfa með nýrri stjórn og forseta og þó að þetta hafi verið góður tími er líka gott að honum er að ljúka því auðvitað hefur hann verið annasamur og ýmis önnur verkefni setið á hakanum fyrir vikið. Forseti verður nú samt á vaktinni til 30.júní og svo tekur við stúss í kringum ráðstefnuna. Ég vonast til að hitta ykkur sem flestar þar.