
BRAS
barnamenningarhátíð á Austurlandi
Hvað er BRAS?
BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi.
Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn og ungmenni á Austurlandi til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum.
Á Fljótsdalshéraði hafa verið skipulögð fjölmörg verkefni í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, í samstarfi við tónlistarskólana og ýmsar menningarstofnanir á Austurlandi og víðar. Þessi verkefni eru á skólatíma nemenda.
Einnig er boðið upp á margs konar verkefni og skemmtilega dagskrá utan hefðbundins skólatíma þar sem börn og ungmenni geta tekið þátt eða mætt með foreldrum eða forráðafólki á viðburðina til að njóta þeirra.
Sirkus Íslands heimsækir Egilsstaði
Fimmtudaginn 12. sept. er nemendum í 1.- 7. bekk boðið á sýningu hjá Sirkus Íslands
Íþróttahúsið 12. sept, kl.11-12
1. bekkur
Elstu leikskólabörnin og yngstu börn grunnskólanna á Fljótsdalshéraði æfa þrjú lög eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur með nemendum og kennurum tónlistarskólanna og flytja þau fyrir foreldra og forráðafólk. Tónlistin er útsett af Sigursveini Magnússyni.
Tónleikarnir verða 9. okt kl. 17.00 í Egilsstaðakirkju
1. bekkur
Sýning Þjóðleikshúsins á sýningunni Ómar orðabelg, eftir Gunnar Smára Jóhannesson í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar. Í sýningunni sláumst við í för með Ómari orðabelg í leit að uppruna orðanna. Hvaðan kemur orðið fíll? Afhverju segjum við fægiskófla? Er appelsína epli frá Kína? Ómar orðabelgur ferðast um heim orðanna og kynnist allskonar skrýtnum orðum, en eitt orð mun hann kannski aldrei skilja til fulls. Dauðinn. Hvað er að deyja? Og hvað gerist eftir dauðann? Dauðinn er orð sem allir þekkja en veit einhver hvað það þýðir í raun?
Tónlistarmaðurinn Prins Póló semur sérstakt lag fyrir sýninguna. Mathilde Anne Morant sér um leikmynd og búninga, og Juliette Louste um lýsingu.
Valaskjálf 23. sept kl.13
2. bekkur
Ritlist og tjáning. Jákvæð tjáning með orðum, leikjum og sjálfseflingu. Allir fá rými til að koma hugmyndum sínum á framfæri, hvort sem það er að skrifa sögur með blaði og penna eða búa til sögur í skýjunum, með steinum eða úr sandi. Allt má og allir fá tækifæri til að hugsa upphátt. Skemmtilegir og sjálfseflandi leikir, jákvætt hugafar.
Egilsstaðaskóli, 11. sept
3. og 4. bekkur
Þjóðsagnan ,,Stop Motion"
Verkefnið gengur út á að sagnahefð fortíðar og sköpunaraðferðir nútímans eru sameinaðar í eitt.
Í námsefni Minjasafnsins er fræðslupakki um þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar. Pakkinn inniheldur margvísleg verkefni tengd sögum Sigfúsar. Nemendur vinna með efnið í skólanum og koma síðan í heimsókn í Safnahúsið þar sem boðið er upp smiðju þar sem nemendur gera “stop motion“ mynd (hreyfimynd) upp úr þjóðsögu að eigin vali undir leiðsögn leiðbeinenda.
Heimsókn á Minjasafnið 3. bekkur 24. sept
Heimsókn á Minjasafnið 4. bekkur 9. okt
5. bekkur
Markmiðið er að virkja frumsköpun hjá börnunum og hvetja þau til dáða í tónlistarsköpun. Heimsókn í tvær kennslustundir.
Egilsstaðskóli 10. sept
6. bekkur
Að skapa úr bókum, endurnýting og listsköpun
Nemendum boðið að koma í Safnahúsið og skapa listaverk úr bókum undir handleiðslu leiðbeinanda. Efniviðurinn kemur frá Bókasafni Héraðsbúa. Í kjölfarið er sett upp sýning með verkunum í Safnahúsinu.
Heimsókn á Minjasafnið 16. sept
7. bekkur
Myndlistarverkefni Skaftfells - Íslensk alþýðulist
Nemendur fræðast um íslenska alþýðulist og alþýðulistamenn og vinna svo verkefni í kjölfarið. Leiðbeinandi á vegum Skaftfells.
Egilsstaðaskóli 24. sept.
8. bekkur
Markmiðið er að virkja frumsköpun hjá börnunum og hvetja þau til dáða í tónlistarsköpun. Heimsókn í tvær kennslustundir.
Egilsstaðskóli 10. sept kl.9:00
9. og 10. bekkur
Sunnifa ,,því ég var eins eftir sem fyrr undir hans valdi"
Sýningin býður upp á fjölda nálgana þegar kemur að því að vinna úr þeim þemum og hugmyndum sem í henni búa. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lesið þjóðsögunar um Sunnifu áður en sýningin er skoðuð. Nemendum er boðið upp á leiðsögn um sýninguna og stuttan fyrirlestur og spjall að henni lokinni.
Við brottför fá nemendur söguna um galdrakerlinguna Galdra-Imbu með sér og geta þeir í framhaldinu unnið með hana í skólunum líkt og gert er með sögu Sunnefu á sýningunni.
9. bekkur, Sláturhúsið tveir hópar: 19. sept og 25. sept
10. bekkur, Sláturhúsið þrír hópar: 20. sept., 27. sept. og 4. okt.
Velkomin heim - sýning Þjóðleikshúsins
8.-10. bekkur
Vala Rún fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Hún veit ekki hvenær hún á afmæli, bara að hún fæddist einhvern tímann á monsúntímabilinu. Hún kynntist aldrei föður sínum, missti móður sína sex ára og var meira og minna á eigin vegum eftir það. Árið 2019 stendur dóttir hennar á leiksviði í Þjóðleikhúsinu, fyrsta konan af asískum uppruna sem útskrifast af leikarabraut Listaháskóla Íslands.
Í leiksýningunni Velkomin heim! segir leikkonan María Thelma Smáradóttir sögu móður sinnar, fjallar um líf hennar í Taílandi og reynslu hennar þegar hún kom fyrst til Íslands fyrir 26 árum.
Völu Rún fannst hún aldrei eiga heima neins staðar í Taílandi. Á Íslandi leið henni eins og hún væri komin heim, og þó þekkti hún hér engan fyrir og talaði ekki tungumálið. Hvað er það að eiga heima einhvers staðar? Hvað er heimaland?
8-10. bekkur - Valaskjálf, 23. sept kl.10
Maximús Músíkús
Laugardaginn 14. september í Egilsstaðakirkju kl. 14.30-15.30
Nú verður gaman, því Maxímús Músíkús heldur í tónleikaferð um Austurland og Norðurland! Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leiða saman hesta sína undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur, höfundar Maxímúsar. Sögumaður er Almar Blær Sigurjónsson, leikari. Kammersveit flytur fyrsta ævintýrið um Maxímús; Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina.
Ógleymanleg fjölskyldustund með tónelsku músinni sem hefur glatt börn og fjölskyldur um allan heim. Fyrir alla fjölskylduna (2-10 ára)
Aðgangseyrir 2.900 kr. (frítt fyrir 6 ára og yngri). Forsala er 13. september kl. 14:00-18:00 í síma 896 6971.
Þetta vilja börnin sjá
Í Sláturhúsinu, menningarsetri, Egilsstöðum. Sýningin opnar þann 15. september.
Farandsýningin Þetta vilja börnin sjá er sýning á vegum Borgarbókarsafnsins og sýnir hún teikningar úr þeim barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2018. Einnig geta gestir flett bókunum sjálfum.
Sýningin er opin öllum en hugsuð fyrir eldri leikskólabörn og yngri grunnskólanemendur
Fornleifasmiðja í Minjasafni Austurlands
18. september, kl. 16.00-18.00 í Minjasafni Austurlands
Þátttakendur fá að leika fornleifafræðinga og grafa eftir „fornleifum“ í mold. Krakkarnir verða hvattir til að vinna eins og fornleifafræðingar, fara varlega, skrá upplýsingar um þá gripi sem þau finna og draga ályktanir, allt eftir aldri og þroska.
BRASað á Minjasafninu er yfirskrift dagskrár sem Minjasafn Austurland stendur fyrir. Dagskráin samanstendur af þremur smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra geta átt skemmtilega samverustund að loknum skóladegi en allar smiðjurnar fara fram frá klukkan 16:00 til 18:00.
Ekkert þátttökugjald!
Lesið fyrir háttinn - Náttfatasamkoma í Sláturhúsinu
24. september kl. 19.30-20.30 í Sláturhúsinu menningarsetri, Egilsstöðum
Þriðjudaginn 24. september býður MMF börnum, 3 - 6 ára, í náttfataheimsókn í Sláturhúsið þar sem lesið fyrir úr barnabókum fyrir svefninn. Kertaljós og kósíheit í danssalnum. Forráðamenn og aðrir fullorðnir mæti einnig í náttfötum. Bangsar velkomnir. Lestrarstundin stendur yfir í klukkustund, hefst 19:30 og lýkur 20:30.
Opið öllum, börn komi í fylgd forráðamannsLeiksmiðja í Minjasafni Austurlands
25. september kl. 16.00-18.00 í Minjasafni Austurlands
Hefur þú prófað að reisa horgemling eða sækja smjör í strokkinn? Í leikjasmiðjunni gefst gestum kostur á að prófa margvíslega leiki frá víkingatímum til okkar daga s.s. hnefatafl, myllu, rúnaspádóma, fara í brókina hans Skíða, hoppa í parís og margt fleira.
BRASað á Minjasafninu er yfirskrift dagskrár sem Minjasafn Austurland stendur fyrir. Dagskráin samanstendur af þremur smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra geta átt skemmtilega samverustund að loknum skóladegi en allar smiðjurnar fara fram frá klukkan 16:00 til 18:00.
Ekkert þátttökugjald!
Tálkunarsmiðja í Minjasafni Austurlands
8. október kl. 16.00-18.00 í Minjasafni Austurlands
Gestir fá að prófa listina að tálga í tré undir leiðsögn leiðbeinanda. Athugið að aldurstakmark verður í þessa smiðju og nánara fyrirkomulag auglýst síðar.
BRASað á Minjasafninu er yfirskrift dagskrár sem Minjasafn Austurland stendur fyrir. Dagskráin samanstendur af þremur smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra geta átt skemmtilega samverustund að loknum skóladegi en allar smiðjurnar fara fram frá klukkan 16:00 til 18:00.
Ekkert þátttökugjald! Gott væri ef forráðamenn þátttakenda myndu skrá þá með því að senda póst á elsa@minjasafn.is