
Fréttamolar úr MS
21. september 2022
Skólahjúkrunarfræðingur í MS
Nú í haust hóf störf skólahjúkrunarfræðingur Menntaskólans við Sund, Jóhanna Eiríksdóttir, johanna.eiriksdottir@heilsugaeslan.is
Nemendur geta bókað tíma hjá Jóhönnu í gegnum INNU (sjá leiðbeiningar hér) en það má líka koma við og athuga hvort það sé laust.
Dæmi um erindi:
- Vanlíðan, líkamleg, andleg, félagsleg, eitthvað tengt kyn
- Aðstoð við að gera góða heilsu enn betri
- Hjálp við að tengjast heilsugæslu eða öðrum úrræðum ef þarf
- Annað
Viðverutími og staðsetning skólahjúkrunarfræðings:
- Viðvera: Mánudaga og þriðjudaga kl. 9 – 13
- Staðsetning: JAR21 og JAR22
Email: johanna.eiriksdottir@heilsugaeslan.is
Website: https://www.msund.is/thjonusta/skolahjukrunarfraedingur
Location: JAR21 og JAR22
Phone: 5807300
Matsdagar framundan
Fimmtudagurinn og föstudagurinn 29.-30. september eru matsdagar í MS. Á matsdögum vinna kennarar að námsmati og nemendur sinna heimanámi og verkefnum. Ekki er skráð viðvera á matsdögum en skólinn er opinn og kennurum er heimilt að boða nemendur í skólann í tengslum við námsmat, t.d. í sjúkrapróf.
Þriðjudaginn 27. september kl. 12:05 kemur Geðlestin í heimsókn í MS. Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar.
Breyttur opnunartími skrifstofu
- Breyting hefur verið gerð á opnunartíma skrifstofu skólans. Verður skrifstofan nú opin frá 8:00 - 14:00 alla daga.
- Það er enn sem áður alltaf hægt að senda póst á msund@msund.is.
Minnum á að veikindi þarf að skrá samdægurs í Innu
Sjá leiðbeiningar með því að smella á hnappinn.
Tölvuaðstoð í MS - smelltu hér
Tölvuumsjón veitir nemendum aðstoð er snýr að þeim vélbúnaði og hugbúnaði sem skólinn veitir, sem og almenna tölvuaðstoð fyrir nemendur. Á svæði tölvuumsjónar á heimasíðunni er að finna ýmiss konar leiðbeiningar.