
Hvalrekinn
20. maí 2022
Þá er þessu skólaári næstum lokið. Ekki blés nú byrlega fyrir okkur í upphafi þessa árs og í kringum áramótin en með dugnað og seiglu tókst okkur að komast í gegnum þann skaflinn.
Það verður ánægjulegt að geta tekið á móti nemendum og foreldrum á skólaslitin núna 8. júní. Vonandi sjáum við ykkur sem flest.
Ég óska þess að þið öll hafið það sem best í sumar. Njótið sumarsins, hlúum að okkar nánustu og mætum hress og kát í ágúst þegar skólinn hefst að nýju.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.
Síðustu skóladagar þetta skólaárið
- Dagskrá bekkja/ árganga má sjá á Mentor.
Vorskólinn, verður 19. og 23. maí
Lokað fyrir útlán á bókasafninu mánudaginn 16. maí.
Stelpur og tækni þann 19. maí fyrir stúlkur í 9. bekk
19. maí eru síðustu skil á bókum á bókasafnið
23. maí er opnað fyrir lokamat nemenda í 10. bekk inn á Mentor þannig að nemendur hafa viku til að skoða og andmæla matinu. Eftir 27. maí er lokaeinkunnin endanleg.
Skipulagsdagur, 25. maí, frí
Uppstigningardagur 26. maí, frí
Útskriftarferð nemenda í 10. bekk er 30., 31. maí og 1. júní
- Nemendur í 7., 8. og 9. bekk þurfa að skila inn umsókn um valgreinar fyrir næsta skólaár ekki seinna en 30. maí. Valblað nemenda verður inni í Google classroom á Ipadinum.
- Nemendur eiga að skila spjöldum / Ipödum, hleðslutækjum og snúrum og vera búnir að taka lykiloðið af spjaldinu, sem hér segir:
* 10. bekkur – föstudaginn 27. maí, sjá bréf hér - * 7. - 9. bekkur – mánudaginn 31. maí, sjá bréf hér
Íþróttadagar á kennsludögum:
§ 30. maí – miðdeild kl. 12:15 – 14:00
§ 31. maí – yngsta deild kl. 10:00 – 11:20
§ 1. júní – 8. og 9. bekkur kl. 8:20 – 10:40
Fjölgreindaleikar 2. og 3. júní, tíminn er frá kl 08:20 - 13:20
Hvítasunna 5. og 6. júní, frí
Þriðjudaginn 7. júní er uppbrotsdagur/ önnur dagskrá en vanalega
Skólaslit 8. júní:
§ 1. og 2. bekkur kl. 8:30
§ 3. og 4. bekkur kl. 9:30
§ 5., 6. og 7. bekkur kl. 10:30
§ 8. og 9. bekkur kl. 11:30
§ Skólaslit nemenda í 10. bekk, kl. 15:00
Útskrift nemenda í 10. bekk
Myndataka verður af nemendum að lokinni athöfn.
Að lokinni athöfn er nemendum og gestum þeirra boðið að þiggja kaffiveitingar.
Fimmtudaginn 9. júní kl. 10:00 verða einkunnir nemenda í 10. bekk lesnar yfir í Innu og birtar nemendum í umsókn þeirra til framhaldsskólanna.
Skólaslit nemenda í 1. - 9. bekk
Skólaslitin í Hvaleyrarskóla verða miðvikudaginn 8. júní. Mæting nemenda á sal er sem hér segir:
Yngri deild:
- 1. og 2. bekkir kl. 8:30
- 3. og 4. bekkir kl. 9:30
Miðdeild:
- 5., 6. og 7. bekkir kl. 10:30
Elsta deild:
- 8. og 9. bekkir kl. 11:30
Nemendur mæta á sal skólans en fara síðan í sínar heimastofur með umsjónarkennara. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir á skólaslitin með sínum börnum..
Skipulagsdagur 25. maí
Miðvikudaginn 25. maí er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.
There will be no school for students on Wednesday the 25th of May as it is an inservice day for teachers and staff. Holtasel is open for children who are registered.
Hvetjum alla krakka til að taka þátt í sumarlesti Bókasafns Hafnarfjarðar 🙂
Skráning í sumarlestur er hafin! Allir krakkar geta skráð sig svo nú er um að gera að grípa lestrardagbækur og lestrarhestamiða á bókasafninu!
Virkið QR-kóðann eða heimsækið hfj.is/sumarlestur2022 og verið með
Hversu margar blaðsíður ætlar þú að lesa í sumar? 🐱👓
Hreinsunardagur
Miðvikudaginn 27. apríl vorum við í Hvaleyrarskóla með hreinsunardag. Árgöngum við skipt á svæð í nágreinni skólans og voru allir úti að tína í 1-2 kennslustundir.
Nemendur stóðu sig vel og safnaðist ótrúlega mikið af rusli sem Ragnar Óli húsumsjónarmaður fór síðan með á Sorpu. Hér má sjá nokkrar myndir frá hreinsunardeginum.
Glæsilegt hjá okkar nemendum.
Verið - dagskrá fyrir maí
Frá árshátíð nemenda í elstu deild
Skóladagatal 2022-2023
Skólasetning næsta skólaárs verður þriðjudaginn 23. ágúst. Tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur.
Sumarfrístund i Holtaseli 2022
Mánudaginn 13. júní hefst sumarfrístund í Holtaseli. Skráning fer fram á „mínum síðum“ á www.hafnarfjordur.is. Þeir sem hafa skráð barn í sumarfrístundina geta bætt sér í hóp á facebook sem heitir „Sumarfrístund í Holtaseli 2022“
https://www.facebook.com/groups/3192161660846984/
Hér má nálgast bækling fyrir starfið.
Skráning er eftir vikum og þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudögum eigi barn að byrja á mánudeginum á eftir. Allar nánari upplýsingar má finna á www.tomstund.is.
Vorskólinn
Foreldrar verða svo boðaðir á Skólafærninámskeið í lok ágúst.
Hvað getum við gert til að líða vel?
Á þessum fordæmalausu tímum sem við lifum er gott að vera í núinu, muna eftir öllu því góða sem er í kringum okkur og þakka fyrir það, því það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir.
Núvitund er góð leið til að ná ró og yfirvegun og hægt að stunda hvar sem er. Núvitund er að beina athyglinni að augnablikninu, því sem er hér og nú. Rannsóknir sýna að þeir sem stunda núvitund auka vellíðan sína, bæta heilsu, það dregur úr kvíða, streitu og depurð. Til að nálgast æfingar og öpp með núvitund þá er m.a. hægt að fara inn á þessar æfingar sem er hægt að hlaða inn á snjalltæki og hlusta hvar og hvenær sem er.
Á youtube eru hugleiðsluæfingar fyrir börn. En við fullorðna fólkið verðum líka og hugsa um okkur og hér má finna hugleiðsluæfingar fyrir fullorðna. Það er mikilvægt að við hugum að okkar heilsu því við verðum að vera stuðningur fyrir aðra t.d. börnin okkar því þau skynja vel ef við erum ekki í andlegu jafnvægi.
Þegar við eða nemendur erum í leik eða starfi getur verið gott að setja á tónlist eftir t.d. Friðrik Karlsson. Þessi tónlist er afslappandi og getur fengið okkur til að gleyma stund og stað og hugsa um eitthvað fallegt.
Á vefsíður Hugarfrelsis er hægt að kaupa hugleiðslusögur fyrir börn - ekki svo dýrar en alveg frábærar til að hlusta á fyrir svefninn eða bara hvenær sem er.
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/