
Danska og Upplýsingatækni-mennt
Dansk er dejlig
Þemaverkefni - 8. bekkur
Nemendur skapa persónu sem þeir kynna fyrir nemendum og kennurum
Í verkefninu notið þið dönsk orð tengdum líkama, fjölskyldu og áhugamálum (fæst hjá kennara).
Þið skilið verkefninu á einhverju tölvutæku formi. Afraksturinn notið þið við kynningar á verkefninu.
UT tól og tæki
Þið megið velja verkfæri úr þessum lista að nota í kynningarnar ykkar:
Kahoot: https://kahoot.com/
Canva: https://www.canva.com/
Powtoon: https://www.powtoon.com/edu/join-group/ lykilorðið er Sera
Sway: https://sway.com/ (athugið að nota skólainnskráningu inn á þessa síðu)
Smore: Notið smore.com/students og lykilorðið DB530449
Wix: https://www.wix.com/
Myndband (iMovie, Movie maker ...)
Skráning afraksturs og fyrirkomulag þemaverkefnanna
Allir nemendur í 8. bekk eiga að skrá sig inn á Google classroom síðu og setja inn lykilorðið w5nrt. Þar skila nemendur inn einstaklingsskýrslum og halda utan um það sem þeir eru að læra. Öll heimildaskráning, greining á notkun UT, list eða verkgreinum verður að koma fram í einstaklingsskýrslunum. Úr þessu þema á einnig að setja inn tengil á þá síðu sem hópurinn vinnur að fyrir kynningarnar.
Allt það sem sett er þar inn er notað til að meta nemendur í list og verkgreinum ásamt UT.
Tímalínan
Mat á verkefninu
Danska - hæfniviðmið sem þið eigið að vinna með í verkefninu (og verða metin)
Danska hæfniviðmið
· skilið talað mál um efni er varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar talað er skýrt og áheyrilega,
· fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að nýta í verkefnavinnu,
· tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf,
· flutt einfalda, undirbúna kynningu á efni sem tengist náminu og flutt tilbúið eða frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra,
· samið texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
· nýtt sér eigin reynslu og þekkingu þegar kemur að því að tileinka sér nýja þekkingu,
· tekið þátt í samvinnu um ýmis konar viðfangsefni og sýnt öðrum tillitssemi,
· nýtt sér algengustu hjálpartæki, s.s. uppflettirit, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar,
Markmið í UT kennslu fyrir 8-10 bekk
Ég er mjög klár í að leita mér nauðsynlegra upplýsinga á netinu
Ég get notað fjölbreyttar leiðir til að leita upplýsinga (t.d. ekki bara Google)
Ég er með skýr markmið um hvernig ég ætla að uppfylla kröfur fagsins
Ég get unnið eftir eigin markmiðum
Ég get nýt netið og forrit til að skila verkefnum á skapandi hátt
Ég kann að nota orðabækur á netinu í öllum tungumálum (líka íslensku)
Ég kann að nota leiðréttingarforrit á öllum tungumálum
Ég horfi gagnrýnum augum á þær upplýsingar sem ég finn á netinu og nota í verkefnin mín
Ég geri mér grein fyrir því að sumar heimildir eru betri en aðrar
Ég kann að setja upp heimildaskráningu bæði með tilliti til reglna og með því að nýta mér forrit til að setja þau upp rafrænt
Ég kann að setja fram töluleg gögn með hjálp forrita eða hugbúnaðar
Ég er mjög klár í að setja fram ritunarverkefni og töluleg gögn og nota ýmsar lausnir sem forritin bjóða upp á.
Ég kann að nota forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda
Ég get notað fjölbreyttar aðferðir til að setja upp heimasíður
Ég get lýst því hvað ég kann í sambandi við tölvur og hvernig þær nýtast mér
Ég get notað ýmsa tölvutengda miðla til að koma þekkingu minni á framfæri
Ég sýni mikla ábyrgð við meðferð og dreifingu upplýsinga í öllum tilfellum
Ég nota hvorki texta né myndir frá öðrum sem ég finn á netinu, án þess að vitna í höfund þess/þeirra
Ég er kurteis og ábyrgur notandi samfélagsmiðla og þekki Saft reglurnar um góð og eðlileg samskipti á netinu.
Ég veit hvernig ég get orðið góður stafrænn borgari og veit hvað fellst í þeirri skilgreiningu.