
Fréttamolar úr MS
12. desember 2022
DAGSETNINGAR FRAMUNDAN
- 14. desember - miðvikudagur: Jólabaulan, söngvakeppni SMS, í Gamla bíó kl. 20.
- 16. desember - föstudagur: Síðasti kennsludagur fyrir jól
- 19. desember - mánudagur: Matsdagur
- 20. desember - þriðjudagur: Matsdagur
- 3. janúar - þriðjudagur: Skrifstofa skólans opnar að loknu jólaleyfi
- 4. janúar - miðvikudagur: Fyrsti kennsludagur á nýju ári
🧦🧣☃️
DAGSKRÁ MATSDAGA 19.-20. DESEMBER
Birt með fyrirvara um breytingar
🕯 JÓLAVIKA 12.-16. DESEMBER! 🌛
Það er jólavika í MS dagana 12.-16. desember. Dragið endilega fram fallegustu jólapeysurnar og annað íklæðanlegt jólaskraut til að skreyta ykkur með ☃️
SÍÐASTI DAGUR HJÚKRUNARFRÆÐINGS Í BILI
Jóhanna hjúkrunarfræðingur verður við á morgun, þriðjudaginn 13. desember. Hægt er að panta tíma í Innu eða mæta í JAR21 á bilinu 9-13. Þetta er síðasti dagurinn hennar Jóhönnu í skólanum á þessu ári og hún verður ekkert í skólanum í janúar en kemur aftur til leiks í febrúar 2023.
🧦🧣☃️
🧦🧣☃️
STÖÐUPRÓF
Stöðupróf í tungumálum verða haldin í MS í desember og í janúar.
- Þann 19. desember verður haldið stöðupróf í dönsku, nánari upplýsingar hér.
- 25. janúar verða svo haldin stöðupróf í spænsku, ensku, rússnesku og þýsku, nánari upplýsingar hér.
Greitt er sérstaklega fyrir prófin sem geta veitt allt að 20 einingar í tungumáli. Prófin eru bæði fyrir nemendur MS sem og aðra.
Á aðalfundi Foreldraráðs MS kom Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu og sagði frá því sem rannsóknir og gögn segja okkur um notkun barna á vímugjöfum, um svefn og líðan. Erindið var mjög áhugavert og hér er hægt að horfa á upptöku af erindi Margrétar á öðrum vettvangi reyndar - en efnistök þau sömu. Mælum með myndbandinu hér að neðan fyrir nemendur og foreldra!
Áhrif heimsfaraldurs á framhaldsskólanema
NJÓTIÐ JÓLAFRÍSINS 🧦🧣☃️
Have Yourself a Merry Little Christmas