
Heimaskólar
Hörðuvallaskóli - 16. apríl
Nýjar tillögur
Heimaskólarnir verða enn opnir næstu vikurnar eða til 4. maí. Þá vonum við að skólahald verði aftur eðlilegt og heimaskólarnir geti lokað. Í Hörðuvallaskóla er búið að setja flest alla nemendur í 6. til 10. bekk í fjarkennslu en yngri nemendur fá að mæta í skólann og eru næstum heilan skóladag. Þetta fréttabréf er því að mestu tileinkað eldri nemendum.
Skákmót í apríl 2020
Allir foreldrar eru hvattir til að skrá sín börn.
Listaverk úr náttúrulegum efnivið
Náttúrleg efni eins og könglar, trjágreinar og jafnvel rusl (sem er náttúrulega ekki náttúrulegt) henta líka í skartgripagerð.
Blóm - könglar og spýtur
Listaverk
Hringir - könglar notaðir og litaðir
Spaghetti áskorun
Önnur leið til að læra eðlisfræði er að nota spagettí, búa til brú sem heldur sífellt þyngri hlutum, byggja turn sem nær alla leið upp í loft eða mjög háan sem hægt er að færa úr stað. Það má líka nota spagettí til að útbúa rúmfræðilega hluti eins og þríhyrninga, ferninga, sívalninga... en líklega ekki hringi. Það er hægt að nota sykurpúða, límband eða band til að setja saman hluti eða jafnvel prófa allt í sitthvoru verkefninu til að finna út hvað virkar best.
Hér eru upplýsingar um spaghetti - sykurpúða áskorun.
Plokk og listasmíð
Önnur leið er að nýta ruslið til að skapa eitthvað flott eða nytsamlegt. Í myndunum hér fyrir neðan eru dæmi um umhverfislistaverk sem eru gerð úr efnivið sem fannst við að plokka nágrenni skólans.
Efnafræði
Veðrið
Ipadinn - Keynote, Green screen og kvikmyndagerð
Netflix
Súrdeigsmamma
Þegar mamman ykkar er tilbúin er komið að því að baka og á netinu eru margar góðar uppskriftir af súrdeigsbrauði, pönnukökum eða jafnvel pizzum úr súrdeigi. Góða skemmtun.
Stopmotion - kvikmyndagerð
Það eina sem þú þarft er síminn þinn eða ipadinn, app og hlutina sem þú ætlar að nota (kubbar, matvara, sælgæti eða bara hvað sem er sem í kringum þig).
Hér er gaur sem útskýrir hvernig maður gerir frábærar hreyfimyndir með símanum sínum.