
Fréttabréf Síðuskóla
2. bréf - september - skólaárið 2022-2023
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Skólastarfið er komið í fullan gang og fer vel af stað. Það er dásamlegt að fá svona gott veður á fyrstu vikunum og eru krakkarnir mikið úti. Í þessum mánuði verða haustfundir fyrir foreldra og mikið er gaman að geta fengið alla í skólann.
Fundirnir verða með breyttu sniði þetta árið enda gaman að prófa nýtt fyrirkomulag, sjá skipulag hér aftar í bréfinu.
Í næstu viku verður gönguferð þar sem nemendur og starfsfólk ganga stóra hringinn í Krossanesborgum. Við göngum frá skólanum og til baka. Skóladeginum lýkur kl. 13.15. Gönguferðin er upphaf átaksins Göngum í skólann en á meðan því stendur eru nemendur og starfsmenn hvattir sérstaklega til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Þetta verkefni er liður í Grænfánaverkefni skólans þar sem þemað okkar er loftslagsmál.
Við göngum inn í þetta skólaár full af bjartsýni þar sem leiðarljós okkar er að vinna saman, ná árangri og gleðjast!
Með góðri kveðju!
Ólöf, Malli og Helga
Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku
Haustfundir með foreldrum/forráðamönnum.
Þriðjudaginn 20. september kl. 14.30 fyrir 6.-10. bekk.
Byrjað verður á sal þar sem Nanna Ýr Arnardóttir verður með erindi um svefn og svefnvenjur barna og ungmenna. Erindið verður u.þ.b. 30 mínútur og eftir það verður farið í kennslustofur barnanna með kennurunum.
Húnaferð í 6. bekk
Um daginn var 6. bekk boðið í siglingu með Húna II. Krakkarnir fengu fræðslu fum borð og síðan var rennt fyrir fisk. María Líf veiddi stærsta þorsk sem hefur veiðst í sumar í ferðum Húna II.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr ferðinni.
Á döfinni
7. september
Gönguferð hjá öllum skólanum, upphaf átaksins Göngum í skólann.
8. septemberDagur læsis
13. september
Haustfundir hjá 1.-5. bekk
16. september
Dagur íslenskrar náttúru
20. september
Haustfundir hjá 6.-10. bekk
26. september
Evrópski tungumáladagurinn
Heimsókn í 4. bekk
Göngum í skólann
Gönguferð í Krossanesborgir þann 7. september nk. verður upphaf átaksins Göngum í skólann en það stendur yfir frá 7. september til 5. október. Meðan á því stendur eru nemendur og starfsmenn hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Ásamt þvi að hvetja til virks ferðamáta er markmiðið að auka færni nemenda í að ferðast á öruggan hátt í umferðinni, fræða þá um mikilvægi hreyfingar og um leið minnka umferð og mengun í kringum skólann. Ávinningurinn er gríðarlega mikill og mikilvægt að hvetja börnin til þess að hreyfa sig og tileinka sér sem öruggastan ferðamáta til og frá skóla.
Frá skólasetningu Síðuskóla 2022
Reiðhjól og hjálmar
- Nemandi sem kemur hjólandi í skólann gerir það á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem meta færni barnsins og aðstæður á hjólaleiðinni. Skv. 44. grein umferðarlaga mega börn yngri en níu ára ekki hjóla á akbraut án leiðsagnar og eftirlits aðila sem hefur náð 15 ára aldri. Þar af leiðandi getur skólinn ekki mælt með að þeir nemendur komi á hjóli í skólann nema í fylgd fullorðinna.
- Samkvæmt umferðarlögum er börnum yngri en 16 ára skylt að nota reiðhjólahjálm.
Ákvörðun er foreldra og á ábyrgð þeirra.
Heimsókn í sjónlistir hjá 7. bekk
Umhverfissáttmáli Síðuskóla
1. Berum virðingu fyrir náttúrunni og umhverfi okkar og sýnum það í verki.
2. Nýtum alla hluti vel og spörum.
3. Flokkum, endurvinnum og forðumst notkun einnota umbúða.
4. Sóum ekki mat.
5. Drögum úr mengun og notum umhverfisvænar vörur og samgöngumáta.
6. Lærum að þekkja átthaga okkar, nánasta umhverfi sem og perlur í íslenskri náttúru.
7. Umgöngumst jörðina í anda sjálfbærar þróunar.