
Fréttabréf Kópavogsskóla
Júní 2023
Sumarkveðja
Kær kveðja
Stjórnendur Kópavogsskóla
Þemavika hjá 6. bekk
6. bekkur var með þemaviku í maí þar sem nemendur og kennarar klæddu sig upp í mismunandi gervi á hverjum degi. Gaman var að sjá þegar þau fóru að birtast í alls konar fatnaði án þess að aðrir í skólanum vissu og getgátur voru uppi um hvaða þema væri hverju sinni.
Heimilisfræði
Heimilisfræði er alltaf með vinsælli greinum innan skólans enda gaman að elda sinn eigin mat. Kennslugreinarnar sameinast þarna hver á fætur annarri: lestur uppskrifta, stærðfræðin á fullu og ekki má gleyma spjallinu og samvinnunni úr lífsleikninni. Á þessum myndum má sjá ólíka hópa í heimilisfræðinni á vorönn og ekki hægt að segja annað en að gleðin sé við völd.
Sveitaferð hjá 1. bekk
Vorferð 1. bekkjar var í miðjum maí en þá fór bekkurinn í Miðdal í Kjós þar sem veðrið lék við hópinn. Gaman var að skoða dýrin, leika sér og að lokum voru grillaðar pylsur. Ferðin heppnaðist í alla staði vel.
Valgreinar á unglingastigi
Fjölmörg valfög eru í boði á unglingastigi skólans og er Lopapeysan mín eitt þeirra. Þarna eru nemendur að prjóna lopapeysu yfir veturinn undir handleiðslu Árnýjar kennara. Heilmikil vinna liggur á bak við hverja peysu og gaman fyrir nemendur að ganga út í hið íslenska sumar með hlýja flík!
ENDURFUNDIR ÚTSKRIFTARÁRGANGS KÓPAVOGSSKÓLA OG KJARNANS 2022
Miðvikudaginn 24. maí síðastliðinn fór hinir árlegu endurfundir Kópavogsskóla og félagsmiðstöðvarinnar Kjarnans fram í sal skólans. Mönnum reiknast til að séu tíu ár síðan Þessi skemmtilega hefð hóf göngu sína og hefur hún haldist óslitinn frá því að fyrsti viðburðurinn var fyrst haldin fyrir u.þ.b. tíu árum.
Góður hluti árgangsins hefur verið saman frá því í 1. bekk og eru endurfundirnir því kær stund þar sem að þau sem deilt hafa saman tíu ára skólagöngu hittast aftur í Kópavogsskóla og félagsmiðstöðinni Kjarnanum, einu ári eftir útskrift. Vel hefur verið mætt á viðburðinn og ljóst að fólki þykir vænt um að hittast og taka hús á mönnum og málefnum.
Dagskráin hefur haldist nær óbreytt frá fyrstu endurfundanna. Nemendur hittast seinni part dags og spjalla saman sín á milli og við kennara og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar. Oftast eru „pálínuboð“ / kökuhlaðborð þar sem að hver og einn tekur eitthvað með sér á veisluborðið. Þá er „farið hringinn“, þar sem að hver og einn segir frá sér, hvað er helst í fréttum. Þá eru skoðaðar myndir frá fyrri árum og skemmtilegar minningar rifjaðar upp.
Ef einhverjar breytingar hafa verið gerðar frá því að árgangurinn útskrifaðist eru þær kynntar. Í þetta sinn var m.a. kynning á aðstöðuuppbyggingu, en í bígerð er að opna á næstu mánuðum hljóð- og myndver fyrir nemendur og starfsfólk Kópavogsskóla og Kjarnans.
Þá tekur við „félagsmiðstöðvaopnun“ þar sem að gripið er í spil, farið er í boltaleiki og leiktæki miðstöðvarinnar þar sem að gamlir taktar eru rifjaðir upp.
Hljólaverkefni í 6. bekk
Einn morgun í maí kom 2011 árgangurinn á reiðhjólum í skólann. Verkfræðistofan VSB og Samgöngustofa fengu 2011 árgang Kópavogsskóla og Öldutúnsskóla í verkefni sem ætlað er að hvetja krakkana til að hjóla meira og fylgja umferðarreglunum. Þau fengu fræðslu frá VSB og Samgöngustofu um eitt og annað í umferðinni og hér í skólanum var farið í gegnum helstu umferðarmerkin og sitthvað fleira. Þau tóku bóklegt próf um daginn og í dag var verklegt próf.
Í verklega prófinu hjóluðu þau tveggja kílómetra hring um Kópavog. Foreldrar og starfsfólk var búið að dreifa sér á ákveðna staði þar sem fylgst var með hvort þau færu eftir umferðarreglum og gætt að því að þau færu rétta leið. Þetta gekk mjög vel og allir fengu viðurkenningarskjal.
Að þessu loknu var vöfflupartý fyrir hjólagarpana og þá sem að verkefninu komu og allir voru alsælir eftir daginn.
Gestir í heimsókn.
Það er skemmtilegt þegar við fáum heimsóknir.
Fimmtudaginn 4. maí komu fyrirverandi nemendur fæddir 1971 í heimsókn ásamt nokkrum kennurum sem kenndu þeim. Fimmtudaginn 11. maí kom hópur af fyrrverandi kennurum skólans í heimsókn og 1. júní fengum við 26 kennara frá Þýskalandi í heimsókn. Allir hóparnir fóru í skoðunarferð um skólann og fengu sögustund um síðustu ár.Vorferðir
Nemendur skólans fóru í vorferðir út um hvippinn og hvappinn síðustu daga skólaársins. Ferðir á söfn, ratleikir, Hallgrímskirkjuturn, Þekkingarsetur Suðurnesja, ferð um Reykjanesið, Nauthólsvík, Hvalasafnið, Þingvellir, Akranes, Miðdalur, gróðursetningaferð í Guðmundarlund og svona mætti lengi telja. Hérna eru nokkrar myndir sem sýna lítið brot af þessu.